Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 42
538 LÆKNAblaðið 2014/100 Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S Jóhannes Björnsson tók við ritstjórn Læknablaðsins í kjölfar mikillar deilu sem upp kom haustið 2005. Hann stýrði blaðinu á lygnari sjó, styrkti alþjóðlega stöðu þess með inngöngu í hinn alþjóð- lega gagnagrunn PubMed, fjölgaði í ritstjórninni og lagði áherslu á faglega meðhöndlun fræðigreina. Jóhannes kveðst eiga nokkuð óhefðbund- inn feril ef mið er tekið af dæmigerðum íslenskum lækni sem lýkur kandídatsprófi frá HÍ, heldur síðan utan til sérfræðináms og snýr heim að því loknu og starfar við sérgrein sína eftir það. „Þetta er lýsing á dæmigerðum ferli læknis af minni kynslóð, en ég fór aðra leið og mér sýnist að yngri læknar séu að brjóta upp þetta ferilmynstur með ýmsum hætti,“ segir Jóhannes sem ritstýrði Lækna- blaðinu um 5 ára skeið, frá árslokum 2005. Hann hafði setið í ritstjórn blaðsins frá 2003. Óvenjulegur náms- og starfsferill En hvað er svona óvenjulegt við ferilinn? „Jú, áður en ég hóf nám í læknisfræði við læknadeild HÍ hafði ég lokið BA-prófi í latínu og grísku frá bandarískum háskóla og var langt kominn í framhaldsnámi í sömu greinum í Þýskalandi þegar ég ákvað að breyta um stefnu og hefja nám í læknisfræði. Ég lauk kandídatsprófi frá HÍ 1977. Sérfræðinámi í líffærameinafræði lauk ég frá Mayo Clinic í Minnesota í Bandaríkjunum árið 1983, vann síðan á þeirri stofnun í eitt ár, flutti til Íslands árið eftir og starfaði sem næstráðandi á Rann- sóknastofu Háskólans í meinafræði til ársins 1992. Þá bauðst mér langtímastarf við Mayo Clinic og fluttist þá út aftur, sem var óvenjulegt meðal íslenskra lækna á þeim tíma. Að þessu frágengnu þá gerði ég eiginlega ráð fyrir að ég lyki starfs- ferlinum á erlendri grund. Það fór þó ekki svo heldur ákvað ég að sækja um stöðu forstöðumanns og prófessors í meinafræði við Landspítalann og læknadeild Háskóla Íslands þegar Jónas Hallgrímsson lét af því starfi og staðan var auglýst. Niðurstað- an varð svo sú að ég fluttist aftur hingað heim og tók við því starfi árið 2001.“ Jóhannes staldrar aðeins við og rifjar upp að hann hafi verið 52 ára þegar ljóst var að hann flyttist heim að nýju. „Þessi aldur er við efri mörkin til að taka við nýrri stjórnunar- og kennslustöðu. Ég tel að við séum hæfust til að taka við forystu sirka hálffimmtug. Læknar eru lengi í sér- námi og þurfa að fá nokkurn reynsluskráp áður en stjórnunarstörf hlaðast upp, en þeir mega heldur ekki bíða of lengi. Þá tel ég einnig heppilegt að sami einstaklingur gegni ekki slíkri lykilstöðu í sérgrein mikið lengur en í 10 ár. Við þekkjum öll dæmi um forystufólk í læknisfræði sem er í frígír eða blindflugi síðari hluta starfsfer- ilsins,“ bætir Jóhannes við en segja má að hann hafi verið trúr þessari sannfæringu sinni með því að hann sagði upp starfi sínu sem forstöðumaður Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði og prófessor árið 2011 og réðst yfirlæknir meinafræðideildar sjúkrahússins á Akureyri. „Það voru þó fyrst og fremst aðrar og flóknari ástæður sem réðu þeirri ákvörðun á þeim tíma,“ segir hann og er tregur til að fara nánar út í þá sálma. „Látum nægja að segja að ég vildi ekki vinna lengur á Land- spítala. Ég hafði aðrar hugmyndir en yfir- stjórn Landspítala um rekstur spítalans almennt og rekstur Rannsóknastofu Há- skólans í meinafræði sérstaklega. Þessar ólíku hugmyndir lúta meðal annars að þeirri kennisetningu, sem er röng, að skilja megi að faglega og rekstrarlega ábyrgð. Sá einn getur tekið ákvarðanir um ráðstöfun fjármuna innan sérgreina og milli þeirra, sem þekkir ítarlega fræðilega hlutann. Annað er fráleitt, býður meðal annars heim spillingu. Við bættist síðan að ég þekkti vel til Sjúkrahússins á Akureyri og vissi að þeirri stofnun var vel stjórnað.“ Í ritstjórn Læknablaðsins Þegar komið var fram á árið 2003 kom Vilhjálmur Rafnsson þáverandi ritstjóri Læknablaðsins að máli við Jóhannes og falaðist eftir setu hans í ritstjórn blaðs- ins. „Ég sló til og það var upphafið að tengslum mínum við blaðið. Það var svolít- Ekki sjálfsagt að halda úti vísindatímariti í litlu málsamfélagi Segir Jóhannes Björnsson fyrrverandi ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.