Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.2014, Qupperneq 36

Læknablaðið - 01.09.2014, Qupperneq 36
468 LÆKNAblaðið 2014/100 Gangráðsígræðslur Fyrsti sjúklingurinn fékk ígræddan gervigangráð árið 1958 í Kar- olinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Sá góði maður þurfti að fá 26 ný tæki á lífsleiðinni uns hann dó 2001, þá 86 ára. Örfáir Íslendingar fengu gervigangráð í Danmörk og Guð- mundur Bjarnason barnaskurðlæknir, vanur æðaþræðingum hjá börnum, setti inn gangráðsleiðslu á Landspítalanum árið 1968. Við tilkomu þræðingarstofunnar voru útveguð nauðsynleg mælitæki til að mæla lægstu rafspennu sem þurfti til að örva sam- drátt hjartans. Fór fyrsta gangráðsígræðslan fram 24. maí 1969 og fengu 17 sjúklingar gervigangráði þetta fyrsta hálfa ár. Þá voru aðeins til tæki sem sendu án afláts rafstraum 70 sinnum á mínútu inn í hjartað, kallaðir „fixed rate“ gangráðir. Þetta voru þungir hlunkar með kvikasilfursrafhlöðum sem entust takmarkaðan tíma (mynd 5). Þeir höfðu tilhneigingu til að skríða undir húðinni niður eftir líkamanum eða út í gegnum húðina. Það þurfti að skera og leita að bláæð utan á brjóstgrindinni til að koma gangráðsvírn- um áleiðis inn í hægri hjartahólfin. Vírinn var stökkur og átti til að brotna. Það var því nokkuð algengt að eitthvað færi úrskeiðis og gangráðskerfið hætti að virka. Þá þurfti í skyndi að gera bráða aðgerð til að finna nýja æð. Í fyrstu var það Grétar Ólafsson brjóst- holsskurðlæknir sem framkvæmdi þessar aðgerðir. Í endurminn- ingunni vorum við yfirleitt að þessu á nóttunni eða helgidögum! Íslendingum með gervigangráð fjölgaði ört og tækninni fleygði fram. Sem betur fer kom Gizur Gottskálksson sérfræðingur í raf- lífeðlisfræði hjartans á Landspítalann og þá urðu kaflaskipti í meðferð þessara flóknu sjúkdóma. Hjartaskurðaðgerðir erlendis til ársins 1986 Fáeinir Íslendingar fóru í hjartaskurð ytra áður en hjartaþræðingar hófust á Landspítalanum. Samið var við Hammersmith-sjúkra- húsið og barnaspítalann í Great Ormond Street í London um að taka við íslenskum sjúklingum. Í byrjun voru meðfæddir hjarta- gallar og hjartalokusjúkdómar ástæða aðgerðanna. Favoloro sem starfaði í Cleveland lýsti 1968 hjáveituaðgerð á kransæðum þar sem bláæðabút teknum úr læri sjúklingsins var skeytt milli ósæðar og kransæðar handan við lokun eða þrengsli.6 Fyrstu kransæðasjúklingarnir frá okkur fóru í aðgerð 1973. Þess- um aðgerðum fjölgaði mjög ört og höfðu 724 hjáveituaðgerðir af samtals tæplega 1100 hjartaaðgerðum af öllum toga verið fram- kvæmdar ytra 1986 (mynd 4). Grüntzig í Zürich í Sviss þræddi árið 1977 æðaþráð með sam- föllnum belg inn í vinstri kransæð sjúklings og þegar þráðurinn var staddur inni í þrengslum í æðinni blés hann upp belginn og þrengslin snarminnkuðu.7 Þetta reyndist heillaráð og er nú langal- gengasta inngripið við kransæðaþrengslum. Í þá tíð mátti ekki beita þessari aðferð nema fyrir hendi væri hjartaskurðteymi. Okk- Mynd 3. Hjartaþræðing í litla herberginu (Ljósmyndasafn spítalans). Mynd 4. Fjöldi hjartaþræðinga á Íslandi (kvarðinn á ordinat til vinstri) og hjáæða- skurðaðgerða og kransæðavíkkana í erlendum sjúkrahúsum 1971-1986 (kvarðinn til hægri). S a G a l æ k n i S F R æ ð i n n a R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.