Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 61

Læknablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 61
557 LÆKNAblaðið 2014/100 Hvað nær þjónustan yfir stórt svæði? Hvert er þjónustusvæði stofnunar- innar? Hver er íbúafjöldi? Þjónustusvæðið er Vesturland, Austur- Barðastandarsýsla, Strandasýsla og Vestur-Húnavatnssýsla, um 10.300 ferkílómetrar. Íbúar eru tæplega 18.000. Auk þeirra koma margir sjúklingar af höfuðborgarsvæðinu og víðar að í valskurðaðagerðir. Stór hópur kvenna nýtir sér þjónustu fæðingardeildarinnar á sjúkrahúsinu á Akranesi, og háls- og bakdeildin í Stykkishólmi sinnir sjúk- lingum alls staðar af landinu. Hver er starfsmannafjöldi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands? Í árslok árið 2013 var fjöldi fastra starfsmanna 338 í 240 stöðu- gildum. Hver eru markmið og gildi stofnunarinnar? Til dæmis hvað varðar starfsumhverfi og einnig gagnvart sjúklingum? Gildi: Virðing – Traust – Fagmennska. Hlutverk/markmið: Heilbrigðisstofnun Vesturlands veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisumdæmi Vesturlands í samræmi við lög og reglur á hverjum tíma. Þjónustan skal veitt íbúum um- dæmisins og öðrum sem eftir henni leita. Er þörf fyrir enn fjölbreyttari heilbrigðisþjónustu? Helst mætti efla þjónustu barnalækna og geðlæknisþjónustu. Er vöntun á mannauði? Á hvaða sviðum helst? Nú er mesti skorturinn á sérmenntuðum heilsugæslulækum, bæta þarf við stöður kvensjúkdómalækna. Þá vantar í stöður hjúkrunar- fræðinga á nokkrum stöðum um starfssvæðið. Hvað eru margir sjúklingar meðhöndlaðir að meðaltali á ári? Fjöldi einstaklinga árið 2013 voru ríflega 24.000 talsins, fjöldi inn- lagna og koma á heilsugæslu og göngudeildir sjúkrasviða voru samtals um 180.000 talsins, tæplega 500 hvern dag ársins. Hvað hefur stofnunin yfir mörgum sjúkrabílum að ráða og hvað óku þeir marga km árið 2013? Sjúkrabílar eru 15 talsins. Þrír á Akranesi og varabifreið fyrir Vest- urland, tveir í Borgarnesi, tveir í Búðardal, einn á Grundarfirði, einn á Hólmavík, tveir á Hvammstanga, tveir á Ólafsvík og einn í Stykkishólmi. Bílarnir óku samtals 215.000 km árið 2013 eða 161 x hringveginn. Heilbrigðisstofnun Vesturlands Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdastjóri, svarar nokkrum spurningum A T V i N N A ■ ■ ■ Sigdís Þóra Sigþórsdóttir TARGIN ® ábe 2 Eina sterka ópíóíð lyfið sem vinnur einnig gegn hægðatregðu af völdum ópíóíða1 Takið aukaverkanir við meðhöndlun mikilla verkja alvarlega! TARGIN ® ábending: Miklir verkir sem ekki næst nægileg stjórn á nema með ópíóíð verkjalyfjum. Ópíóíð mótlyfinu naloxóni er bætt í til að vinna gegn hægðatregðu af völdum ópíóíða með því að blokka verkun oxýkódons við ópíóíð viðtaka staðbundið í þörmum2 TARGIN ® er með skilyrta greiðsluþátttöku SÍ. Sækja má um lyfjaskírteini fyrir sjúklinga með alvarlega verki sem krefjast ópíóíðmeðferðar og hægðatregðu af völdum ópíóíða. 1. Clemens et al. Expert Opin. Pharmacother; 11(2): 1-14, 2010 2. Sérlyfjaskrá LD 11 31 10 1 Norpharma a/s Slotsmarken 15 2970 Hørsholm Meðhöndlun mikilla verkja Hægðatregða af völdum ópíóíða Starfssvæði HVE. Hvað tóku ljósmæður ykkar á móti mörgum börnum árið 2013? Árið 2013 var tekið á móti 224 börnum og í ár stefnir í mun fleiri fæðingar. Flestar fæðingar voru árið 2010, eða 358 talsins. Hver er framtíðarsýn Heilbrigðisstofnunar Vesturlands? Heilbrigðisstofnun Vesturlands veitir almenna og sérhæfða heil- brigðisþjónustu í heilbrigðisumdæmi Vesturlands í samræmi við lög og reglur á hverjum tíma. Þjónustan skal veitt íbúum umdæmisins og öðrum sem eftir henni leita. Á HVE er lögð áhersla á virðingu, traust og fagmennsku. Vel- ferð skjólstæðinga skal höfð að leiðarljósi. Stuðlað er að virkri sí- og endurmenntun starfsfólks. Hlutverk heilsugæslusviðs HVE er að • veita almenna læknisþjónustu (heimilislækningar), almenna hjúkrunarþjónustu, heimahjúkrun og slysa‐ og bráðamóttöku, • vinna að forvörnum og annast mæðravernd, ungbarna-‐ og smábarnavernd, heilsugæslu í grunnskólum og aðra heilsu- vernd. Hlutverk sjúkrasviðs HVE er að • leitast við að veita fjölbreytta sérfræðiþjónustu sem næst heimabyggð, • annast almenna og sérhæfða sjúkrahúsþjónustu ásamt við- eigandi stoðþjónustu, eftir þörf og umfangi á hverjum stað. Starfrækja hjúkrunardeildir og sinna öldrunarþjónustu þar sem slík þjónusta er ekki veitt af sveitarfélögum eða öðrum. • HVE sér um sjúkraflutninga í heilbrigðisumdæminu. Sjúkra- flutningar eru starfræktir frá sjúkrahúsum og heilsugæslu- stöðvum eftir aðstæðum á hverju svæði. • HVE tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og aðrar menntastofn- anir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.