Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið 2014/100 453
Inngangur
Æxli í hóstarkirtli, eitilfrumukrabbamein og góðkynja
taugafrumuæxli (neuroma) eru algengustu fyrirferðir
í miðmæti. Sjaldséðari eru ýmiss konar góðkynja
blöðrur, eins og berkjublöðrur (bronchogenic cysts), og
kalkkirtilsæxli.1 Hér er lýst afar sjaldgæfu góðkynja
æxli í framanverðu miðmæti sem ekki hefur verið lýst
áður hérlendis.
Tilfelli
Almennt hraust 59 ára gömul kona leitaði læknis
vegna nokkurra mánaða sögu um hægt vaxandi kyng-
ingartregðu, bæði á fasta og fljótandi fæðu. Einnig
kvartaði hún um eins konar núningshljóð frá háls-
inum við kyngingu en var hvorki með brjóstverk né
bakflæðieinkenni. Við skoðun sást fyrirferð á neðan-
verðum hálsi, mjúk viðkomu, sem ýtti barkanum til
hægri. Speglun sýndi þrengsl í ofanverðu vélinda, að
því er virtist vegna ytri þrýstings, en vélindaslímhúð
var eðlileg. Einnig kom í ljós góðkynja sár í maga sem
var jákvætt fyrir Helicobacter pylori-prófi. Hafin var
meðferð með prótonpumpuhemli en beðið var með
upprætingarmeðferð á Helicobacter pylori. Fengnar
voru tölvusneiðmyndir af brjóstholi sem sýndu 5,7 x
5,3 x 5,0 cm blöðru ofarlega í framanverðu miðmæti.
Fyrirferðin hafði góðkynja útlit enda vel afmörkuð frá
nálægum vefjum, þar á meðal skjaldkirtli og hóstark-
irtli (mynd 1). Á segulómskoðun sást að fyrirferðin
var vökvafyllt en þrýsti á vélinda, barka og hálsæðar
(mynd 2 og 3). Við ómun á skjaldkirtli sást 11 mm
vel afmarkaður hnútur í hægra blaði en að öðru leyti
var kirtillinn eðlilegur. Blóðprufur reyndust allar
eðlilegar, þar á meðal blóðhagur, natríum, kalíum,
kreatínín, lifrarpróf, TSH og kalsíum (2,33 mmól/L,
viðmiðunargildi 2,15-2,60 mmól/L). Vegna þess að
orsök fyrirferðarinnar var óljós og óþægindi sjúklings
umtalsverð, var ákveðið að fjarlægja blöðruna með
skurðaðgerð. Í gegnum skurð á neðanverðum hálsi
tókst að fjarlægja blöðruna í heild sinni (mynd 4).
Gangur eftir aðgerð var góður og konan var útskrifuð
1Hjarta- og lungna-
skurðdeild, 2almennri
skurðlækningadeild,
3meltingarlækningadeild
Landspítala, 4læknadeild
Háskóla Íslands.
Höfundar eru öll læknar.
Algengustu fyrirferðir í framanverðu miðmæti eru góðkynja æxli í
hóstarkirtli en illkynja fyrirferðir eru líka vel þekktar. Hér er lýst tæplega
sextugri konu með vaxandi kyngingaróþægindi og fyrirferð á hálsi. Tölvu-
sneiðmyndir sýndu tæplega 6 cm stóra vel afmarkaða vökvafyllta blöðru
ofarlega í framanverðu miðmæti. Blaðran var fjarlægð með skurðaðgerð
og reyndist vera góðkynja kalkkirtlablaðra. Kyngingareinkenni hurfu en
mælingar á kalkvaka og kalsíum í sermi bæði fyrir og eftir aðgerð voru
eðlilegar. Kalkkirtlablöðrur í miðmæti eru afar sjaldgæfar en innan við 100
tilfellum hefur verið lýst í heiminum. Lýst er fyrsta íslenska tilfellinu.
ÁGRIp
Fyrirspurnir:
Tómas Guðbjartsson
tomasgud@landspitali.is
Greinin barst
11. mars 2014,
samþykkt til birtingar
19. ágúst 2014.
Engin hagsmunatengsl
gefin upp.
Kalkkirtlablaðra í miðmæti – sjúkratilfelli
Anna Höskuldsdóttir1, Höskuldur Kristvinsson2, Hallgrímur Guðjónsson3, Arnar Geirsson1, Tómas Guðbjartsson1,4
Mynd 3. Þessi mynd af segulómskoðun sýnir að blaðran (stjarna) þrýstir
á barka (rauð ör) og vélinda (gul ör).
Mynd 1. Tölvusneiðmynd af brjóstholi sem sýnir vel afmarkaða lágþétta
fyrirferð í framanverðu miðmæti.
Mynd 2. Segulómskoðun af brjóstholi og hálssvæði sem sýnir að blaðran
er vökvafyllt og vel afmörkuð frá aðlægum vefjum og líffærum.
S J Ú k R a T i l F E l l i
Sýklabaninn
Azithromycin Actavis
– Vinnur gegn bakteríusýkingum
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
/
A
C
TA
V
IS
4
1
3
0
8
1
Filmuhúðaðar töur, 500 mg, 2ja og 3ja stykkja pakkningar