Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 32
528 LÆKNAblaðið 2014/100 S a G a l æ k n i S F R æ ð i n n a R var fyrsti starfsmaðurinn og telst ráðningardagur hennar, 10. maí 1954, stofndagur Krabbameinsskrárinnar. Hrafn Tulinius tók við af Ólafi Bjarnasyni sem yfirlæknir skrárinnar árið 1975 er hann kom heim frá störfum við Alþjóða- krabbameinsrannsóknastofnunina (IARC) í Lyon. Eins og Ólafur Bjarnason1 lagði Hrafn áherslu á rannsóknir á brjóstakrabbameini. Hann fékk erlendan styrk til að stofna ættagrunn, þar sem einkum voru skráðar ættir brjóstakrabbameinssjúklinga, en þá þegar var ljóst að einstök verðmæti fælust í hinum íslenska efnivið sem til var um ættartengsl, auk krabbameinsskrárinnar. Hrafn hóf að rannsaka orsakir brjóstakrabbameins í samvinnu við Ólaf, IARC, Erfðafræðinefnd og RH í meinafræði.2 Einnig nýtti Hrafn upp- lýsingar úr Heilsusögubanka Leitarstöðvarinnar til að kanna samband fæðingarsögu og brjóstakrabbameins.3 Ættagrunnurinn er enn notaður til rannsókna og var hann undirstaða mikilvægra rannsókna Hrafns á krabbameinum í ættum,4 auk þess að liggja til grundvallar rannsóknum Krabbameinsfélagsins og RH í meina- fræði er BRCA2-genið var uppgötvað.5-7 Tölvinnustofa Krabbameinsfélaginu var gefin notuð IBM tölva árið 1984 í kjölfar ábendingar Gunnlaugs Geirssonar um það hve gífurlega verð- mætum upplýsingum hefði verið safnað hjá félaginu. Til að vinna úr gögnunum var tölvinnustofa félagsins stofnuð árið 1986. Fyrsti starfsmaðurinn var Stefán Aðalsteinsson búfjárfræðingur og vann hann einkum með gögn frá Leitarstöð um nýgengi legháls- krabbmeins og forstiga þess. Árið 1988 tók Laufey Tryggvadóttir faraldsfræðingur við forsvarinu og réðst í að efla aðferðafræði innan félagsins á sviði faralds- og tölfræði og koma upp tilsvar- andi forritum og tölvuumhverfi. Auk gagna um leghálskrabba- meinsleitina sem Stefán sinnti áfram, var unnið með gögn frá Krabbameinsskrá, Rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræði og Heilsusögubanka Leitarstöðvarinnar. Heilsusögubankinn var stofnaður 1964 er leitin hófst og geymir svör við spurningum um áhættuþætti krabbameina frá yfir 105.000 konum. Þessi ferilrann- sókn hefur verið grunnur margra vísindarannsókna.8 Tölvinnu- stofa kom meðal annars upp aðstöðu til að reikna hlutfallslega lifun og aldursstaðlað nýgengi hjá Krabbameinsskrá og stýrði uppsetningu fyrsta tölvunetkerfis skrárinnar og flutningi gagna- grunna frá Skýrsluvélum til skrárinnar. Stofan færðist fljótlega undir Krabbameinsskrá og varð að faraldsfræðideild hennar. Áframhaldandi skráning og rannsóknir Jón Gunnlaugur Jónasson tók við yfirlæknisstarfi hjá Krabba- meinsskránni árið 2001 og sama ár varð Laufey framkvæmdastjóri. Krabbameinsskráin hefur heimasíðu (www.krabbameinsskra.is) með upplýsingum um krabbamein fyrir leika og lærða og gefur út bókina Krabbamein á Íslandi fjórða hvert ár en hún kom fyrst út árið 2004.9 Krabbameinsskráin fékk langþráða lagastoð með lögum um landlækni árið 2007 en er ennþá rekin af Krabbameinsfélaginu að mestu leyti. Hið opinbera leggur til þriðjung rekstrarkostnaðar og vonir standa til að hlutur þess aukist talsvert á næstu árum. Mikill áhugi er hjá Krabbameinsskrám á Norðurlöndunum og í Evrópu á samræmingu skráningar klínískra upplýsinga varðandi krabbamein og hefur íslenska skráin eflt mjög skráningu á for- spárþáttum og jafnframt er í burðarliðnum lýðgrunduð skráning á meðferð krabbameina í samvinnu við Landspítalann. Stuðst er við sænskt skráningarkerfi, svokallað INCA-kerfi. Frjósamt samstarf samtaka norrænna krabbameinsskráa (Asso- ciation of Nordic Cancer Registries, ANCR) hófst formlega á fundi á Laugarvatni árið 1984. Samtökin vinna að samræmingu skrán- ingar og samnorrænum vísindarannsóknum, auk þess að standa árlega fyrir norrænni ráðstefnu. Tvö dæmi um hin fjölmörgu stóru norrænu verkefni eru annars vegar krabbameinsspá sem sýnir mikla fjölgun krabbameinsgreininga næstu áratugina, sem verð- Ólafur Bjarnason, fyrsti yfirlæknir Krabbameins- skrár Krabbameinsfélags Íslands. Mynd í einkaeigu. Hjá Alþjóðakrabbameinsrannsókna- stofnuninni (IARC). Hrafn Tulinius (til vinstri) og Calum Muir yfir- maður deildar lýsandi faraldsfræði hjá IARC. Mynd í einkaeigu. Starfsfólk Krabbameinsskrárinnar í apríl 2004. Aftari röð frá vinstri: Hrafn Tulinius, Sigrún Stefánsdóttir, Hafdís Hafsteinsdóttir, Guðríður H. Ólafsdóttir, Elínborg J. Ólafsdóttir, Laufey Tryggvadóttir, Anna Jónsdóttir og Þorgils Völundarson. Fremri röð frá vinstri: Jón Gunnlaugur Jónasson, Rafn Sigurðsson, Bjarki Magnússon og Kristín Bjarnadóttir. Mynd Tómas Jónasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.