Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.02.2015, Side 68

Fréttatíminn - 06.02.2015, Side 68
 Í takt við tÍmann marÍa ÓlafsdÓttir Söngfugl sem smakkar ekki vín María Ólafsdóttir er 22 ára Húnvetningur sem ólst upp í Mosfellsbæ. Hún er að læra að kenna tónlist, leiklist og dans í Kennaraháskólanum og stefnir á leiklistarnám í fram- tíðinni, annað hvort hér heima eða úti í löndum. María syngur lagið Lítil skref í Söngva- keppni Sjónvarpsins á laugardagskvöld. Lagið er eftir strákana í Stop Wait Go en María kynntist þeim þegar þeir sáu um tónlistina í söngleik í Versló. Staðalbúnaður Ég geng mikið í gallabuxum og víðum peysum en annars er ég eiginlega alæta á föt, ég kaupi bara það sem mér finnst flott. Ætli uppáhalds búðin sé ekki Zara, ég er einmitt að vinna þar. Hugbúnaður Mér finnst mjög gaman að fara í leikhús og á tónleika. Svo reyni ég að vera mikið með vinum og fjölskyldu. Ég drekk ekki og er þar af leiðandi ekki mikið á djamminu en það er samt alltaf gaman að fara út og hitta vinina. Ég æfi í World Class og reyni að fara þangað á hverjum degi. Svo horfi ég á týpíska stelpuþætti á netinu eins og Desperate Housewives og Friends. Ég hef verið að syngja og leika síðan ég man eftir mér, aðallega í leikhúsunum. Síðast lék ég í Ronju ræningjadóttur í leikfélaginu í Mosó. Vélbúnaður Ég er með iPhone og Apple-tölvu. Ég nota símann mest fyrir Facebook, Snapchat og Instagram og er mjög dugleg að taka myndir. Ég er nokkuð virk á samfélagsmiðlunum en ég er kannski ekki mikið fyrir að tala um sjálfa mig þar, nema þegar eitthvað merkilegt er í gangi. Aukabúnaður Ég hef gaman af því að elda og prófa eitthvað nýtt í eldhúsinu. Ég er til dæmis mjög góð í að elda Dori- tos-kjúklingarétt, ég dýrka hann. Ég borða líka stundum úti og Saffran og Serrano eru í uppáhaldi núna. Ég bý í Mosfellsbæ og á því bíl, silfurlitaðan Polo, 2007 árgerð. Eina ferðalagið sem er planað hjá mér á næstunni er til London. Þar ætla ég að fara í prufur fyrir leiklistarskóla í vor. Af uppá- haldsstöðum mínum má nefna Ítalíu, til að mynda Feneyjar, og Akureyri. Ég dýrka Akureyri og fer þangað helst á hverju ári. Ljósmynd/Hari FORRÉTTUR, AÐALRÉTTUR OG EFTIRRÉTTUR Oyama spilar á Húrra á laugardagskvöld.  tÓnleikar Oyama Og tilbury á Húrra Koma fersk frá Japan Hljómsveitin Oyama heldur tón- leika á skemmtistaðnum Húrra á laugardagskvöldið. Oyama hefur ekki verið iðin við tónleikahald hér heima en fór á dögunum til Japan þar sem sveitin hélt ferna tónleika. „Við erum búin að vera með samning við Imperial Records í Japan síðan 2012 og platan okkar Coolboy, sem kom út fyrir jólin, kom líka út þar á sama tíma,“ segir Úlfur Alexander Einars- son einn meðlima Oyama. „Við spiluðum á fernum tónleikum og voru viðtökurnar mjög góðar. Það er stór „underground sena“ í Japan. Á tónleikunum á Húrra kemur einn- ig fram hljómsveitin Tilbury. Við ætlum að spila meira heima á árinu og erum að koma okkur í spilagír. Einnig erum við farin að vinna að nýju efni og fram undan er að gera músíkvídeó og svo er platan Coolboy að koma út á vínyl. Svo það er nóg fram undan,“ segir Úlfur. Oyama er tilnefnd til Íslensku tón- listarverðlaunanna í ár fyrir lagið Siblings og fékk plata hljómsveitar- innar einróma lof gagnrýnenda fyrir síðustu jól. Tónleikarnir á Húrra hefjast klukkan 21 og er aðgangseyrir 1500 krónur. -hf 68 dægurmál Helgin 6.-8. febrúar 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.