Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.2001, Qupperneq 20

Ægir - 01.01.2001, Qupperneq 20
20 F R É T T A S K Ý R I N G Einstaklingarnir kaupa hins vegar fiskinn til hátíðarbrigða, rétt eins og þeir eru vanir. Þar er að verki sama lögmál og með jólarjúpuna hér heima, hún er keypt hvað sem hún kostar.“ Sem dæmi um verðlag á fiskin- um ytra, segir Guðjón að einn góður saltfiskur kosti þriggja til fimm daga vinnu meðalmanns í Portúgal! Stöðugleiki í frystingunni Stöðugleiki einkenndi markað með frystar sjávarafurðir á síðasta ári, bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi og á markaðssvæðunum á meginlandi Evrópu. Breytingar voru í verði einstakra vöruflokka en stöðuleiki hvað heildina varðar. Ekki hefur tekist að auka sölu sem neinu nemur með þessar afurðir en það er mál fisksölusérfræðing- anna sem blaðið ræddi við að okk- ur hafi tekist að halda í horfinu í baráttunni við aðrar neysluvörur og ódýrari fisk, auk þess sem gengismál virðast vera að snúast á sveif með okkur, bæði hvað varðar sterlingspund og evru. Eftirspurn eftir frystum sjávar- afurðum helst í hendur við fram- leiðsluna, þannig að birgðarsöfn- un er ekki mikil. Vonbrigði með Bandaríkin Viðmælendur Ægis eru nokkuð sammála um að mestu vonbrigði síðasta árs séu bundin við Banda- ríkjamarkað. Menn vildu auka út- flutning til Bandaríkjanna til mikilla muna, enda er það gengis- lega hagkvæmt um þessar mund- ir, en það hefur því miður ekki tekst. Fiskneysla er almennt mjög lítil í Bandaríkjunum og sam- keppnin er sívaxandi við annað og ódýrara prótein, svo sem kjúkl- ingakjöt. Það sem þó er jákvætt er heilsuumræðan sem er þar í há- vegum höfð og þar skiptir holl- usta fisksins miklu máli. Það sem hins vegar vinnur gegn okkur vestra, sem og á fleiri mörkuðum, er samkeppni við annan og ódýr- ari fisk en gæðaafurðina íslenska þorskinn. Víða er allur hvítur fiskur settur í einn flokk og neyt- endur gera sér þá litla grein fyrir gæðamun sem er á milli fiskteg- unda. Óvissa með loðnuna Sala á frystri loðnu hefur gengið frekar illa síðustu tvö árin, eink- anlega vegna þess hversu smá loðnan hefur verið, en nú virðist vaxtarkippur vera kominn í loðn- una, í bókstaflegum skilningi. Þegar er farið að frysta ætislausa loðnu fyrir Rússlandsmarkað og rússnesk flutningaskip hafa beðið við bryggjur hérlendis meðan fyrst er í húsunum á vöktum. Markaðurinn í Rússlandi virðist vera vaxandi. Steindór Gunnars- son hjá SH segir meiri eftirspurn eftir góðum mat í Rússlandi og meiri peningar í umferð í samfé- laginu. „Auðvitað er óvissa fylgj- andi því hvað gerist þegar Norð- menn koma með sína loðnu á full- um krafti inn á markaðinn, tím- inn einn leiðir það í ljós. En eins og staðan er núna getum við ekki verið annað en ánægðir.“ Hinn dýrmæti markaður okkar í Japan hefur í ríkari mæli snúið sér til Norðmanna á síðustu árum, eftir frekar magrar vertíðar hér. Norðmenn hafa vissulega nýtt sér ástandið og herja á markaðinn sem aldrei fyrr. Steindór er hins vegar nokkuð bjartsýnn, segir við- skiptavildina töluverða ytra og á hana mun reyna þegar farið verð- ur í samningaferð til Japan í byrj- un febrúar. Verðið á loðnunni hef- ur eitthvað lækkað en á sama tíma hefur gengi verið okkur hagstætt, jenið hefur farið upp og étið upp til agna þá verðlækkun sem orðið hefur. Hins vegar er útlitið ekkert sér- lega glæsilegt hvað varðar loðnu- hrogn. Markaðurinn í Japan hefur verið upp undir 5000 tonn á ári. Framleiðendur sprengdu hins vegar kvóta sína á síðasta ári, framleiddu um 7000 tonn, en ekki náðist að selja nema 5000 tonn. Enn liggja því 2000 tonn óseld frá fyrra ári og ekki ljóst hvert framhaldið verður. Skreið til Nígeríu! Skreiðarframleiðsla okkar Íslend- inga hefur verið með allra minnsta móti síðasta áratug, enda markaðurinn erfiður. Sérstaklega á það við um dýru skreiðina sem Útflutningur sjávarafurða árið 1999 var 97,7 milljarðar króna. Fyrstu ellefu mánuði ársins 2000 var útflutningurinn 88,5 milljarðar króna sem er 1,4 % lækkun frá sama tíma árið 1999. 0 10 20 30 40 50 60 (%) 1996 28,1 14,1 52,3 1,9 3,6 1997 25,8 19,6 47,9 2,6 4,1 1998 30,7 20,1 41,9 2,8 4,5 1999 27,2 20,9 43,7 3,3 4,9 2000 27,2 17,9 43,9 4,5 6,5 Ísland, nýting aflans Þorskur 1996 - 2000 AnnaðÓunniðSaltaðSjófrystLandfryst 56,1 19,8 11 10,5 1 0,7 0,9 52,9 21,2 11,7 11,7 1,3 0,6 0,6 0 10 20 30 40 50 60 70 ( % ) 1999 2000 Ísland - útflutningur á sjávarafurðum 1999 - jan.-nóv. 2000 (hlutfall m.v. fob verðmæti) Samtals 1999 97,7 milljarðar kr. samtals jan. - nóv. 2000 88,5 milljarðar kr. Skreið Saltsíld AnnaðFersktMjöl og LýsiSaltfiskurFryst

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.