Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2001, Page 26

Ægir - 01.01.2001, Page 26
26 F Ó L K Í S J Á V A R Ú T V E G I Nú um áramótin tók Elfar Aðal- steinsson við starfi forstjóra Hrað- frystihúss Eskifjarðar af föður sín- um, Aðalsteini Jónssyni, sem hefur verið stjórnandi fyrirtækisins allt frá árinu 1960. Á þeim fjörutíu árum sem Aðalsteinn hefur verið í brúnni hefur Hraðfrystihús Eski- fjarðar verið eitt af stærstu og helst leiðandi sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og er skráð á Verðbréfa- þingi Íslands. Fyrirtækið á og gerir út sex fiskiskip, rekur mjöl- og lýsisvinnslu, rækjuvinnslu og frystihús. Á síðastliðnu ári störfuðu um 250 manns hjá fyrirtækinu og heild- arvelta var liðlega þrír milljarðar króna. Það er því mikið og ögrandi starf sem bíður Elfars, sem nú stendur á þrítugu. Er að kynna mér stöðu mála „Ég hef frá því ég kom hingað til starfa um áramótin verið að kynna mér stöðu mála í fyrirtækinu og á grundvelli þess móta stefnuna og vinna í skipulags- breytingum. Það eru næg verkefni framundan,“ segir Elfar Aðalsteinsson, sem vill þó fara varlega í allar yf- irlýsingar um hvað gera skuli á næstunni. - En eitt af þeim atriðum í rekstri Hraðfrystihúss Eskifjarðar sem staldrað er við eru uppsagnir fyrirtækisins á skipverj- um á Hólmanesinu SU-1, en nú hefur skipinu verið lagt og það sett á söluskrá. Meginástæða þess er, að sögn Elfars, samhæfing veiða og vinnslu fyrirtækis- ins, miðað við aflaheimildir. Þá hefur allt starfsfólk verið tímabundið tekið af launaskrá í rækjuvinnslu Sjávarútvegurinn hefur ekki verið í tísku að undanförnu - segir Elfar Aðalsteinsson, nýr forstjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar, sem hefur fulla trú á að brátt sjáist til betri tíðar

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.