Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2001, Blaðsíða 18

Ægir - 01.01.2001, Blaðsíða 18
18 E R L E N T Einn af virtustu fiskifræðingum Norðmanna býst við litlum þorskkvóta í Barentshafi næstu árin. Åsmund Bjordal, sem stjórnar rannsóknum hjá norsku Hafrannsóknastofnuninni, segir í blaðinu World Fishing að nýlegar rannsóknir gefi til kynna að lítið sé af stærri þorski, yfir 7 ára og eldri, í Barentshafinu. Talsvert er af þriggja til sex ára þorski og mikið af loðnu, sem er æti þorsksins. Hins vegar er mjög lít- ið af eins til tveggja ára þorski. Bjordal segir þorskkvótann í Barentshafinu nú þegar mjög lít- inn og útlit sé fyrir enn frekari skerðingu næstu árin. Hann vonar þó að það litla sem fyrir hendi er af smáfiski muni dafna vel vegna þess hve mikið er af loðnu. Stýr- ing veiða úr loðnustofninum mið- ar að því að tryggja þorskinum nóg æti. Bjorndal tekur þó fram að svæðið hafi ekki verið rannsak- að nóg til að fyrir liggi skýr mynd af ástandinu. Rússar hafa ekki leyft þorsk- veiðar í Barentshafi í fjögur ár og enda þótt norska Hafrannsókna- stofnunin hafi góða samvinnu við rannsóknastofnunina í Murmansk fást minni upplýsingar þaðan vegna fjárskorts stofnunarinnar. Eldri þorskárgangar veikir í Barentshafi Fiskinum pakk- að úti á sjó Dansk Fiskeri Tidende greina frá því að fleiri og fleiri veiðiskip pakki fiskinum um borð til þess að hann sé tilbúinn til uppboðs þegar við löndun. Skipin landa ekki endilega í heimahöfn held- ur þar sem best verð fæst fyrir fiskinn. Vandinn er sá að við hafnirn- ar eru notaðir ólíkir kassar og þess vegna aka vörubílar fram og aftur milli hafna, lestaðir tómum kössum, og útgerðin verður að borga brúsann. Fiskiskip knúin dísil- og rafmagnsvélum Undanfarið hafa fleiri og fleiri gerðir skipa verið búin bæði dísil- og rafmagnsvélum og ekki er ólíklegt að svo verði einnig um fiskiskip í náinni framtíð. Hagkvæmnin er þó umdeilanleg og margt bendir til að hún sé ekki hin sama, t.d. fyrir línu- veiðara og togara. Augljós vinningur er að ekki þarf að hætta í miðri veiðiferð og fara í land vegna bilunar í að- alvél. Stundum gætu vélstjórar jafnvel gert við bilun án þess að það hindraði veiðar. Siemens í Noregi hefur undan- farin ár gert tilraunir á þessu sviði, sem teljast lofa góðu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.