Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.2014, Qupperneq 21

Læknablaðið - 01.09.2014, Qupperneq 21
LÆKNAblaðið 2014/100 453 Inngangur Æxli í hóstarkirtli, eitilfrumukrabbamein og góðkynja taugafrumuæxli (neuroma) eru algengustu fyrirferðir í miðmæti. Sjaldséðari eru ýmiss konar góðkynja blöðrur, eins og berkjublöðrur (bronchogenic cysts), og kalkkirtilsæxli.1 Hér er lýst afar sjaldgæfu góðkynja æxli í framanverðu miðmæti sem ekki hefur verið lýst áður hérlendis. Tilfelli Almennt hraust 59 ára gömul kona leitaði læknis vegna nokkurra mánaða sögu um hægt vaxandi kyng- ingartregðu, bæði á fasta og fljótandi fæðu. Einnig kvartaði hún um eins konar núningshljóð frá háls- inum við kyngingu en var hvorki með brjóstverk né bakflæðieinkenni. Við skoðun sást fyrirferð á neðan- verðum hálsi, mjúk viðkomu, sem ýtti barkanum til hægri. Speglun sýndi þrengsl í ofanverðu vélinda, að því er virtist vegna ytri þrýstings, en vélindaslímhúð var eðlileg. Einnig kom í ljós góðkynja sár í maga sem var jákvætt fyrir Helicobacter pylori-prófi. Hafin var meðferð með prótonpumpuhemli en beðið var með upprætingarmeðferð á Helicobacter pylori. Fengnar voru tölvusneiðmyndir af brjóstholi sem sýndu 5,7 x 5,3 x 5,0 cm blöðru ofarlega í framanverðu miðmæti. Fyrirferðin hafði góðkynja útlit enda vel afmörkuð frá nálægum vefjum, þar á meðal skjaldkirtli og hóstark- irtli (mynd 1). Á segulómskoðun sást að fyrirferðin var vökvafyllt en þrýsti á vélinda, barka og hálsæðar (mynd 2 og 3). Við ómun á skjaldkirtli sást 11 mm vel afmarkaður hnútur í hægra blaði en að öðru leyti var kirtillinn eðlilegur. Blóðprufur reyndust allar eðlilegar, þar á meðal blóðhagur, natríum, kalíum, kreatínín, lifrarpróf, TSH og kalsíum (2,33 mmól/L, viðmiðunargildi 2,15-2,60 mmól/L). Vegna þess að orsök fyrirferðarinnar var óljós og óþægindi sjúklings umtalsverð, var ákveðið að fjarlægja blöðruna með skurðaðgerð. Í gegnum skurð á neðanverðum hálsi tókst að fjarlægja blöðruna í heild sinni (mynd 4). Gangur eftir aðgerð var góður og konan var útskrifuð 1Hjarta- og lungna- skurðdeild, 2almennri skurðlækningadeild, 3meltingarlækningadeild Landspítala, 4læknadeild Háskóla Íslands. Höfundar eru öll læknar. Algengustu fyrirferðir í framanverðu miðmæti eru góðkynja æxli í hóstarkirtli en illkynja fyrirferðir eru líka vel þekktar. Hér er lýst tæplega sextugri konu með vaxandi kyngingaróþægindi og fyrirferð á hálsi. Tölvu- sneiðmyndir sýndu tæplega 6 cm stóra vel afmarkaða vökvafyllta blöðru ofarlega í framanverðu miðmæti. Blaðran var fjarlægð með skurðaðgerð og reyndist vera góðkynja kalkkirtlablaðra. Kyngingareinkenni hurfu en mælingar á kalkvaka og kalsíum í sermi bæði fyrir og eftir aðgerð voru eðlilegar. Kalkkirtlablöðrur í miðmæti eru afar sjaldgæfar en innan við 100 tilfellum hefur verið lýst í heiminum. Lýst er fyrsta íslenska tilfellinu. ÁGRIp Fyrirspurnir: Tómas Guðbjartsson tomasgud@landspitali.is Greinin barst 11. mars 2014, samþykkt til birtingar 19. ágúst 2014. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Kalkkirtlablaðra í miðmæti – sjúkratilfelli Anna Höskuldsdóttir1, Höskuldur Kristvinsson2, Hallgrímur Guðjónsson3, Arnar Geirsson1, Tómas Guðbjartsson1,4 Mynd 3. Þessi mynd af segulómskoðun sýnir að blaðran (stjarna) þrýstir á barka (rauð ör) og vélinda (gul ör). Mynd 1. Tölvusneiðmynd af brjóstholi sem sýnir vel afmarkaða lágþétta fyrirferð í framanverðu miðmæti. Mynd 2. Segulómskoðun af brjóstholi og hálssvæði sem sýnir að blaðran er vökvafyllt og vel afmörkuð frá aðlægum vefjum og líffærum. S J Ú k R a T i l F E l l i Sýklabaninn Azithromycin Actavis – Vinnur gegn bakteríusýkingum H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / A C TA V IS 4 1 3 0 8 1 Filmuhúðaðar töur, 500 mg, 2ja og 3ja stykkja pakkningar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.