Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.2014, Side 41

Læknablaðið - 01.09.2014, Side 41
LÆKNAblaðið 2014/100 473 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R ýmis önnur gagnakerfi fyrir greinum úr blaðinu. Þetta er mikilvægt, til dæmis í ljósi þess að Háskóli Íslands gerir kröfur um að menn skrái greinar sínar inn í hátt metna gagnagrunna. Við þurftum að gera nokkrar atrennur að Medline/Pubmed. Við vorum frá undarlegu málsvæði og allt sem ekki var á ensku var litið hornauga. Þó voru systur- blöð okkar á Norðurlöndum þarna inni. Lykillinn að því að komast inn var að geta sýnt fram á að ritrýniferillinn væri í sam- ræmi við góðar reglur vísindalegra blaða, svo sem að hluti ferilsins færi fram utan ritstjórnar, það væri ekki bara sú fámenna klíka sem tæki ákvarðanir um hvaða greinar mættu birtast. – Því fylgir væntanlega töluverð vinna að viðhalda þessu. „Já, það þurfti að fylgjast vel með því að ritrýnin virkaði rétt. Við þurftum að vanda valið á ritrýnum og fylgjast með því að þeir ynnu vinnu sína hratt og vel. Það gat verið dálítið snúið því margir eru viðkvæmir fyrir gagnrýni eins og gengur. Sumir ritrýnar gátu verið dálitlir hrossabrestir og þá varð að sía frá verstu ummælin áður en höfundur fékk að sjá þau. Við urðum að taka tillit til þess að fræðigreinarnar byggðust oftar en ekki á margra mánaða og jafnvel ára vinnu og yfirlegu. Þess vegna skipti máli að ritrýnin sem höfundar fengju væri málefnaleg og meiddi þá ekki. Þetta getur verið töluverð- ur línudans því ritrýnirinn er valinn af ritstjórn og hún getur ekki gengið framhjá því sem hann segir.“ Leitin að hlutlausum ritrýni Um ritrýni læknablaða er farið eftir reglum sem settar hafa verið fram af svo- nefndum Vancouver-hópi en í honum sitja ritstjórar þekktustu læknablaða í heimi. „Já, alþjóðleg samtök ritstjórna fræðirita hafa gert þessar vinnureglur að sínum. Í þeim er mikil áhersla lögð á að ritrýnar séu óháðir efninu sem þeir fjalla um. Þess vegna þarf að gæta að því við val á rit- rýnum að efni greinar stangist ekki á við hagsmuni þeirra eða yfirlýstar skoðanir. Það sama gildir um ritstjórnina, hún verður að hafa siðferðisþrek til þess að segja sig frá málum sem hún er tengd. Þetta kom oft fyrir, því ritstjórnarmenn voru sjálfir virkir í rannsóknum og skrif- um. Einnig gat verið snúið í fámennum sérgreinum að finna ritrýna sem ekki tengdust höfundum eða efni greina. Við leituðum stundum eftir ritrýnum sem starfa í útlöndum en það var að sjálfsögðu háð því að viðkomandi gæti lesið og skrifað íslensku. Sem betur fer er mikið af íslenskum læknum sem starfa erlendis og margir þeirra eru með reynslu af því að birta Vilhjálmur á skrifstofu sinni í Háskóla Íslands. Mynd: Hávar Sigurjónsson.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.