Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 12
444 LÆKNAblaðið 2014/100 vitnana í greinina, hvort aðalumfjöllunarefni greinar væri tengsl kannabis og geðrofs eða tengsl kannabis og geðsjúkdóma. Meðal greina sem ákveðið var að fjalla ekki um voru greinar þar sem aðallega voru metin tengsl annarra vímuefna við geðsjúkdóma þótt kannabis væri einnig nefnt í því samhengi. Sérstaklega voru valdar lýðgrundaðar ferilrannsóknir og tilfellaviðmiðarannsóknir en sjúkratilfellum og tilfellaröðum sleppt. Einnig var valið að fjalla ekki um fjölmargar rannsóknir sem fjölluðu um hugsanlega sam- verkan kannabis og erfða, en mikil óvissa er um margt í því sam- spili og sú umfjöllun í raun efni í aðra grein. Yfirlit ferilrannsókna Niðurstöður lýsandi faraldsfræðirannsókna benda til þess að endurtekin notkun kannabis sé marktækt algengari hjá þeim sem veikjast af geðrofi með ofskynjunum og ranghugmyndum.5-7 Í niðurstöðum leitar voru 14 ferilrannsóknir, gerðar á 9 rannsóknar- þýðum. Meginniðurstöður þeirra verða nú raktar. Sænska ferilrannsóknin Rannsókn Andreasson og samverkamanna var fyrsta ferilrann- sóknin sem studdi að notkun kannabis væri sjálfstæður áhættu- þáttur fyrir geðrofi.4 Rannsóknin birtist árið 1987 og samanstóð rannsóknarþýðið af 45.570 Svíum sem gengu í sænska herinn á árunum 1969-1970. Við innritun í herinn við 18 ára aldur var safnað upplýsingum um notkun kannabis og annarra vímuefna ásamt upplýsingum um ýmsa félagslega og geðræna þætti hjá 93% þátttakenda. Niðurstöður sýndu skammtaháð samband notkunar kannabis við 18-20 ára aldur og innlagnar á spítala vegna geðrofs einhvern tíma á næstu 15 árum. Þeir sem höfðu notað kannabis 10- 50 sinnum voru þrefalt líklegri til að hafa lagst inn á spítala vegna geðrofs heldur en þeir sem aldrei höfðu notað kannabis. Nær einn af hverjum 10 hafði notað kannabis og 1,7% voru skilgreindir sem stórnotendur þar sem þeir höfðu notað það oftar en 50 sinnum.4 Þegar leiðrétt var fyrir þáttum sem gátu truflað vensl kannabis og geðklofa, svo sem geðrænum einkennum við inngöngu í her- inn, lækkaði þetta hlutfall úr 3,0 í 2,9 en hélst marktækt (tafla I). Frekari leiðrétting fyrir þáttum eins og tilvist annarra geðraskana, fjölskyldusögu og notkun annarra fíkniefna lækkaði þetta líkinda- hlutfall í 2,3 og var það þá ekki lengur tölfræðilega marktækt. Þeir sem höfðu notað kannabis 50 sinnum eða oftar voru hins vegar 6 sinnum líklegri en hinir sem ekki höfðu notað kannabis til að hafa lagst inn á geðdeild í geðrofi. Leiðrétt líkindahlutfall var hins vegar ekki birt fyrir þann undirhóp og hefur rannsóknin verið gagnrýnd fyrir það. Einnig hefur verið bent á að nokkrir þekktir áhættuþættir og mögulegir truflandi þættir voru ekki nægilega vel skilgreindir. Þar ber að nefna þætti eins og örvandi vímuefni á borð við amfetamín, persónuleikaþætti tengda fíkn og félagslega stöðu. Einnig að aðeins var tekið tillit til geðgreininga við innritun en einkenni geðrofs þá ekki metin sérstaklega. Ári síðar var gerð frekari rannsókn á úrtaki hópsins, einstak- lingum sem bjuggu í Stokkhólmi.8 Einstaklingar sem höfðu notað kannabis 10 sinnum eða oftar og síðar greinst með geðklofa voru bornir saman við samanburðarhóp úr þýðinu sem aldrei hafði notað kannabis. Farið var yfir sjúkrasögu þátttakenda og ýmsum þáttum voru gerð betri skil, svo sem notkun kannabis og annarra vímuefna, upphafi geðsjúkdóms, fjölskyldusögu um geðsjúkdóma og félagslegri stöðu, til að hægt væri að leiðrétta fyrir þeim ef ástæða væri til. Niðurstöðurnar staðfestu fyrri niðurstöður: þeir sem höfðu notað kannabis 50 sinnum eða oftar voru marktækt líklegri til að hafa í kjölfarið greinst með geðklofa, OR 4,1 (95%CI: 1,8-9,3) (tafla I). Endurgreining á þýðinu var birt árið 2002. Þegar gögnunum var þá safnað voru liðin 27 ár frá innritun hermannanna í sænska herinn. Niðurstöður þessarar nánari úrvinnslu voru að notkun kannabis væri sjálfstæður áhættuþáttur fyrir geðklofa og reyndist áhættan standa í beinu línulegu sambandi við tíðni notkunar á kannabisefnum (línulegt samband 1,3 (95%CI 1,1-1,6) fyrir hvern 5 flokka notenda).9 Leiðrétt líkindahlutfall þeirra sem einhvern tíma höfðu notað kannabis var 1,5 (95%CI 1,1-2,0) og fyrir þá sem höfðu notað það 50 sinnum eða oftar reyndist það 3,1 (95%CI 1,7- 5,5). Í þessari framhaldsrannsókn á sænska hermannaþýðinu voru undirliggjandi áhættu- og truflandi þáttum á borð við félagslega þætti, geðræn einkenni, greind og vímuefnum gerð betri skil en í fyrri rannsóknum á þýðinu. Nýlega voru birt gögn eftir 35 ára eftirfylgd. Þau staðfestu fyrri niðurstöður og reyndist leiðrétt líkindahlutfall þar 3,7 (95%CI: 2,3- 5,8) fyrir að greinast með geðklofa í kjölfar reglulegrar kannabis- notkunar einstaklinga í ofangreindu þýði.10 Epidemiologic Catchment Area-rannsóknin Á árunum 1980-1984 var skipulögð umfangsmikil rannsókn, Epidemiologic Catchment Area-rannsóknin (ECA), með það að Y F I R L I T Mynd 1. Cannabis sativa. Mynd Júlíus Sigurjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.