Læknablaðið - 01.10.2014, Qupperneq 21
LÆKNAblaðið 2014/100 517
plástrar (fentanýl, Durogesic®) einnig uppleystir og notaðir til
inndælingar.
Alvarleg sýking var innlagnarástæða í 24 tilfellum (39%) og má
þar nefna sýklasótt (n=11, 18%), hjartaþelsbólgu (n=7, 11%), sýk-
ingu í miðtaugakerfi (n=3, 5%) og lungnabólgu (n=3, 5%).
Fjöláverki var ástæða innlagnar í 5 tilfellum (8%). Í öllum til-
fellum var um ofbeldisáverka að ræða, höfuðáverki í einu tilfelli,
kviðarholsáverki í þremur tilfellum og brjóstholsáverki í einu til-
felli. Ein innlögn var vegna sykursýkislosts.
Þörf var á meðferð í öndunarvél í 30 tilfellum (48%) og nota
þurfti æðavirk lyf vegna losts í 13 tilfellum (23%).
Alls létust 9 einstaklingar í sjúkrahúslegu, allir á gjörgæslu-
deild, og dánarhlutfall því 16%, meirihlutinn voru karlar (n=6).
Dánarorsakir voru heilaskaði (n=2), hjartaþelsbólga (n=2), heila-
himnubólga (n=1), fjöláverki (n=2) og fjölkerfabilun (n=2).
Alls útskrifuðust 48 einstaklingar af gjörgæsludeild og síðar af
sjúkrahúsi. Fimm ára eftirfylgni leiddi í ljós að 11 þeirra létust eftir
sjúkrahúsleguna, eða 19% þeirra sem höfðu þurft gjörgæslumeð-
ferð. Fimm ára dánarhlutfall þeirra sem þurfa gjörgæsluinnlögn
vegna notkunar vímuefna í æð er því 35%. Mynd 2 sýnir Kaplan-
Meier graf með langtímahorfum rannsóknarhópsins í samanburði
við viðmiðunarhóp sem hefur dánarhlutfall 0,04% á ári. Meðaltími
frá útskrift af sjúkrahúsi að andláti var 916 ± 858 dagar og miðgildi
794 dagar (210:1410, bil 21-2753).
Réttarefnafræðilegar rannsóknir
Á rannsóknartímabilinu létust alls 38 einstaklingar þar sem hægt
var að finna tengsl við notkun vímuefna í æð. Þetta samsvarar 4,1
tilfellum/105/ár í aldurshópnum 15-59 ára, eða um 1,1% af áætl-
uðum fjölda þeirra sem nota vímuefni í æð á Íslandi á ári. Af
þeim létust 9 á sjúkrahúsi, allir á gjörgæsludeild, einsog fyrr var
rakið, og 29 utan sjúkrahúss. Ekki var gerð réttarkrufning vegna
6 dauðsfalla á sjúkrahúsi þar sem dánarorsök var talin þekkt, en
í öllum hinum tilfellunum var gerð réttarkrufning (n=32, 84%).
Meðalaldur var 34 ± 10 ár og miðgildi aldurs 34 ár (25:43, bil 18-
52). Karlar voru nokkru fleiri og eldri (n=24 (63%), miðgildi aldurs
38 ár, 25:44, bil 15-52) en konur (n=14, (37%), miðgildi aldurs 32 ár,
28:39, bil 20-47).
Allir höfðu áður komið á bráðamóttöku og 5 þeirra (13%)
höfðu legið á gjörgæsludeild á rannsóknartímabilinu. Miðgildi
tímalengdar frá komu á bráðamóttöku að dánardegi var 92 dagar
(18:230, bil 3-1545). Reynt hafði verið að endurlífga 13 einstakling-
anna (34%).
Banvæn eitrun var réttarefnafræðilega staðfest dánarorsök í 20
tilfellum (53%). Aðrar dánarorsakir samkvæmt dánarvottorðum
voru sjálfsvíg með öðrum aðferðum en eitrun (n=5, 13%), mann-
dráp (n=2, 5%), skorpulifur (n=3, 8%), geðsjúkdómar (n=2, 5%),
bráð hjartaþelsbólga (n=2, 5%), fjöláverki (n=1, 3%), flog (n=1, 3%),
heilahimnubólga (n=1, 3%) og krabbamein (n=1, 3%). Miðgildi
aldurs þeirra sem létust vegna eitrunar var 34 ár (25:44, bil 22-53),
karlar voru 12 (60%) og konur voru 8 (40%). Algengast var að efni
af flokki I væru metin meginorsök banvænnar eitrunar eða í 85%
tilfella, morfín (n=10), metadón (n=2), fentanýl (n=1), tramadól
(n=1) og kódein (n=1). Efni af öðrum flokkum voru kókaín (n=2),
metýlfenídat (n=2) og amitriptylín (n=1). Lyfseðilsskyld lyf voru
þannig helsti eitrunarvaldurinn í öllum tilvikum nema tveimur.
Tafla I sýnir niðurstöður allra lyfjamælinga í blóði þeirra 20 ein-
staklinga sem létust vegna eitrunar. Notkun nokkurra efna sam-
tímis var algeng. Alls voru greind 29 mismunandi efni í blóði, að
meðaltali fjögur (bil 2-6) hjá hverjum einstaklingi. Oftast var um
að ræða amfetamínskyld efni, ópíöt og benzódíazepínlyf.
Umræða
Í þessari rannsókn er lýst alvarlegum afleiðingum neyslu vímuefna
í æð frá tveimur sjónarhornum til að fá sem fyllsta mynd af þessu
Mynd 2. Lifun vímuefnanotenda í æð sem þurft hafa meðferð á gjörgæsludeild í
samanburði við almennt þýði, sýnt með Kaplan-Meier grafi. Eftirfylgni var frá árs-
byrjun 2003 til ársloka 2012.
Tafla I. Réttarefnafræðilegar rannsóknir á andlátum tengdum vímuefnanotkun í
æð. Taflan sýnir niðurstöður mælinga hjá 20 einstaklingum með banvæna eitrun.
Lyf N %
Flokkur i Morfín 10 12,2
Metadon 2 2,4
Kódein 3 3,7
Kókaín 5 6,1
Fentanýl 1 1,2
Tramadól 1 1,2
alls 22 26,8
Flokkur ii amfetamín 14 17,1
Metamfetamín 1 1,2
MdMA 3 3,7
Metýlfenídat 5 6,1
Tetrahýdrókannabínól 1 1,2
alls 24 29,3
Flokkur iii benzódíazepín 14 17,1
Zolpídem 1 1,2
Karísópródól/mepróbamat 1 1,2
alls 16 19,5
Flokkur iV Etanól 3 3,7
önnur lyf 17 20,7
alls 20,0
Alls 82 100,0
R a n n S Ó k n