Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 37
 LÆKNAblaðið 2014/100 469 ur fagfólkinu fannst fáránlegt að senda hundruð sjúklinga utan í meðferð sem fáanleg væri hér og sóttum fast að stjórnvöldum og embættismönnum. Loks hófust hjáveituaðgerðir á Landspítal- anum 1986 og þá gat Kristján Eyjólfsson farið að gera innæðaað- gerðir ásamt Einari Jónmundssyni röntgenlækni. Forvarnir Af framanrituðu mætti ætla að hjartalæknar hafi varið öllum stundum síðastliðna hálfa öld inni á aðgerðarstofum, en því fer víðs fjarri. Á göngudeildum og læknastofum fer fram mikilvæg- asta verkefnið sem er greining áhættuþátta hjarta- og æðasjúk- dóma og hvernig skuli við þeim brugðist. Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar hófst 1967 að frumkvæði Sigurðar Samúelssonar. Voru 30.000 einstaklingar rannsakaðir og fylgst með þeim síðan. Hafa niðurstöður rannsókna Hjartaverndar lagt grunn að skynsamlegum ráðleggingum til Íslendinga um hvernig forðast skuli hjarta- og æðasjúkdóma. Göngudeild fyrir háan blóðþrýsting og blóðfitur var stofnuð 1977 og enn var Sigurður Samúelsson í forsvari. Auk þess að kljást við áhættuþættina fór þar fram vísindavinna, meðal annars þátttaka í fjölþjóðlegum rannsóknum. Fyrir 10 árum var stofnuð göngudeild fyrir hjartabilaða. Með fínstillingu meðferðar og ná- kvæmu eftirliti er komið í veg fyrir versnun og lífsgæði bætt. Í upphafi var sagt frá faraldri æðakölkunarsjúkdómsins. Á þessari hálfu öld hefur tekist að snúa vörn í sókn. Dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma í yngri aldursflokkum hefur snar- Mynd 5. Gangráðar: Til vinstri frá 1969 vegur 200 grömm, nýr vegur 20 grömm. Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S 1. Thorsteinsson SB, Hardarson Th, Samúelsson S. 151 sjúklingur með kransæðastíflu á lyflæknisdeild Landspítalans 1966-1968. Læknablaðið 1971; 57: 255-73. 2. Julian DG. Treatment of cardiac arrest in acute myocardial iscaemia and infarction. Lancet 1961; 2: 840-4. 3. Forssman W. Catheterization of the right heart. Klin. Wochenschr 1929; 8: 2085-7. 4. Cournand AF, Ranges HS. Catheterization of the right auricle in man. Proc Soc Exp Biol Med 1941; 46: 462-6. 5. Sones FM Jr, Shirey EK. Cine coronary arteriography. Mod Concepts Cardiovasc Dis 1962; 31: 735. 6. Favaloro RG. Saphenous vein graft in the surgical treatment of coronary artery disease. Operative technique. J Thorac Cardiovasc Surg 1969; 58: 178-85. 7. Grüntzig AR, Senning A, Siegenthaler WE. Nonoperative dilation of coronary artery stenosis: percutaneous transluminal coronary angioplasty. N Engl J Med 1979; 301: 61-8. Heimildir fækkað. Orsök æðakölkunarinnar er ófundin og því er framundan mikið verk að vinna. Hér lýkur hugleiðingum höfundar af innleiðingu nokkurra nýjunga í hjartalækningum á Landspítalanum. Ekki er sagt frá stórfelldum tæknilegum framförum síðustu áratugina, vísinda- rannsóknum og kennslu, og aðeins örfá nöfn nefnd af aragrúa frábærs fólks sem kom við sögu í ótal hlutverkum, og því síður rakin þróun hjartalækninga á öðrum sjúkrahúsum, Borgarspítala, Landakotsspítala og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Forxiga 10 mg filmuhúðaðar töflur. AstraZeneca. A 10 BX 09. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS – Styttur texti SPC.  Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti. Innihaldslýsing: Hver tafla inniheldur dapagliflozin propanediol einhýdrat sem jafngildir 10 mg af dapagliflozini. Hjálparefni með þekkta verkun: Hver tafla inniheldur 50 mg af vatnsfríum laktósa. Ábendingar: Forxiga er ætlað fullorðnum, 18 ára og eldri, með sykursýki af tegund 2, til þess að bæta stjórn á blóðsykri sem: Einlyfjameðferð: Þegar sérstakt mataræði og hreyfing eingöngu hefur ekki nægt til að ná stjórn á blóðsykri hjá sjúklingum sem álitið er að metformin henti ekki vegna óþols. Samsett  viðbótarmeðferð: Ásamt öðrum blóðsykurslækkandi lyfjum, þ.m.t insúlíni, þegar þau ásamt sérstöku mataræði og hreyfingu veita ekki nægjanlega stjórn á blóðsykri. Skammtar og lyfjagjöf: Skammtar: Einlyfjameðferð og samsett viðbótarmeðferð: Ráðlagður skammtur er 10 mg af dapagliflozini einu sinni á sólarhring í einlyfjameðferð og sem samsett viðbótarmeðferð með öðrum blóðsykurslækkandi lyfjum, þ.m.t. insúlíni. Þegar dapagliflozin er notað samhliða insúlíni eða lyfjum sem örva insúlínseytingu, eins og súlfónýlúrealyfi, skal íhuga að minnka skammt insúlíns eða lyfs sem örvar insúlínseytingu til að minnka líkur á blóðsykursfalli. Sérstakir sjúklingahópar: Skert nýrnastarfsemi: Verkun dapagliflozins er háð nýrnastarfsemi, og verkun er minni hjá sjúklingum með miðlungsmikið skerta nýrnastarfsemi og er líklega engin hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi. Ekki er ráðlagt að nota Forxiga hjá sjúklingum með miðlungsmikið til verulega skerta nýrnastarfsemi (sjúklingar með kreatínínúthreinsun [CrCl] < 60 ml/ mín. eða áætlaðan gaukulsíunarhraða [eGRF] < 60 ml/mín./1,73 m2). Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með vægt skerta nýrnastarfsemi. Skert lifrarstarfsemi: Ekki er þörf á aðlögun skammta hjá sjúklingum með vægt eða miðlungsmikið skerta lifrarstarfsemi. Hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi er ráðlagður upphafsskammtur 5 mg. Ef hann þolist vel, má stækka skammtinn í 10 mg. Aldraðir (≥ 65 ára): Almennt er ekki þörf á aðlögun skammta á grundvelli aldurs. Taka skal tillit til nýrnastarfsemi og hættu á vökvaskorti. Vegna takmarkaðrar reynslu af meðferð sjúklinga, 75 ára og eldri, er ekki ráðlagt að hefja meðferð með dapagliflozini. Börn: Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun dapagliflozins hjá börnum á aldrinum 0 til <18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir. Lyfjagjöf: Forxiga má taka inn einu sinni á sólarhring, með eða án fæðu, hvenær dagsins sem er. Töflurnar á að gleypa í heilu lagi. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is Markaðsleyfishafi: BristolMyers Squibb/AstraZeneca EEIG, BristolMyers Squibb House, Uxbridge Business Park, Sanderson Road, Uxbridge, Middlesex, UB8 1DH, Bretland. Nánari upplýsingar um lyfið fást hjá umboðsaðila á Íslandi sem er Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, sími: 535-7000. Textinn var síðast samþykktur 22. maí 2014. Ath. textinn er styttur. Sjá nánar undir Lyfjaupplýsingar á vef Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is Pakkningar og verð: Forxiga 10mg, 28 stk. : kr. 9.876; 10mg, 98 stk. : kr. 28.876. Ágúst 2014. Afgreiðslutilhögun: R. Greiðsluþátttaka: G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.