Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.02.2015, Page 4

Fréttatíminn - 06.02.2015, Page 4
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur V- og SV- Stormur með Snjókomu eða krapa VeStantil. kólnar í bili. HöfuðborgarSVæðið: Rigning, en síðaR kRapi og él og hiti um fRostmaRk. ÁkVeðin SV-Átt og Hlýnar aftur Á landinu. Snjóar framan af V-landS. HöfuðborgarSVæðið: lítilsháttaR slydda um moRguninn og síðaR suddi. SV-Stormur um V-Vert landið og þítt Á lÁglendi, en Síður Á fjallVegum. HöfuðborgarSVæðið: smá Rigning eða suddi og milt. Óvenjulegar hitasveiflur Eftir stuttan kafla með hörkufrosti í viku- byrjun, hlýnaði hastarlega með loftstraum- um sunnan úr höfum og hiti í gær fór í um 15 stig austanlands. Í dag kólnar hins vegar um stund og snjóar a.m.k. á fjallvegum. Hlýnar síðan aftur á morgun með látum og áfram á sunnudag þar til kaldara loft úr vestri ræðst aftur til atlögu á mánudag. Það er eins og landið sé víg- völlur loftmassanna sem berjast um yfirráðin. Og á meðan ríkja stormar á milli suðurs og vesturs. 1 0 4 5 2 3 2 0 -1 3 5 3 2 5 5 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is  vikan sem var Herðubreið hækkar Herðubreið hækkar um fjóra metra í nýrri hæðar- mælingu Loftmynda. Þetta fallega fjall er skráð 1682 metrar hjá Landmælingum en er 1686 samkvæmt nýju mælingunni. Eiga von á stúlku Katrín Middlet on her togaynja og Vil­ hjálm ur Bretaprins eiga von á stúlku með vorinu. Það er breska slúður- blaðið OK sem greinir frá þessu. Giskað er á að stúlkan verði nefnd Díana. Vigdís brotin Vigdís Hauksdóttir alþingismaður handleggsbrotnaði á ferð sinni um Grænland í vikunni. Hún var send í einangrun við komuna aftur til Íslands og fer í aðgerð í dag, föstudag. 35.000.000 króna þarf Reykja- víkurborg að punga út í breytingar á Útvarpshús- inu til að það henti starfsemi þjónustu- miðstöðvar Laugardals, Háaleits og Bústaða. Reykjavíkurborg hefur leigt efstu hæðir Útvarpshússins til næstu 15 ára. Leigukostnaður þjónustumiðstöðvar- innar eykst úr þremur milljónum í 4,9 milljónir. Hlutu bókmenntaverðlaunin Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent á Bessastöðum. Ófeigur Sigurðsson hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Öræfi. Bryndís Björgvinsdóttir hlaut verðlaunin í flokki barna­ og unglingabóka fyrir Hafn- firðingabrandarann og Snorri Baldursson í flokki fræðibóka og rita almenns efnis fyrir Lífríki Ís- lands. v ið viljum sjá Borgarholtsskóla taka aftur af skarið, líkt og þegar hann bauð fyrstur upp á kynjafræði sem val, og vera öðrum skólum fordæmi með því að gera kynjafræðina að skyldu- áfanga,“ segir Silja Ástudóttir, formaður Veru – femínistafélags Borgarholtsskóla. Borgarholtsskóli var fyrsti skólinn til að bjóða upp á kynjafræðiáfanga sem valfag í framhaldsskóla á Íslandi og hafa margir framhaldsskólar fylgt í spor skólans og býður nú á annan tug framhaldsskóla upp á kynjafræði sem val. Femínistafélag skólans sendi í vikunni ályktun til skólayfirvalda þar sem hvatt er til þess að kynjafræðin verði þar skyldu- fag: „Í framhaldsskóla er fólk að byrja að verða sjálfstætt, mynda sér sínar eigin skoðanir og viðmið. Það er einlæg trú okkar að með kynjafræðslu sé hægt að gera fólk meðvitaðra og gagn- rýnna í hugsun auk þess að gefa þeim bráðnauðsynlegt veganesti í lífið,“ segir þar. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir hóf að kenna kynjafræði við Borgarholtsskóla árið 2007 og þróaði hún námskeiðið sjálf. Hún hefur síðan unnið að því að kynjafræði verði skyldufag við skólann en talað fyrir daufum eyrum skólayfirvalda. „Ég hef fengið þau viðbrögð að það sé ekki pláss fyrir kynjafræði sem skyldu- fag og að það sé verið að fjalla um femín- isma í ýmsum öðrum fögum. Ég er hins vegar ekki að kenna fræðilegan femínisma heldur er þetta jafnréttisfræðsla,“ segir hún. Hanna Björg var með tíma í kynja- fræði í gær, fimmtudag, og segir hún að í þeim tíma hafi hún til að mynda spurt hversu margir hafi orðið fyrir kynferðis- legri áreitni og að allar stelpurnar hafi rétt upp hönd. „Þær sögðu við mig: „Hanna, þetta er bara orðið eðlilegt.“ Kynjafræðin snýst ekki um að undirbúa þessa krakka fyrir háskólanám heldur til að undirbúa þau fyrir lífið,“ segir hún. Femínistafélag Borgarholtsskóla var stofnað fyrir ári í kjölfar þess að margir framhaldsskólar stofnuðu femínistafélög. Á svipuðum tíma var Samband femínista- félaga framhaldsskólanna (SFF) stofnað og sendi SFF frá sér ályktun í apríl 2014, í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands, þar sem skorað var á skólayfirvöld að gera kynjafræði að skylduáfanga í grunn- og framhaldsskólum landsins. SFF og Kven- réttindafélag Íslands bentu á að bæði í nýrri aðalnámskrá og jafnréttislögum er gert ráð fyrir jafnréttiskennslu á öllum skólastigum. Í gær áttu ungmenni í ungmennaráðum UNICEF og Barnaheilla fund með velferð- arnefnd Alþingis og fóru fram á að börn og ungmenni væru höfð með í ráðum þegar Alþingi setur lög varðar þau. Þau lögðu meðal annars áherslu á að kennsla í grunn- skólum væri hagnýtari og sögðust vilja fá að læra kynjafræði, stjórmálafræði og fjámálalæsi til að skilja betur umheiminn. Þau bætast því í hóp þeirra ungmenna sem vilja fá meiri kynjafræðikennslu í skóla. erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Í tímanum spurði hún hversu margir hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni og allar stelpurnar réttu upp hönd.  skólamál Femínistar sendu hvatningu til skólayFirvalda Vilja að kynjafræði verði skyldufag í skólanum Femínistafélag Borgarholtsskóla hefur sent ályktun á skólayfirvöld þar sem hvatt er til þess að kynjafræði verði skyldufag. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir hefur kennt kynjafræði við skólann frá árinu 2007 en Borgarholtsskóli var þá fyrsti framhaldsskólinn til að bjóða upp á kynjafræði sem valfag. Ungmenni í ungmennaráðum UNICEF og Barnaheilla óskuðu eftir því við velferðarnefnd Alþingis að þau fái kynjafræðikennslu í grunnskóla. mt. Hanna Björg Vilhjálms- dóttir kennir kynjafræði við Borgarholtsskóla og er frumkvöðull þegar kemur að kynjafræði- kennslu í framhaldsskólum. Mynd úr einkasafni Félagar í Femínistafélagi Borgarholtsskóla telja að með kynjafræðslu sé hægt að gera ungt fólk meðvitaðra og gagnrýnna í hugsun auk þess að gefa þeim bráðnauðsynlegt veganesti í lífið. Ljósmynd/Hari 4 fréttir Helgin 1.­3. október 20106.­8. febrúa 5

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.