Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.2014, Qupperneq 27

Læknablaðið - 01.09.2014, Qupperneq 27
LÆKNAblaðið 2014/100 459 Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S Nokkrar niðurstöður Við upphaf Reykjavíkurrannsóknarinnar voru niðurstöður farnar að birtast frá Framingham-rannsókninni í Bandaríkjunum um áhættuþætti kransæðasjúkdóma. Ekki var unnt að fullyrða að þeir væru þeir sömu hérlendis nema með því að rannsaka það nánar. Hjartavernd birti niðurstöður sínar eftir að fyrsta hópnum í Reykjavíkurrannsókninni hafði verið fylgt eftir í allt að 17 ár með tilliti til dauðsfalla af völdum kransæðasjúkdóma. Niðurstöðurnar náðu bæði til karla og kvenna og gáfu svipaðar niðurstöður og Framingham-rannsóknin þar sem aldur, kólesteról og þríglýseríð í sermi, reykingar og slagbilsblóðþrýstingur reyndust marktækur sjálfstæður áhættuþáttur hjá báðum kynjum.17 Viðbótaráhættan sem tengdist hverjum áhættuþætti var þó mun lægri meðal kvenna en karla enda dánartölur kvenna úr kransæðasjúkdómi mun lægri en karla.18 Lilja Jónsdóttir og félagar birtu síðan frekari eftirfylgni allt að 28 árum þar sem áherslan var lögð á áhættu meðal kvenna.19 Heildar- kólesteról í blóði reyndist jafnsterkur hlutfallslegur áhættuþáttur hjá báðum kynjum en minnkandi með aldri. Hlutfallsleg áhætta var hins vegar hærri meðal kvenna samfara miklum reykingum, sykursýki og háum þrýglíseríðum í blóði og slagbilsþrýstingur var sterkari áhættuþáttur en hlébilsþrýstingur. Stórreykingar breyttu því áhættunni á kransæðadauða hjá konum í sömu áhættu og hjá körlum. Á árinu 1981 hóf Rannsóknarstöð Hjartaverndar fyrir Íslands hönd þátttöku í fjölþjóðlegri rannsókn Alþjóðaheilbrigðisstofnun- arinnar á hjarta- og æðasjúkdómum (Multinational monitoring of trends and determinants in cardiovascular diseases (MONICA)). Þessi þátttaka fólst í skráningu á öllum kransæðastíflutilfellum á landinu, hjá einstaklingum milli 25-74 ára. Samtímis var hér um að ræða áhættuþáttakönnun og athugun á meðferð kransæða- stíflu á sjúkrahúsum landsins milli áranna 1983 og 1993. Þetta gaf viðbótarmöguleika á rannsókn á tengingu áhættuþátta og nýgengi og algengi kransæðasjúkdóms á Íslandi, ekki eingöngu dánarorsökum eins og áður. Hjartavernd sá um skráningu krans- æðasjúkdóma og kransæðaaðgerða allt til ársins 2007 en þá var skráningin færð á ábyrgð Embættis landlæknis samkvæmt lögum frá Alþingi. Árið 2010 gerði Embættið samning við Hjartavernd um áframhaldandi skráningu. Þegar Evrópusamtök hjartalækna birtu áhættumat fyrir krans- æðadauðsföll var staðfest að áhættuþættirnir í Reykjavíkurrann- sókninni væru nánast samir að styrkleika og þeir evrópsku.18 Gögn Hjartaverndar gáfu hins vegar möguleika á að meta áhættuna með tilliti til kransæðastíflu eða kransæðaaðgerðar, sem var nokkurn veginn helmingi hærri áhætta en fyrir dauðsföll af völdum blóð- þurrðarsjúkdóma18 eins og notast var við í áhættumati Evrópu- samtakanna. Rannsóknir Hjartaverndar sýndu að íslenskar konur eru að meðaltali í lágri áhættu á dauða af völdum hjarta- og æða- sjúkdóma fyrir 75 ára aldur. Íslenskir karlar eru hins vegar aðeins ofan við meðaláhættu í allri Evrópu. Gögn Hjartaverndar eru því mikilvæg til að sýna stöðu mála á Íslandi og mikill styrkur fyrir Íslendinga að eiga sitt eigið áhættumat varðandi hjarta- og æða- sjúkdóma. Árið 2007 birtu Thor Aspelund og félagar Áhættureikni Hjarta- verndar sem síðar var gerður aðgengilegur öllum á veraldarvefn- um, hjarta.is. Þar er áhættan á því að fá kransæðasjúkdóm á næstu 10 árum reiknuð út frá þeim áhættuþáttum sem staðfestir höfðu verið sem sjálfstæðir áhættuþættir í Reykjavíkurrannsókninni. Til viðbótar áðurnefndum áhættuþáttum er þar einnig tekið mið af öðrum sjálfstæðum áhættuþáttum eins og líkamshreyfingu í frí- stundum, sykursýki og sögu um kransæðasjúkdóm í nánum ætt- ingjum. Margrét Andrésdóttir og félagar höfðu áður sýnt fram á nær tvöfalda áhættu í fyrstu gráðu ættingjum þeirra sem fengið höfðu kransæðastíflu og sú áhætta var að mestu óháð öðrum áhættuþáttum.20 Þessi rannsókn benti til að um 15% kransæðatil- fella mætti tengja þessum ættlægu þáttum. Breytingar á tíðni kransæðasjúkdóma og helstu áhættuþátta Samkvæmt dánarmeinaskrá Hagstofu Íslands fór dánartíðni karla og kvenna vegna blóðþurrðarsjúkdóma í hjarta stöðugt vaxandi frá 1950 til 1970 en stóð síðan nokkurn veginn í stað til ársins 1980. Hjartavernd hefur annast skráningu kransæðasjúkdóma meðal fólks á aldrinum 25-74 ára fyrir allt Ísland frá árinu 1981 (og fyrir þátttakendur Reykjavíkurrannsóknarinnar sem fá kransæðasjúk- dóma eldri en 75 ára) og nær hún til allra tilfella kransæðastíflu (fyrstu eða endurtekinnar) sem og kransæðaaðgerða á sjúkra- húsum. Þetta gaf því tækifæri til að greina tíðni nýrra og endur- tekinna tilfella ásamt dauðsföllum af þessum sökum. Nikulás Sigfússon og félagar gerðu slíka úttekt fyrir tímabillið 1981-1999 sem sýndi að dánartíðni af þessum sökum hafði lækkað um 55% fyrir bæði kyn (enn meira, eða um 86%, fyrir yngri hópa) og sýndi að 40% heildarlækkunarinnar var vegna lægra nýgengis fyrstu til- fella, 40% vegna færri endurtekinna tilfella og 20% vegna lækk- unar á dánartíðni kransæðastíflu.21,22 Gögn Hjartaverndar gáfu einnig tækifæri til að kanna tengsl lækkunar á tíðni kransæðasjúkdóma á Íslandi í tengslum við breytingar á áhættuþáttunum. Þetta var fyrst kannað fyrir tíma- bilið 1968-1988 og sýndi að skýra mátti fækkun kransæðatilfella að stórum hluta (75%) út frá æskilegum breytingum á þremur helstu áhættuþáttunum, kólesteróli, reykingum og slagbilsblóð- Fyrstu læknar Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar, Ólafur Ólafsson yfirlæknir og Nikulás Sigfússon sérfræðingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.