Fréttatíminn - 06.02.2015, Page 8
Havartí er einn þekktasti ostur Dana en hér á landi hófst
framleiðsla á honum á Höfn í Hornarfirði árið 1987.
Ostinum var upphaflega gefið nafnið Jöklaostur en því
var breytt. Havartí varð til um miðja 19. öld hjá hinni frægu
dönsku ostagerðarkonu, Hanne Nielsen. Havartí er mildur,
ljúfur og eilítið smjörkenndur ostur sem verður skarpari
með aldrinum og er með vott af heslihnetubragði. Frábær
ostur með fordrykknum eða á desertbakka með mjúkum
döðlum og eplum.
HAVARTÍ
FJÖLHÆFUR
www.odalsostar.is
Í porti á milli Holtsgötu og Sólvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur stendur hlað-
ið steinhús sem upphaflega var
byggt árið 1883. „Það er mjög
líklegt að byggð hafi verið hér
á þessum hól frá því allavega
á fjórtándu öld,“ segir Lísbet
Guðmundsdóttir hjá Fornleifa-
stofnun Íslands sem er yfir
uppgreftrinum. Uppgröftur
hófst á þriðjudag í síðustu viku
og mun standa yfir út febrúar-
mánuð. „Til eru heimildir frá
árinu 1367 þar sem talað er
um þennan bæ, Stóra-Sel, sem
upphaflega var sel frá bænum
Vík.“
Komin niður á eldri
mannvirki
Minjavernd á steinhúsið, sem
er friðað, og hyggst gera það
upp í sinni upprunalegu mynd.
„Áður en farið er í svona fram-
kvæmdir þarf alltaf að fara
fram fornleifarannsókn til að
skera úr um hvort fornleifar
leynist undir húsinu,“ segir
Lísbet en uppgröfturinn hófst
á þriðjudag í síðustu viku og
mun standa yfir út febrúar-
Fornminjar LÍsbet Guðmundsdóttir stjórnar uppGreFtri við HoLtsGötu
Fornleifar í steinhúsi í Vesturbænum
Hópur fornleifa-
fræðinga leitar
nú fornminja
í gömlu stein-
húsi við Holts-
götu í Vesturbæ
Reykjavíkur.
Nú þegar hefur
hópurinn fundið
torfvegg frá 19.
öld en til eru
heimildir um
byggð á svæðinu
frá árinu 1367.
Lísbet Guðmunds-
dóttir fornleifa-
fræðingur segir
alltaf jafn gaman
að komast að
einhverju nýju um
sögu borgarinnar.
Lísbet Guðmundsdóttir fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands segir það sérstaka tilfinningu að grafa upp fornar minjar inni í húsi sem
stendur á bílaplani umvafið nýjum blokkum. Gamla steinhúsið við Holtsgötu 41 er frá árinu 1883 en bærinn, Stóra-Sel, sem var upphaflega sel frá
bænum Vík, kemur fyrst fram í heimildum frá árinu 1367. Ljósmyndir/Hari
mánuð. „Við byrjuðum á því
að tæma upp úr grunninum
og að hreinsa upp úr gömlum
grjóthlöðnum kjallara sem er
samtíma steinhúsinu. Núna
erum við að vinna í burst-
unum undir húsinu og þar
erum við komin niður í eldra
mannvirki. Þetta er allt mjög
brotakennt eins og er en við
erum búin að finna torfvegg
svo við höfum fengið stað-
festingu á því að á þessum hól
stóð torfbær. Við vissum að
það væru mannvirki á svæð-
inu en ekki að þau væru hér
beint undir bænum. Við erum
enn í nítjándu aldar minjum en
við eigum eftir að fara aðeins
dýpra niður til að athuga hvort
ennþá eldri minjar séu undir
þessum,“ segir Lísbet.
Skemmtileg vinna
„Það er alveg nýtt fyrir
mér að grafa innan í húsi
og það er líka sérstakt að
vera svona umkringdur
nýjum blokkum,“ segir
Lísbet sem er þó vön því að
vinna við uppgröft í þétt-
býli. „Það er töluvert um
uppgrefti í miðbænum. Nú
síðast vorum við að grafa
við Vesturgötuna þar sem
Gröndalshúsið stóð, en það
verður fært yfir í Grjóta-
þorpið. Þetta er ótrúlega
skemmtileg vinna og alltaf
er jafn gaman að komast
að einhverju nýju um sögu
borgarinnar.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatimi.is
Bandaríkjamenn
greiddu 19,2
milljarða króna
með kortum
sínum hér á landi
árið 2014. Ljós-
mynd/Getty
Ferðaþjónusta GreiðsLukortanotkun erLendra Ferðamanna
Kortavelta Bandaríkjamanna langmest allra
Bandaríkjamenn eru sú þjóð sem
greiðir langmest með greiðslukort-
um hér á landi en Bretar koma þar
á eftir og svo Þjóðverjar, samkvæmt
nýjum heimildum sem Rannsóknar-
setur verslunarinnar hefur safnað
undanfarin þrjú ár. Bandaríkjamenn
greiddu um 34 milljarða á síðustu
tveimur árum, 19,2 milljarða árið
2014. Bretar koma þar á eftir en þeir
greiddu með kortum sínum hátt í 25
milljarða á síðustu tveimur árum.
Í þriðja sæti eru Þjóðverjar sem
eyddu um 17,5 milljörðum á síðustu
tveimur árum en Noregur fylgir
fast á eftir með 17 milljarða króna
veltu. Eftirtektarvert er að kortavelta
allra norrænu nágrannaþjóðanna til
samans er rétt um helmingur þess
sem Bandaríkjamenn greiða með
kortum sínum.
Hótel og gistihús eru sá flokkur
ferðaþjónustu sem aflar mestra tekna
af erlendum ferðamönnum ef horft
er til erlendrar greiðslukortaveltu en
íslensk verslun er í öðru sæti. Þar á
eftir er sá flokkur ferðaþjónustu sem
býður skipulegar ferðir eins og hvala-
skoðun, skoðunarferðir, rútuferðir
og hverskyns dagsferðir. -hh
8 fréttir Helgin 6.-8. febrúar 2015