Ægir - 01.01.2001, Page 34
34
F I S K I R A N N S Ó K N I R
Merking einstaklinga er mikil-
væg aðferð við rannsóknir á fisk-
um, m.a. þegar svara þarf spurn-
ingum um hvort samgangur sé
milli einstakra stofna eða stofn-
eininga. Árið 1997 hófu útibú
Hafrannsóknastofnunar í Ólafsvík
og á Ísafirði rannsóknir á líffræði
skarkola vestan Íslands, með
áherslu á merkingar til að skil-
greina útbreiðslu og far kolans.
Oft er skarkoli álitinn fremur
staðbundinn þ.e. að mestu bund-
inn við sömu svæðin allt lífið. Svo
er þó ekki, því fyrri merkingatil-
raunir sýna að skarkoli syndir oft
langar leiðir milli hafsvæða (Aðal-
steinn Sigurðsson, 1989). Slíkar
ferðir tengjast gjarnan ákveðnum
lífsskeiðum kolans, eins og göng-
ur frá uppeldissvæðum á slóðir
fullorðinna, eða árstíðum eins og
göngur til og frá hrygningarsvæð-
um.
Merkingar á Flákakanti
Þann 5. apríl 1997 merktum við
700 skarkola með venjulegum
slöngumerkjum á vestanverðu
hrygningarsvæðinu á Flákakanti í
utanverðum Breiðafirði. Tæpu ári
seinna, þann 29. mars, merktum
Höfundar eru
Jón Sólmundsson
og Hjalti Karlsson,
starfsmenn
hjá útibúum
Hafrannsókna-
stofnunar í Ólafs-
vík og á Ísafirði.
Fyrri grein
Göngur og atferli skarkola
í Breiðafirði
- göngur frá hrygningar- og uppeldissvæðum
Skarkoli (rauðspretta) er flatfiskur sem finnst allt í kringum Ísland, mest
á grunnslóð sunnan lands og vestan. Í Breiðafirði eru mikilvægar veiði-
slóðir skarkola. Grunnt inn á víkum og fjörðum eru uppeldissvæði, frá
þeim gengur skarkoli dýpra út á grunnslóðina og út í köntum finnast
hrygningarsvæði. Þessi grein fjallar um göngur skarkola í Breiðafirði,
annars vegar kynþroska kola sem hrygnir á vorin á Flákakanti í miðj-
um, utanverðum firðinum og hins vegar kola sem heldur sig á grunn-
slóð við norðanvert Snæfellsnes á sumrin.
1. mynd. Skarkoli merktur með orange-lituðu slöngumerki og rafeindamerki.