Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.02.2015, Síða 44

Fréttatíminn - 06.02.2015, Síða 44
44 heimili Helgin 6.-8. febrúar 2015 Þ að er ævintýri líkast að ganga hring í versluninni og minnir helst á að vera á ferðalagi í gegnum hin ýmsu lönd heimsins. Litir, ilmir og tónar skapa þessa góðu stemningu sem flæðir um verslanirnar. Edda Arndal, versl- unarstjóri Pier á Korputorgi, seg- ir að Pier sé verslun sem komi á óvart. „Við leggjum áherslu á ein- staka hluti og reynum þannig að koma í veg fyrir að allir eigi sama hlutinn. Það á að vera skemmtileg upplifun að koma til okkar.“ Tónlist gerir einnig mikið fyrir upplifun viðskiptavina. „Við spilum svokall- aða Putumayo World Music í versl- unum okkar, en þetta er tónlist frá öllum heimshornum, og hún er að sjálfsögðu fáanleg á geisladiskum hjá okkur,“ segir Edda. Litrík húsgögn og fjölbreytt smávara Fyrsta Pier verslunin var opnuð árið 2007 og þá var megin áhersla lögð á smávöru, en nú eru húsgögn stór hluti af vöruúrvalinu. „Við höf- um verið að taka inn rómantískar, öðruvísi húsgagnalínur. Íslendingar eru búnir að vera of fastir í beinum línum og svörtu og hvítu. Við hjá Pier viljum því lífga upp á húsgagna- flóruna með fleiri litum og róman- tískum línum,“ segir Edda, en litrík- ir og áhugaverðir stólar hafa slegið í gegn hjá viðskiptavinum Pier. Í versluninni er meðal annars að finna ríkulegt úrval af búsáhöldum, myndum, klukkum, gerviblómum, snyrtivörum, kertum, gardínum, loftljósum, lömpum og fjöldann allan af húsgögnum. „Það ætti því að vera lítið mál að finna eitthvað hér til að poppa upp heimilið,“ segir Edda. Pier býður einnig upp á lands- ins mesta úrval af púðum í öllum regnbogans litum. Vörurnar koma frá ýmsum heimshornum og það sem Pier gerir best er að færa heim- inn nær viðskiptavinum sínum. Aðgengileg vefverslun The Pier opnaði nýlega glæsilega vefsíðu þar sem hægt er að gera góð kaup. „Við fundum fyrir áhuga á landsbyggðinni og vildum því gera vefsíðuna okkar sem aðgengi- legasta. Ef það eru einhver tilboð í gangi í versluninni þá gilda þau einnig í vefversluninni,“ segir Edda. Vefsíðan nýtist einnig þeim sem vilja kynna sér vöruúrvalið áður en verslunin er heimsótt. „Það er kostur að geta innréttað í huganum og kynnt sér litaflóruna áður en í verslunina er komið.“ Samfélagsleg ábyrgð skiptir máli Starfsfólk Pier er meðvitað um um- hverfið. „Við hjá Pier tökum þátt í að vernda umhverfið, meðal annars með því að endurvinna allan pappa og umbúðir sem við fáum í búðina. Einnig sendum við kerti á Sólheima í Grímsnesi þar sem þau eru brædd og endurnýtt og margt, margt fleira. Að auki viljum við stuðla að betri heimi með því að gefa af okkur í góðgerðarstarfsemi,“ segir Edda, sem hvetur alla til að koma í heim- sókn í Pier, tölta einn hring og berja litadýrðina augum. Unnið í samstarfi við the Pier The Pier færir heiminn nær þér The Pier er skemmtilega öðruvísi húsgagna- og gjafa- vöruverslun. Þrjár verslanir eru starfræktar á Íslandi; á Smáratorgi, Korputorgi og Glerártorgi á Akureyri. S vokallað washi l ímband hefur notið mikilla vinsælla upp á síðkastið þegar kemur að því að lífga upp á heimilið. Washi límbandið er japönsk uppfinning, wa þýðir japanskt og shi þýðir pappír. Áferðin minn- ir helst á málningar- límband og því hentar það vel sem alls konar veggjaskraut því auðvelt er að ná því af. Washi límbandið er alla jafna búið til úr náttúru- legum trefjum, svo sem bambus eða hampi, eða úr berki japanskra trjáa. Límböndin eru fáanleg í alls konar munstrum og litum og eru tilvalin í barnaherbergið eða stofuna. Geómetrísk munstur koma einkar vel út með washi lím- bandinu og það er einn- ig sniðugt að nota það til að ramma inn myndir sem hengdar eru upp á vegg. Jafnvel er hægt að líma allan heiminn upp á vegg, en það þarf líklega svolitla þolin- mæði til þess. Það þarf alls ekki að vera flókið verk að skreyta heimil- ið með washi límbandi. Það er um að gera að leyfa ímyndunaraflinu að ráða för. Washi límband lífgar upp á heimilið M argir setja sér það mark-mið á nýju ári að vera skipulagðari. Þeir allra skipulögðustu halda því fram að litir hjálpi heilmikið til við að halda í við skipulagið. Hér má líta á skemmtilegt DIY (do it yourself) verkefni sem kemur skipulaginu í lag. Litríkt dagatal kemur skipulag- inu í lag Dagatal úr litaSpjölDuM fyrir Málningaprufur eða poSt-it MiðuM: Í verkið þarf: n Myndaramma n Töflutúss n Litaspjöld fyrir málningarprufur eða post-it miða í litatónum að eigin vali. Litaspjöldunum eða post-it miðunum er raðað í rammann, bakið sett á og svo er hægt að skrá viðburði mánaðarins skipulega á rammann. Þegar nýr mánuður rennur upp er einfaldlega hægt að stroka út liðinn mánuð og byrja upp á nýtt. Edda Arndal, verslunarstjóri the Pier á Korputorgi. Ljósmyndir/Hari

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.