Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.2014, Qupperneq 14

Læknablaðið - 01.09.2014, Qupperneq 14
446 LÆKNAblaðið 2014/100 árum seinna (OR: 24,2 ; 95%CI: 5,4-107,5). Leiðrétt var fyrir aldri, kynþætti, menntun, búsetu, hjúskaparstöðu og mismunun (tafla I). Þetta var miklu hærra líkindahlutfall en aðrir rannsakendur höfðu birt á þeim tíma. Áhættan var skammtaháð líkt og í fyrri rannsóknum og jókst marktækt með aukinni notkun. Þegar áhrif kannabis á geðrof voru leiðrétt fyrir áhrifum notkunar annarra vímuefna lækkaði líkindahlutfallið fyrir notkun kannabis lítið eitt en hélst samt mjög marktækt; OR 16,9 (95% CI: 3,3-86,1). Einn af styrkleikum þessarar rannsóknar er að þeir sem höfðu einkenni geðrofs við upphaf rannsóknartímans voru ekki teknir með í töl- fræðilegum útreikningum á líkindahlutfallinu. Höfundar álykta að með því móti væri vissan meiri um að aukin hætta á geðrofi hjá kannabisnotendum væri í raun afleiðing þeirrar notkunar. Að auki gátu þeir sýnt fram á að áhrif örvandi efna á geðrof voru afar lítil og ómarktæk ein og sér, en sumar fyrri rannsóknir höfðu verið gagnrýndar fyrir að leiðrétta ekki fyrir hugsanlegum samhliða áhrifum notkunar örvandi efna eins og amfetamíns. Dunedin-rannsóknin Dunedin-ferilhópurinn samanstendur af 1037 einstaklingum fæddum í Dunedin á Nýja-Sjálandi frá 1. apríl 1972 til 31. mars 1973. Hópnum hefur verið fylgt eftir allt frá fæðingu og er öllum í hópnum boðið reglulega til mats á þáttum tengdum heilsufari, ýmsum venjum og fleiri þáttum. Árið 2002 birtu Arseneault og samverkamenn rannsókn þar sem gögn sem safnað hafði verið til 26 ára aldurs lágu fyrir.14 Notkun kannabis var fyrst metin við 15 ár og aftur við 18 ára aldur. Geð- rofseinkenni voru hins vegar metin við 11 ára aldur og á ný við 26 ára aldur. Niðurstöðurnar Dunedin-ferilrannsóknarinnar voru að kannabisnotkun við 15 ára aldur jók marktækt líkur á geðrofs- einkennum fyrir 26 ára aldur. Þegar leiðrétt var fyrir geðrofsein- kennum við 11 ára aldur minnkaði þessi áhætta og var ekki lengur marktæk þótt líkindahlutfallið væri allhátt, OR 3,1 (95%CI 0,7-13,3) (tafla I). Kannabisnotkun við 18 ára aldur jók ekki marktækt líkur á geðrofseinkennum fyrir 26 ára aldur. PACE-rannsóknin The Personal Assessment and Crisis Evaluation (PACE) heilbrigðis- stofnunin er sérhæfð stofnun í Melbourne í Ástralíu, sem sérhæfir sig í rannsóknum og meðferð á ungu fólki sem er talið vera í auk- inni hættu á að fá geðrofssjúkdóm, til að mynda vegna ættarsögu.15 Til að flokkast í hárri áhættu á geðrofi og mega þiggja þjónustu stofnunarinnar verða einstaklingarnir að uppfylla ákveðin skil- yrði. Meðal þeirra er að hafa ekki farið í geðrof og ekki heldur verið á geðrofslyfjum. Aldur einstaklinga í þýðinu var frá 14 til 30 ára á rannsóknartímanum. Rannsókn byggð á sambandi kannabisnotkunar og geðrofs í þessu þýði var birt árið 2002. Rannsakendur fylgdu síðan 100 ein- staklingum úr hópnum eftir í eitt ár.16 Í upphafi var notast við skil- greinda kvarða til að meta félagslega hæfni, geðrofseinkenni og fleira. Kannabisnotkun var metin af þátttakendum og var notast við DSM-IV skilgreiningu á kannabisfíkn. Eftir 12 mánaða eftir- fylgd höfðu 39% þeirra sem háðir voru kannabisefnum þróað með sér geðrof samanborið við 31% þeirra sem ekki voru háðir efninu en munurinn mældist ekki marktækur (líkindahlutfall ekki birt í grein) (tafla I). Hópnum var einnig skipt upp eftir tíðni kannabis- notkunar. Aftur fannst ekki marktækur munur á algengi geðrofs milli þeirra sem notuðu kannabis einu sinni eða oftar í viku samanborið við þá sem notuðu það einu sinni eða sjaldnar en einu sinni í viku (37% á móti 39%, í sömu röð). Christchurch Health and Developmental-rannsóknin Christchurch Health and Developmental ferilhópurinn (CHDS) sam- anstendur af 1265 einstaklingum fæddum í Christchurch á Nýja- Sjálandi árið 1977. Hópnum hefur verið fylgt eftir frá fæðingu og einstaklingum í honum er reglulega boðið að koma til mats á þáttum tengdum heilsufari, venjum og öðru. Meðal annars er spurt um kannabisnotkun, einkenni geðrofs og önnur einkenni geðsjúkdóma. Árið 2003 birtu Fergusson og samverkamenn grein um tengsl kannabisnotkunar og geðrofseinkenna.17 Notuð voru gögn úr CHDS sem aflað var við 18 ára og 21 árs aldur. Staðlaðir spurn- ingalistar voru notaðir til mats og var tímasetningu kannabis- notkunar og geðrofseinkenna gerð góð skil. Niðurstöður voru að einstaklingar sem notuðu kannabis voru marktækt líklegri til að hafa fengið geðrofseinkenni. Leiðrétt líkindahlutfall reyndist 1,8 (95%CI 1,2-2,6) (tafla I). Árið 2005 birtu Fergusson og samverkamenn grein þar sem tengslin á milli notkunar kannabis og geðrofs voru rannsökuð frekar í sama ferilhópi.18 Í þetta sinn voru gögn notuð frá mati sem gert var þegar einstaklingarnir voru 18 ára, 21 árs og 25 ára gamlir. Niðurstöður sýndu að nýgengishlutfall geðrofseinkenna (incidence rate ratio, IRR) þeirra sem notuðu kannabis daglega var um 60% hærra en hjá viðmiðunarhópnum (IRR 1,6; 95%CI 1,2-2,0). Sýnt var fram á marktæk tengsl milli mikillar notkunar kannabis og geðrofs í kjölfarið. Höfundar ályktuðu að orsakatengsl væru á milli notk- unar kannabis og þróunar geðrofseinkenna sem ekki væri hægt að skýra með hliðsjón af hugsanlegum truflandi þáttum á borð við ýmsa félagslega þætti, fyrri sögu um geðsjúkdóma eða með hlið- sjón af notkun annarra vímuefna. Early developmental stages of pathology-rannsóknin (EDSP) Þýskur rannsóknarhópur í München hóf framskyggna ferilrann- sókn árið 1994 til að meta faraldsfræði og þróun geðsjúkdóma. Slembiúrtaki 3021 manna hóps á aldrinum 14 til 24 ára var fylgt eftir í 10 ár þar sem einstaklingarnir svöruðu spurningalistum (Munich Composite International Diagnostic Interview) með nokkurra ára millibili. Lögð var áhersla á að meta algengi geð- sjúkdóma, einkenni þeirra og fylgisjúkdóma (comorbidity). Tvær ferilrannsóknir um tengsl kannabisnotkunar og einkenni geðrofs í EDSP hafa verið birtar. Henquet og samverkamenn birtu þá fyrri árið 2005 og byggðist hún á fjögurra ára eftirfylgd.19 Fullnægjandi gögn um notkun kannabis og geðrofseinkenni lágu þá fyrir frá 81% hópsins. Meðalaldur við upphaf rannsóknartímabilsins var 18,3 ár. Í ljós kom að sá hópur sem notaði kannabis við upphaf rannsóknarinnar var 1,7 sinnum líklegri til þess að hafa fengið að minnsta kosti eitt einkenni geðrofs fjórum árum síðar. Leiðrétt var fyrir aldri, kyni, félagslegri stöðu, búsetu í borg, áföllum í æsku, einkennum geðrofs við upphaf rannsóknar, reykingum, neyslu alkóhóls og annarra vímuefna. Áhættan var háð tíðni kannabis- Y F I R L I T
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.