Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.02.2015, Qupperneq 68

Fréttatíminn - 06.02.2015, Qupperneq 68
 Í takt við tÍmann marÍa ÓlafsdÓttir Söngfugl sem smakkar ekki vín María Ólafsdóttir er 22 ára Húnvetningur sem ólst upp í Mosfellsbæ. Hún er að læra að kenna tónlist, leiklist og dans í Kennaraháskólanum og stefnir á leiklistarnám í fram- tíðinni, annað hvort hér heima eða úti í löndum. María syngur lagið Lítil skref í Söngva- keppni Sjónvarpsins á laugardagskvöld. Lagið er eftir strákana í Stop Wait Go en María kynntist þeim þegar þeir sáu um tónlistina í söngleik í Versló. Staðalbúnaður Ég geng mikið í gallabuxum og víðum peysum en annars er ég eiginlega alæta á föt, ég kaupi bara það sem mér finnst flott. Ætli uppáhalds búðin sé ekki Zara, ég er einmitt að vinna þar. Hugbúnaður Mér finnst mjög gaman að fara í leikhús og á tónleika. Svo reyni ég að vera mikið með vinum og fjölskyldu. Ég drekk ekki og er þar af leiðandi ekki mikið á djamminu en það er samt alltaf gaman að fara út og hitta vinina. Ég æfi í World Class og reyni að fara þangað á hverjum degi. Svo horfi ég á týpíska stelpuþætti á netinu eins og Desperate Housewives og Friends. Ég hef verið að syngja og leika síðan ég man eftir mér, aðallega í leikhúsunum. Síðast lék ég í Ronju ræningjadóttur í leikfélaginu í Mosó. Vélbúnaður Ég er með iPhone og Apple-tölvu. Ég nota símann mest fyrir Facebook, Snapchat og Instagram og er mjög dugleg að taka myndir. Ég er nokkuð virk á samfélagsmiðlunum en ég er kannski ekki mikið fyrir að tala um sjálfa mig þar, nema þegar eitthvað merkilegt er í gangi. Aukabúnaður Ég hef gaman af því að elda og prófa eitthvað nýtt í eldhúsinu. Ég er til dæmis mjög góð í að elda Dori- tos-kjúklingarétt, ég dýrka hann. Ég borða líka stundum úti og Saffran og Serrano eru í uppáhaldi núna. Ég bý í Mosfellsbæ og á því bíl, silfurlitaðan Polo, 2007 árgerð. Eina ferðalagið sem er planað hjá mér á næstunni er til London. Þar ætla ég að fara í prufur fyrir leiklistarskóla í vor. Af uppá- haldsstöðum mínum má nefna Ítalíu, til að mynda Feneyjar, og Akureyri. Ég dýrka Akureyri og fer þangað helst á hverju ári. Ljósmynd/Hari FORRÉTTUR, AÐALRÉTTUR OG EFTIRRÉTTUR Oyama spilar á Húrra á laugardagskvöld.  tÓnleikar Oyama Og tilbury á Húrra Koma fersk frá Japan Hljómsveitin Oyama heldur tón- leika á skemmtistaðnum Húrra á laugardagskvöldið. Oyama hefur ekki verið iðin við tónleikahald hér heima en fór á dögunum til Japan þar sem sveitin hélt ferna tónleika. „Við erum búin að vera með samning við Imperial Records í Japan síðan 2012 og platan okkar Coolboy, sem kom út fyrir jólin, kom líka út þar á sama tíma,“ segir Úlfur Alexander Einars- son einn meðlima Oyama. „Við spiluðum á fernum tónleikum og voru viðtökurnar mjög góðar. Það er stór „underground sena“ í Japan. Á tónleikunum á Húrra kemur einn- ig fram hljómsveitin Tilbury. Við ætlum að spila meira heima á árinu og erum að koma okkur í spilagír. Einnig erum við farin að vinna að nýju efni og fram undan er að gera músíkvídeó og svo er platan Coolboy að koma út á vínyl. Svo það er nóg fram undan,“ segir Úlfur. Oyama er tilnefnd til Íslensku tón- listarverðlaunanna í ár fyrir lagið Siblings og fékk plata hljómsveitar- innar einróma lof gagnrýnenda fyrir síðustu jól. Tónleikarnir á Húrra hefjast klukkan 21 og er aðgangseyrir 1500 krónur. -hf 68 dægurmál Helgin 6.-8. febrúar 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.