Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.2014, Qupperneq 42

Læknablaðið - 01.09.2014, Qupperneq 42
474 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R greinar í erlendum fræðiritum. Þeir þekkja því ritrýniferilinn vel, sem er nauðsynlegt fyrir ritrýni. Ritrýnirinn fær ekki borgað og það eina sem hann fær fyrir ómakið er að aðrir lesa yfir hans eigin greinar. Hann gerir þetta fyrir fræðasamfélagið í því skyni að bæta skrifin og rannsókn- irnar. Þetta er ekki til að bekkjast við fólk heldur leiða vísindin fram á við. Oft koma ritrýnar auga á eitthvað sem höfundar eru blindir fyrir. Ýmsir hafa illan bifur á þessari ritrýni og hún hefur stöðugt verið til umræðu meðal vísindamanna. En þótt hún sé oft gagnrýnd þá er ekkert annað til sem er betra. Það eru gerðar miklar rannsóknir á ritrýni. Er hún „blinduð“ sem kallað er eða veit ritrýnirinn hver höfundurinn er? Það hafa líka verið gerðar tilraunir með opið ritrýniferli þar sem höfundurinn veit hver ritrýnirinn er og í sumum blöðum er farið að birta ritrýnina með greininni. Þá þurfa menn að hemja tilfinningar sínar af því þeir vita af birtingu. Við fórum ekki út í þessar aðferðir. Við reyndum að blinda ritrýni eins og framast var kostur en litum stöku sinnum framhjá því að menn þekktust. Vissulega gat efni greinarinnar komið upp um höfunda en þá reyndum við að fá ritrýna úr skyldri grein. Sameining spítalanna gerði þetta óneitanlega erfiðara því þótt ekki sé langt á milli Fossvogs og Hringbrautar skapaði sá spölur ákveðinn aðskilnað sem gat komið sér vel.“ Heiðarleiki í vísindum Í Vancouver-reglunum er sérstaklega tekið fram að ritrýnar eigi að vera heiðarlegir, þeir megi ekki stela hugmyndum úr þeim greinum sem þeir fá til yfirlestrar. Þetta kann að hljóma undarlega en áhersla á þetta hefur vaxið töluvert á síðustu árum. „Já, þetta er sérstakur kafli sem við þurfum að huga að hér á Íslandi. Svindl í vísindum, bæði þjófnaður á texta og greinum og hreinar falsanir á niður- stöðum, eiga sér því miður stundum stað. Ég kom heim úr námi um 1980 og hafði þá kynnst eftirlits- og siðanefndum sem settar höfðu verið á legg í öðrum löndum. Hér á landi var þá hvorki til Vísindasiða- nefnd né Persónuvernd en þær komu til sögunnar á næstu árum. Við vorum því nokkrum árum á eftir nágrannaþjóðum okkar hvað þetta varðar. Við vorum svo fá og saklaus. Fyrsta siðanefndin sem ég fékk til að lesa yfir rannsóknaráætlun var Vísindasiðanefnd hjúkrunarfræðinga. Svo byrjaði landlæknir með siðanefnd en loks kom ráðuneytið til skjalanna og setti Vísindasiðanefnd á stofn. En við erum samt vanbúin til að mæta því ef upp koma grunsemdir um misferli eða svindl í vísindum. Nágrannaþjóðir okkar hafa sett upp nefndir til að taka á slíkum málum og þær fylgja ákveðnu kerfi við að rannsaka þau og taka á þeim. Þessar nefndir hafa oft þurft að bregðast við, því þótt vísindin hafi það markmið að leita sannleikans er alltaf hætta á að ein- hverjir vilji brjóta gegn reglunum, stytta sér leið. Það sem veldur er oft sú kvöð sem margir vísindamenn finna fyrir að þeir verða að birta sem mest og í sem bestum blöðum. Þess vegna hafa stærstu málin komið upp í frægustu blöðunum.“ Læknablaðið mikilvægur æfingaritvöllur – En hvernig gekk að fá lækna til að starfa í rit- stjórninni? „Það var aldrei erfitt að fá menn til að starfa í ritnefnd. Þegar ég kom til starfa var búið að leggja af þann sið að LÍ og LR skipuðu fulltrúa sína í ritstjórn. Ritstjórnin endurnýjaði sig sjálf og það gekk mjög vel. Við reyndum að hafa það að leiðarljósi að menn væru reyndir í fræðilegum skrifum. Ég man að í ritstjórninni sátu prófessorar í lyflækningum og skurðlækningum og fleiri. Þeir og aðrir í ritstjórn hvöttu lækna til að skrifa fræðigreinar og gerðust oft meðhöfundar yngri manna, enda var Læknablaðið og er mikilvægur æfinga- ritvöllur fyrir fræðimenn. Við fengum margar greinar sendar til birtingar sem við sáum svo nokkru síðar á ensku í útlendum fræðiritum. Strangt til tekið áttu höfundar að fá leyfi fyrir slíkri tvíbirtingu en við tókum sjaldnast hart á því. Margt af því sem verið er að rannsaka á Íslandi á að koma fyrir augu íslenskra lesenda á íslensku. Þetta eru rannsóknir á íslensku fólki á Íslandi, en vissulega hafa þær oft skírskotanir til annarra þjóða og hópa, enda sjúkdómarnir þeir sömu og hrjá aðra. Þess vegna á reynsla sem við getum lýst erindi til annarra og því sjálfsagt að þær birtist á alþjóðlegum vett- vangi, á ensku. Læknablaðið hefur lengi birt enskan útdrátt en við héldum þeirri hefð að birta greinar á íslensku. Um það hefur verið stöðug umræða, hvort ekki væri best að birta bara allt á ensku. Ég tek ekki undir það vegna þess að þá missa menn ákveðna skírskotun til íslensks almenn- ings og íslenska fræðasviðsins. Læknar og aðrir vísindamenn þurfa að geta talað saman á íslensku og notað íslensk hugtök um flókin atriði. Sjúklingarnir eiga líka fullan rétt á því. Þess vegna er Læknablaðið mikilvægt.“ Samskipti blaðs og eigenda Samskipti eigenda og ritstjóra blaða geta verið stormasöm eins og við Vilhjálmur vitum báðir. Eins og lesendum Læknablaðs- ins er flestum kunnugt var viðskilnaður Vilhjálms ekki eins og hann hefði sjálfur kosið, en hann segist aldrei hafa orðið fyrir neinum þrýstingi frá eigendum blaðsins, forystumönnum læknafélaganna, fyrr en það mál kom upp sem varð til þess að Vilhjálmur lét af störfum. „Það varð aldrei ósamkomulag milli okkar og félaganna og stjórnir félaganna höfðu engin afskipti af efni blaðsins meðan ég var ritstjóri. Það voru og eru alltaf mjög sterk fjárhagsleg tengsl bæði við félögin og auglýsendur. Sú krafa er gerð til ritstjórnarinnar að hún sé sjálf- stæð gagnvart þeim sem kaupa sér pláss í blaðinu fyrir auglýsingar. Ég skrifaði oft ritstjórnargreinar um nauðsynina á sjálf- stæði blaðsins gagnvart eigendum sínum og ytra umhverfi, þar á meðal auglýsend- um og höfundum fræðigreina. Þetta var mikilvægt og alþjóðleg samtök læknablaða héldu sjálfstæði blaðanna mjög á lofti. Stundum í tíð fyrri stjórna LÍ kom fram hörð gagnrýni á stjórnir félaganna eða einstaka stjórnarmenn en ég fékk aldrei neina gagnrýni fyrir að birta hana. Blaðið var galopið fyrir skoðunum lækna og ann- arra sem vildu tjá sig í umræðuhlutanum. Það var prinsipp að neita aldrei slíku. Það var ekki markmiðið að hafa allt opið fyrir skítkast eða árásir á einstaklinga eða hópa lækna. Það fór hins vegar stundum yfir þau mörk að einhverju leyti.“ Kári vildi mig burt „Aðdragandinn að því að ég hætti sem ábyrgðarmaður og ritstjóri var í stuttu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.