Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 25
LÆKNAblaðið 2014/100 457 Yfirlitsmynd af flæði innköllunar á körlum (ka) og konum (ko) í Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar og afleiddum rannsóknum. Upphaflega hópnum var skipt í sex minni hópa (A-F) sem komu allir til rannsóknar á tímabilinu 1967-1991 nema einn hópurinn (F) sem ekki var boðin þátttaka, heldur notaður sem viðmið. Einstaklingar komu misoft, frá 1 til 5 sinnum yfir tímabilið (skyggðir fletir). Árin 1991-1997 var hópur einstak- linga eldri en sjötugir rannsakaður. Öldrunarrannsókn Hjartaverndar (AGES) fór svo fram í tveimur áföngum milli 2002 og 2011. Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S við embætti landlæknis. Nikulás Sigfússon læknir tók þá við starf- inu til ársins 1999 þegar Vilmundur Guðnason prófessor og erfða- fræðingur varð yfirlæknir. Þeir sem unnu að skipulagningu Reykjavíkurrannsóknarinnar voru auk framangreindra, Þorsteinn Þorsteinsson lífefnafræðingur, Ottó J. Björnsson ráðgjafi í tölfræði og Helgi Sigvaldason verkfræð- ingur og yfirmaður tölvuvinnslu ásamt Davíð Davíðssyni prófess- or og yfirlækni rannsóknarstofunnar. Leitað var til Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar um ráðgjöf við hönnun rannsóknarinnar. Ólafur Ólafsson, fyrsti forstöðulæknir Hjartaverndar (1967-1972), og Sigurður Samúelsson prófessor, formaður stjórnar (1964-1990), sátu fund Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Kaupmannahöfn 1965 þar sem Reykjavíkurrannsóknin var rædd. Á þeim fundi var meðal annars Geoffrey Rose faraldsfræðingur og Z. Pisa og E.F. Cron frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, en tveir þeir síðarnefndu heimsóttu Hjartavernd sama ár til ráðgjafar um rannsóknina.2,3 Þetta var mjög mikilvægt því þannig skapaðist traustur grunnur að framtíðar vísindastarfsemi Hjartaverndar. Til rannsóknarinnar voru valdir 28 árgangar karla og kvenna á Reykjavíkursvæðinu á aldursbilinu 34-61 árs þannig að rannsóknin náði til allra karla sem fæddir voru 1907-1934 og allra kvenna fæddra 1908-1935.4,5 Það voru um 55% Íslendinga á þessu aldursskeiði, alls 30.798 manns. Lögð var áhersla á að gera allar mælingar á staðlaðan hátt og voru þetta fyrstu tölvuskráðu sjúkraskýrslurnar á Íslandi. Árið 1991 var athyglinni sérstaklega beint að þeim sem voru 70 ára og eldri. Í fyrsta sinn voru rannsakaðir einstaklingar úr ofan- greindum undirhópi (F) sem ekki hafði áður verið boðin þátttaka. Vitrænum mælingum og öðrum nýjum mælingum á öldrun var bætt við. Þessum sérstaka áfanga Reykjavíkurrannsóknarinnar lauk árið 1997. Strax frá upphafi gáfu allir skriflegt samþykki sitt áður en þeir hófu þátttöku í rannsókninni. Þátttakendur fengu ítarlegan spurningalista um heilsufar sem þeir svöruðu og var þar sérstök áhersla lögð á hjarta- og æðasjúkdóma auk annarra langvinnra sjúkdóma. Ýmsar líkamsmælingar voru gerðar og röntgenmyndir voru teknar af hjarta og lungum. Talsvert ítarlegar blóðrannsóknir voru framkvæmdar. Fyrsti sjálfvirki efnamælirinn á Íslandi var tekinn í notkun í þessari rannsókn. Djúpfryst sýni voru jafnframt geymd sem átti eftir að reynast mjög gagnlegt til mælinga síðar. Alls voru um 800 atriði skráð varðandi hvern og einn. Heildar- fjöldi þátttakenda var 19.381, eða rúmlega 70% boðaðra, sem var rúmlega þriðjungur Íslendinga á þessu aldursskeiði. Reykjavíkur- rannsóknin var sérstök að því leyti að hún náði til stórs hóps bæði karla og kvenna sem síðar var fylgt eftir í langan tíma. Niður- stöður rannsóknarinnar gefa því góða mynd af heilbrigðisástandi þessa aldurshóps þjóðarinnar á hverjum tíma og þeim breytingum sem orðið hafa í tímans rás. Þegar Sigurður Samúelsson lét af formennsku Hjartaverndar árið 1990 var Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar á góðri leið með að ná því marki sem lagt var upp með árið 1967 enda þótt Sigurði væri ljóst að úrvinnsla allrar þessarar gagnasöfnunar væri mikið verk og þyrfti aðkomu fleiri aðila.1 Ný úrvinnslustjórn var skipuð undir formennsku Guðmundar Þorgeirssonar læknis og áherslan lögð á birtingu vísindagreina í stað útgáfu skýrslna. Sú úrvinnslustjórn naut fulltingis Helga Sigvaldasonar verkfræðings sem annaðist tölfræðilega úrvinnslu. Fyrstu 20 árin var Reykjavíkurrannsóknin að mestu leyti fjár- mögnuð fyrir eigið aflafé og með skoðunum og rannsóknum á einstaklingum sem vísað var eða leituðu til stöðvarinnar. Trygg- ingastofnun ríkisins greiddi fyrir þessar rannsóknir. Í stjórnartíð Magnúsar Karls Péturssonar læknis (1990-1998) var gerður þjón- ustusamningur við Tryggingastofnun og ríkið sem veitti rann- sóknarstöðinni betra fjárhagslegt öryggi. Rétt fyrir síðustu aldamót jukust umsvif rannsóknarstarfs Hjartaverndar umtalsvert, fyrst og fremst vegna aukins rannsókn- arfjár sem fékkst meðal annars úr samkeppnissjóðum. Þetta voru fjármunir frá íslenskum sjóðum eins og Rannís og fé frá alþjóðleg- um rannsóknarsamkeppnisjóðum, til dæmis frá National Institute of Health (NIH) í Bandaríkjunum og rannsóknarfé frá Evrópusam- bandinu. Enn í dag árið 2014 er Rannsóknarstöð Hjartaverndar að mestu rekin fyrir slíkt styrktarfé. Öldrunarrannsókn Hjartaverndar: framhald Reykjavíkurrannsóknarinnar Árið 1998 höfðu fulltrúar Öldrunarstofnunar bandaríska heil- brigðisráðuneytisins (National Institute on Aging, NIA) samband við Hjartavernd til að kanna grundvöll þess að Hjartavernd myndi sækja um fjármagn til NIA til að rannsaka eftirlifandi þátttak- endur úr Reykjavíkurrannsókninni. NIA hafði áhuga á að finna þýði sem hafði verið rannsakað í langan tíma og væri komið á efri ár en innihéldi samt nægilegan fjölda eftirlifenda sem unnt væri að framkvæma faraldsfræðirannsóknir á. Markmið NIA var að bæta myndgreiningu við hefðbundna faraldsfræði til þess kanna forstigsbreytingar sjúkdóma, það er að segja sjúkdóma sem ekki væru orðnir klínískir. Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar var ein af þessum rannsóknum sem haft var samband við. Ákveðið var eftir samningafundi með fulltrúum NIA að kanna grundvöll fyrir því að nota Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar. Hjartavernd tók þátt í að gera tillögu að því með hvaða hætti yrði staðið að slíkri rannsókn og þremur árum seinna, eða árið 2001, var skrifað undir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.