Læknablaðið - 01.09.2014, Side 4
466
Árni Kristinsson
Hjartalækningar fyrir hálfri öld
Hjartalækningar voru ekki fyrirferðarmiklar
þegar höfundur var unglæknir á Land-
spítalanum. Sjúklingar með kransæðastíflu
lágu á almennri lyflækningadeild í gamla
spítalanum, fastir í rúminu fyrstu vikuna, og
næstu tvær eða þrjár með hægt vaxandi
fótaferð. Meðferð, auk rúmlegu, var súrefni
í nös, nítróglycerín, digitalis, kínidín og
kúmadínlyf. Þeir máttu reykja að vild alveg
fram í andlátið. Um fjórðungur dó í legunni.
436 LÆKNAblaðið 2014/100
F R Æ Ð I G R E I N A R
9. tölublað 2014
439
Páll Matthíasson
Rekstur Land-
spítala - fjárfram-
lög í samræmi við
hlutverk
Það er sameiginlegt
verkefni okkar að tryggja
landsmönnum þá heil-
brigðisþjónustu sem þeir
hafa rétt til.
443
Arnar Jan Jónsson, Hera Birgisdóttir, Engilbert Sigurðsson
Eykur notkun kannabis hættu á geðrofi og þróun geðklofa?
Rannsókna er þörf þareð geðrofssjúkdómar geta verið lengi að þróast. Mikilvægt er
að auka þekkingu almennings á alvarlegum afleiðingum kannabisnotkunar og þeirri
staðreynd að ekki er hægt að spá fyrir um hverjir þeirra sem nota efnið reglulega
veikist af skammvinnu geðrofi og hverjir af langvinnum geðrofssjúkdómi.
453
Anna Höskuldsdóttir, Höskuldur Kristvinsson, Hallgrímur Guðjónsson,
Arnar Geirsson, Tómas Guðbjartsson
Kalkkirtlablaðra í miðmæti – sjúkratilfelli
Algengustu fyrirferðir í framanverðu miðmæti eru góðkynja æxli í hóstarkirtli en ill-
kynja fyrirferðir eru líka vel þekktar. Hér er lýst tæplega sextugri konu með vaxandi
kyngingaróþægindi og fyrirferð á hálsi.
441
Nanna Briem
Kannabis er
ekki skaðlaust
Við læknar verðum að
taka þátt í umræðunni
um kannabis og sjá til
þess að upplýsingar um
skaðsemi þess gleymist
ekki.
L E I Ð A R A R
100. ÁRGANGUR LÆKNABLAÐSINS
456
Vilmundur Guðnason, Nikulás Sigfússon,
Gunnar Sigurðsson
Rannsóknarstöð Hjartaverndar,
fortíð og nútíð
Rannsóknarstöð Hjartaverndar þakkar þeim
sem hafa tekið þátt í rannsóknum stöðvarinnar
síðustu fimm áratugi stuðning og traust. Rann-
sóknirnar hafa skapað þekkingu og hundruð
greina sem byggjast á gögnum Hjartaverndar
hafa birst í vísindatímaritum. Án þess hefðum
við ekki jafnmikla þekkingu og við höfum í
dag um ýmsa sjúkdóma. Vísindamenn, ungir
og aldnir, fá þakkir fyrir framlag sitt og sam-
vinnu gegnum árin sem og frábært starfsfólk
Hjartaverndar.