Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.2001, Qupperneq 31

Ægir - 01.01.2001, Qupperneq 31
31 F I S K E L D I milli ára og hefur það veruleg áhrif á hitafar í sjónum úti fyrir Norður- og Austurlandi. Á 1. mynd sést vel hversu veikur þessi straumur er, en mjó græn tunga nær rétt norður fyrir Horn en síð- an hverfur hún. Eftirtektarvert er að í Barentshafi er tunga Atlants- sjávar mun breiðari en norðan Ís- lands og nær græni liturinn þar austur fyrir 30°A, en það er svip- að og austustu mörk Noregs. Úr Norður Íshafinu berst milli Grænlands og Svalbarða ískaldur og seltulítill pólsjór sem síðan streymir meðfram austurströnd Grænlands. Megnið af honum berst út um Grænlandssund og mætir þar Atlantssjónum. Pól- sjórinn, sem er léttari en Atlants- sjórinn flýtur ofan á Atlantssjón- um og heldur honum frá strönd- inni. Pólsjór liggur því við ströndina innan við Atlantssjóinn allt frá Grænlandssundi, og yfir til Labrador og Nýfundnalands. Hitastig við strendur norðan- verðs Norður-Atlantshafsins mót- ast mest af þessum tveim sjógerð- um, þ.e. Atlantssjó og Pólsjó. Hér verður gerð grein fyrir hitastigi við strendur norðanverðs Norður-Atlantshafs og byggt á mánaðarmeðaltölum frá þeim stöðum sem merktir eru á kortinu á 2. mynd. Heimilda hefur verið aflað víða, frá Skotlandi (http://www.marlab.ac.uk/Oce- an/OCEAN.html), Færeyjum (Bogi Hansen, 2000), Svartnes (Eilertsen o.fl. 1981), öðrum stöð- um í Noregi (Breen, 1986), Kanada (http://www.maritimes.dfo.ca/sci ence/ocean/ocean_data.html), Vestamannaeyjum (Unnsteinn Stefánsson, 1970), Grindavík (Unnsteinn Stefánsson, 1985) og öðrum stöðum við Ísland (Stein- grímur Jónsson, 1999). Mánaðar- meðaltöl hitastigs á þessum stöð- um eru sýnd á 3. mynd. Við Vestmannaeyjar og úti fyr- ir suðurströndinni ríkir alltaf Atl- antssjór og hitafarið einkennist af því. Þar er tiltölulega hlýtt að vetrarlagi og er lágmarkshitinn um 6°C. Hámarkshitinn í Vest- mannaeyjum er um 11°C. Ástandið í Vestmannaeyjum lík- ist einna helst því sem er í Færeyj- um eða við Stad í Noregi en allir þessir staðir eru umluktir Atl- antssjó árið um kring. Enn hlýrra er við Skotland sem einnig er umlukið Atlantssjó árið um kring. Uppi við suðurströndina, t.d. í Grindavík (Unnsteinn Stef- ánsson 1985), er ívið kaldara, sér- staklega að vetrarlagi, vegna áhrifa ferskvatns frá landi. Ef við færum okkur síðan til Vesturlands þá er strax hætt að gæta eins mikils vetrarhita og fyr- ir sunnan land. Lágmarkshitinn í Reykjavík er u.þ.b. 2°C í febrúar - mars en lækkar í u.þ.b. 0.5°C við Æðey á sama tíma. Hámarks- hitinn fer úr 11°C við Reykjavík í tæplega 10°C í Æðey. Þetta er u.þ.b 1°C kaldara en í Vestfjorden og ekki ósvipað því sem er við Prince 5 stöðina í Kanada á miðj- um Fundyflóa, en þess ber þó að geta að í Fundyflóa er mun hlýrra uppi við ströndina að sumarlagi. Við Hjalteyri var hámarkshit- inn í ágúst undir 10°C og lág- markið um 1°C í febrúar-mars. Þetta hitastig líkist mest því sem er að sjá við Vardö austast í Nor- egi. Þó er hámarkshitinn þar um 1. Mynd. Hitastig mælt með gervihnöttum í norðanverðu Norður-Atlantshafi 26. febrúar 2000. Útbreiðsla Atlantssjávar markast í stórum dráttum af skilunum milli grænu og bláu svæðanna á myndinni. Það sem er þar fyrir norðan og vestan er sjór sem er að verulegu leyti ættaður úr Norður-Íshafi. (frá National Oceanic and Atmospheric Administration, USA, http://www.saa.noaa.gov/)

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.