Ægir - 01.01.2001, Blaðsíða 6
6
P I S T I L L M Á N A Ð A R I N S
Um síðastliðin áramót seldi Fiskifé-
lagsútgáfan ehf. útgáfuréttinn að Ægi
og Sjómannaalmanaki. Kaupandi var
Athygli ehf. en það fyrirtæki hefur
gefið Ægi út í verktöku fyrir Fiskifé-
lagsútgáfuna undanfarin ár. Lesendur
munu því væntanlega ekki sjá miklar
breytingar á Ægi við þessi tímamót
umfram það sem hefði hvort eð er orð-
ið.
Það er að sjálfsögðu með blendnum
huga sem stjórn Fiskifélags Íslands
ákvað að selja útgáfuréttinn á Ægi.
Ægir er virðulegt og gamalt blað og
eina tímaritið um málefni íslensks
sjávarútvegs sem kemur reglulega út.
Ægir skipar tvímælalaust forystu
þeirra blaða sem fjalla um fagleg mál-
efni sjávarútvegsins og er greininni því
afar mikilvægt. Ægir hefur aukin
heldur verið málgagn félagsins og
vettvangur til þess að koma skoðunum
þess á framfæri.
Tímarnir breytast hins vegar. Starf-
semi félagsins hefur breyst. Fiskifélag-
ið er nú fyrst og fremst sameiginlegur
samstarfs- og samráðsvettvangur
greinarinnar allrar. Starfsemin hefur
dregist saman eftir að umfangsmikil
hagsýsluverkefni fyrir hið opinbera
fóru til annarra aðila. Eftir það var
hæpinn grundvöllur fyrir félagið að
standa í útgáfu af þessu tagi. Um þetta
var algjör samstaða í stjórn Fiskifélags-
ins.
En Ægir heldur áfram að koma út
og þjóna íslenskum sjávarútvegi.
Fiskifélagið og aðildarfélög þess hafa,
eins og aðrir í greininni, góðan aðgang
að Ægi og blaðið mun því hér eftir
sem hingað til vera vettvangur skoð-
anaskipta og fróðleiks um hvað eina er
skiptir sjávarútveg máli. Áhugamenn
um sjávarútveg eru hvattir til þess að
sinna blaðinu með því að senda því
efni um sín hugðarefni.
Fiskifélagið og Fiskifélagsútgáfan
óska nýjum eigendum Ægis til ham-
ingju með blaðið og væntir góðs sam-
starfs á komandi árum við að efla og
bæta ímynd íslensks sjávarútvegs.
Ægir í nýjum höndum
Pistil janúarmánaðar skrifar Pétur Bjarnason,
framkvæmdastjóri Fiskifélags Íslands
94. árgangur 1. tölublað
janúar 2001
Verð í lausasölu kr. 600ISSN 0001-9038
T Í M A R I T U M S J Á V A R Ú T V E G
„Sjávarútvegurinn hefurekki verið í tísku“- segir Elfar Aðalsteinsson, nýr forstjóriHraðfrystihúss Eskifjarðar
Bjartsýniá afurðamörkuðum- þróun í útflutningi sjávarafurðaí fyrra jákvæðari en spáð var
Að reikna hrogn í þorska • Fiskeldi og sjávarhiti • Gjörbreyttur Faxi RE 9
i l l i , j ii i j