Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.02.2015, Síða 18

Fréttatíminn - 06.02.2015, Síða 18
Ferskt Pasta tilbúið á örFáum mínútum Ég fékk hræðileg viðbrögð þegar ég sagði tussuduft, segir María Guðmundsdóttir. Mynd/Hari Það er ekki allt fyndið Það kannast margir við Maríu Guðmundsdóttur. Hún hefur sést á skjánum í þáttum eins og Steindanum okkar, Fóstbræðrum og Hreinum Skildi. Færri vita það þó að hún skrifar leikrit í frí- stundum og segist vera sjúk í námskeið í öllu sem tengist leiklist og leikhúsum. Hún byrjaði að leika þegar hún hætti að vinna, sextíu ára gömul, en hún stendur á áttræðu í dag. María sér samt eftir því að hafa ekki byrjað fyrr. É g hætti að vinna þegar ég var sex-tug og byrjaði þá að leika,“ segir María Guðmundsdóttir sem hafði unnið alla tíð sem hjúkrunarfræðingur. „Í ár verð ég áttræð svo þetta eru tuttugu ár sem ég hef verið að leika mér í þessu. Ég hafði verið að skrifa allskonar fyrir fötluðu börnin á Reykja- lundi þar sem ég vann. Lét þau stofna hljómsveit og allskonar skemmtilegt. Svo byrjaði þetta með því að ég fór í Leikfélag Mos- fellsbæjar,“ segir María. „Ég hef skrifað talsvert fyrir leikfélagið, bæði leik- rit, sketsaþætti og slíkt. Svo fór ég á námskeið í vetur í Listaháskólanum með barnabarni mínu í skapandi skrifum,“ segir María, en barnabarn henn- ar er Agnes Wild, leikkona og leikstjóri. „Ég hef voða gaman af skrifum og hef gert töluvert af því. Við ákváðum svo að drífa okk- ur á námskeið í uppistandi hjá Þorsteini Guðmunds- syni leikara. Ég þekki Þorstein aðeins því ég hef leikið með honum, og svo er gaman fyrir barna- barnið að vera aðeins með ömmu,“ segir María. „Ég hafði voða gaman af þessu en ég mundi aldrei vilja vera einhver uppistandari en þetta hjálpar manni við skriftirnar, maður fær hugmyndir og slíkt.“ María kláraði námskeiðið í vikunni og þurfti að flytja uppistand fyrir fullum sal í Þjóðleikhúskjallaranum. Um hvað talar áttræð kona í uppistandi? „Ég tala um það hvað ég er ómannglögg, en ég er ekki dónaleg í mínu uppi- standi,“ segir María. „Alls- konar aðstæður sem ég hef lent í. Það er eiginlega verst hvað þetta er stuttur tími því ég kem ekki öllu 18 viðtal Helgin 6.-8. febrúar 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.