Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.2014, Qupperneq 28

Læknablaðið - 01.09.2014, Qupperneq 28
460 LÆKNAblaðið 2014/100 S a G a l æ k n i S F R æ ð i n n a R þrýstingi. Vísindamenn Hjartaverndar voru með þeim fyrstu til að sýna fram á þetta og birta í vísindagrein í British Medical Journal árið 1991, sem hlaut verðskuldaða athygli.23 Þetta var kannað að nýju fyrir tímabilið 1981-2006 í samvinnu við enskan vísindamann, Simon Capewell, sem þróað hafði reiknilíkan til að svara svip- uðum spurningum (IMPACT model). Þar var einnig tekið mið af meðferð á sjúkrahúsunum, svo sem lyfja- og skurðmeðferð. Niður- stöðurnar sýndu að skýra mætti 73% af heildarlækkun út frá breyt- ingum á áhættuþáttum: kólesteróli, reykingum, slagbilsþrýstingi og aukinni hreyfingu. Þetta endurspeglast í 66% lækkun á nýgengi kransæðastíflu á sama tímabili. Reikna mátti út að á árinu 2006 urðu nær 500 færri kransæðastíflutilfelli og 295 færri dauðsföll af þeim sökum á Íslandi miðað við ef ástandið hefði haldist óbreytt frá árinu 1981. Kólesteróllækkunin sem varð á þessu tímabili skýrði næstum þriðjung þessa árangurs. Þetta átti sér stað þrátt fyrir þá þyngdaraukningu sem varð á tímabilinu og aukningu á sykursýki.24 Þessar niðurstöður undirstrika því mikilvægi lífs- stílsbreytinga hjá íslensku þjóðinni fyrir fækkun kransæðatilfella á Íslandi síðustu áratugina. Í framhaldi af þessu hafa Rósa Björk Þórólfsdóttir, Karl Andersen og félagar spáð fyrir um líklegar breytingar á tíðni kransæðasjúkdóma á Íslandi út frá mismunandi þróun áhættuþáttanna. Ef allt færi á besta veg, reykingar tilheyrðu liðinni tíð, kólesteról lækkaði í 4,5 mmól/l og þjóðin næði kjör- þyngd, myndu ótímabær dauðsföll af völdum kransæðasjúkdóma nánast hverfa í kringum árið 2040. Einstakir áhættuþættir Breytingar á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma má sjá mynd- rænt í Handbók Hjartaverndar sem gefin var út í tilefni af 40 ára afmæli Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar árið 2007 (hjarta.is/ut- gafa/handbok-hjartaverndar). Hér verður lýst í stuttu máli breyt- ingum á helstu áhættuþáttum samkvæmt gögnum Hjartaverndar frá 1967 og ýmsum rannsóknum sem gerðar hafa verið á þeim. Reykingar Um 1970 reyktu um 60% miðaldra karla og um 45% kvenna á Ís- landi en 20% beggja kynja voru stórreykingamenn sem reyktu einn pakka á dag eða meira. Á næstu 30 árum lækkaði tíðni reykinga í 36% meðal karla og í 32% meðal kvenna. Fyrst og fremst fækkaði þeim sem að reyktu lítið.26 Árið 2006 var þessi tala komin niður í 22%.24 Gögn Hjartaverndar sýndu að ævilíkur reykingafólks voru mun styttri og hjá stórreykingafólki og að minnsta kosti 10 árum skemmri miðað við þá sem aldrei höfðu reykt. Ávinningur af því að hætta að reykja gat numið 4-7 árum eftir því á hvaða aldri hætt var að reykja.27 Það er athyglisvert að áhættan á kransæðasjúk- dómi fór vaxandi meðal kvenna með auknum fjölda sígaretta sem reyktar voru dags daglega en karlar náðu hámarksáhættu við 15 sígarettur á dag.27 Á 10. áratug síðustu aldar var þriðja hvert dauðsfall í aldurs- hópi 35-69 ára tengt reykingum og á þessum tíma dó að meðaltali einn Íslendingur á dag úr reykingatengdum sjúkdómum (hjarta- og æðasjúkdómum, lungnasjúkdómum og krabbameinum) sam- kvæmt útreikningum Hjartaverndar.28 Fyrir árið 2006 þegar reyk- ingatíðni karla og kvenna var komin niður í 22% voru að minnsta kosti 100 færri dauðsföll á ári vegna reykingatengdra sjúkdóma. Blóðþrýstingur Hár blóðþrýstingur er einn af aðaláhættuþáttum hjarta og æða- sjúkdóma, auk þess að vera áhættuþáttur fyrir heilablóðföll. Sam- kvæmt gögnum úr Reykjavíkurrannsókninni hefur meðal slag- bilsblóðþrýstingur 45-65 ára Íslendinga lækkað umtalsvert frá árinu 1967 er hann var 140 mmHg hjá körlum og 145 mmHg kon- um en árið 1987 var hann kominn niður í 135 mmHg hjá körlum og 130 mmHg hjá konum. Árið 2007 var slagbilsblóðþrýstingurinn hjá körlum kominn niður í 130 mmHg og 125 mmHg hjá konum. Erfitt er að átta sig á hvers vegna þetta er en líklegt er að það megi rekja til þátta eins og minnkandi saltneyslu þjóðarinnar eins og kannanir Manneldisráðs frá árunum 2002 og 2011 benda til.29 Stjórnendur Hjarta- verndar frá upphafi. Myndin er tekin árið 2004. Efri röð frá vinstri: Magnús Karl Pétursson formaður stjórnar 1990-1998, Gunnar Sigurðsson formaður stjórnar frá árinu 1998, Vilmundur Guðnason forstöðulækn- ir frá árinu 1999, Ólafur Ólafsson forstöðulæknir 1967-1972. Neðri röð frá vinstri: Nikulás Sigfús- son forstöðulæknir 1972-1999 og Sigurður Samúelsson formaður stjórnar 1964-1990.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.