Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 12
X Samgöngubætur fyrir hjólandi og gang- andi vegfarendur í Reykjavík, og raunar á höfuðborgarsvæðinu öllu, eru mikilsverðar. Reiðhjól eru góð samgöngutæki, einkum þegar bærilega viðrar. Vandaðir hjóla- og göngustígar auka öryggi vegfarenda. Ein- hver mesta samgöngubót síðari ára var þegar göngu- og hjólreiðabrúin yfir Kringlumýrar- braut var tekin í gagnið. Þá opnaðist göngu- og hjólreiðafólki leið í gegnum allt höfuð- borgarsvæðið frá vestri til austurs. Fleiri slík mannvirki hafa bæst við síðan, göngu- og hjólreiðabrú yfir Hringbraut við Njarðargötu og önnur yfir Miklubraut til móts við Rauða- gerði. Nú stendur yfir bygging göngu- og hjólreiðabrúar yfir Breiðholtsbraut við Norðlinga- holt sem tengir saman göngu- og hjólaleiðir í Selási og Norð- lingaholti. Þannig hafa umferðarstór- fljót höfuðborgarinnar verið brúuð hvert af öðru, svo notuð sé samlíking Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, þáverandi borgarstjóra, þegar göngu- og hjólreiðabrúin yfir Kringlu- mýrarbraut var tekin í gagnið fyrir nær tveimur áratugum. „Brúin yfir Kringlumýrar- braut var langþráð og með henni opnast borg- arbúum leið vestan af Seltjarnarnesi og upp í Víðidal í gegnum okkar bestu útivistarsvæði þar sem þeir þurfa hvergi að fara yfir um- ferðargötu. Íbúar í Fossvogi sem hafa búið í næsta nágrenni við Nauthólsvíkina og Öskju- hlíðina, án þess að fá notið þess, fá nú beinan og greiðan aðgang að þessum svæðum og íbúar vestan Kringlumýrarbrautar komast nú loksins fótgangandi inn í Fossvogsdal. Breið- hyltingar fá örugga hjólabraut alla leið vestur í Háskóla og þeim fjölda fatlaðra og aldraðra, sem býr í næsta nágrenni Kringlumýrar- brautar, opnast nýir möguleikar til útivistar. Spá mín er sú að útivist og hjólreiðar í borg- inni muni aukast til muna með þessu eina mannvirki og það mun þannig hafa veruleg áhrif á lífsstíl margra borgarbúa,“ sagði Ingi- björg Sólrún þá. Þau orð hafa ræst. Meinloka núverandi borgaryfirvalda, mitt í ágætum framkvæmdum í þágu hjólandi og gangandi vegfarenda, er hins vegar sú að samhliða þurfi að þrengja að þeim sem nota bíl sem samgöngutæki, sem á raunar við þorra íbúanna. Frægar af endemum voru framkvæmdir á Hofsvallagötu og þrengingar Borgartúns, þeirrar miklu umferðaræðar, tefja umferð þar á álagstímum, með aukinni mengun og öðrum ókostum sem slíku fylgir. Nú eru uppi hugmyndir hjá meirihluta borg- arstjórnar að þrengja Grensásveg. „Reglan er sú, segir Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar, „að það þurfi ekki fjórar akrein- ar nema umferðin sé komin yfir tuttugu þús- und bíla á sólarhring. Umferðarspár til næstu áratuga segja að bílaumferðin á Grensásvegi muni aldrei ná því marki.“ Áætlað er að kosta til rúmlega 200 milljónum króna vegna þess- ara breytinga. Nær væri að nýta þá fjármuni í gerð hjóla- og göngustíga sem ekki eru beinlínis gerðir með það að markmiði að tefja bílaumferð, þ.e. fjandsamlegar aðgerðir gagnvart þorra vegfarenda. Fulltrúar minnihlutans í borgar- stjórn lögðu raunar fram tillögu þess efnis að gerður verði hjólreiðastígur austan Grensás- vegar, nægilega breiður fyrir hjólaumferð í báðar áttir og rými aukið á milli bílaumferðar og gangandi vegfarenda með því að mjókka miðeyju og færa eystri akreinar vegarins til vesturs sem því nemur. Jónas Kristjánsson ritstjóri lýsti á vef sínum aðgerðum formanns umhverfis- og skipulagsráðs með þessum orðum: „„Reglan er sú …“, segir Hjálmar Sveinsson. Já, the computer says no. Skipulag borgarinnar byggist á órum úr trúarritum nokkurra skipulagskennara. Ekki á neinum vísindum. Engin rök eru fyrir að verja 200 milljónum til að þrengja Grensásveg eins og Borgartún og Hofsvallagötu. Eru þó ekki innifalin fuglabúr fyrir næturgala, sem reynt var að setja upp í Hofsvallagötu. Slegið er fram bulli um aukið umferðaröryggi, sem styðst ekki við neinar tölur um skort á öryggi. Málið er einfaldlega, að valdshyggjumaður leikur lausum hala. Hyggst með illu þvinga kjósendur í borginni úr bílum í strætó eða helzt á reiðhjól.“ Borgarstjóri þarf að koma í veg fyrir þetta offors liðsmanns síns. Meinloka í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur Fjandskapur gagnvart bílaumferð Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Láu hjartað ráða Svalandi engiferdrykkur alveg eir mínu höfði enda er engifer í miklu uppáhaldi. Drykkurinn er gerður úr fyrsta flokks lífrænu hráefni, meira að seg ja vatnið hefur lífræna vottun. Fermingarblað Fermingarblað Fréttatímans kemur út 6.mars næstkomandi. Hað samband við auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3300 eða á auglysingar@frettatiminn.is og við nnum með þér réttu lausnina. 12 viðhorf Helgin 6.-8. febrúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.