Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2001, Page 39

Ægir - 01.01.2001, Page 39
39 F I S K I R A N N S Ó K N I R fæðuslóð vestan Íslands. Megnið af þessum kola hefur líklega verið að leita til hrygningar í fyrsta skipti eftir að hafa alið fyrstu árin í Breiðafirði. Þekkt er sú tilhneig- ing skarkola og fleiri fisktegunda að leita á móti ríkjandi straumum er hann heldur til hrygningar frá uppeldis- og fæðuslóð (Wim- penny, 1953). Niðurstöðurnar benda því til að hluti skarkolans sem við merktum út af Ólafsvík sé upprunninn frá hrygningar- slóðum við Reykjanes og vestan Vestmannaeyja. Við túlkun á niðurstöðum merkinga sem þessara, ber að hafa hugfast að endurheimtur ráðast af ýmsum þáttum. Í fyrsta lagi má nefna útbreiðslu merktra kola, í öðru lagi útbreiðslu veiðanna og í þriðja lagi veiðanleika kolans. Ef endurheimtur réðust einungis af útbreiðslu kolans gæfu þær ná- kvæma mynd af göngumynstrinu. Svo er þó ekki. Engin merki fást frá svæðum þar sem veiðar eru ekki stundaðar og má í því sam- bandi nefna innanverðan Breiða- fjörð þar sem allar veiðar með dragnót, netum og botnvörpu eru bannaðar. Ekki er hægt að útiloka göngur kola inn í Breiðafjörð því engir möguleikar eru á að endur- heimta fiska þaðan. Veiðanleiki kolans er að öllum líkindum breytilegur eftir árstíma, t.d. er koli sem er í göngum milli svæða á veturna sennilega ekki eins veið- anlegur og koli á fæðuslóð að sumri. Þá sýna niðurstöður raf- eindamerkja að munur er á atferli kynja á hrygningartíma á Fláka- kanti, sem líklega gerir hænga veiðanlegri en hrygnur. Þrátt fyr- ir þessa annmarka teljum við nið- urstöðurnar sýna helstu drætti í göngum skarkolans í Breiðafirði. Heimtur merktra kola voru mikl- ar sem dregur úr líkum á því að við séum að missa af mikilvægum útbreiðslusvæðum. Við hyggj- umst þó bæta þekkingu okkar á göngum skarkolans enn frekar, með því að taka tillit til dreifingu veiðanna í tíma og rúmi og skoða skráningar rafeindamerkja sem geta m.a. sýnt ferðir skarkola á svæði þar sem hann veiðist ekki. Rafeindamerkin sýna jafnframt breytilegt atferli skarkola og nán- ar verður fjallað um það í grein í næsta tölublaði Ægis. Þakkir Áhafnir dragnótabátanna Auð- bjargar SH og Steinunnar SH fá þakkir fyrir aðstoð við merkingar og fjölmargir samstarfsmenn Haf- rannsóknastofnunar fyrir ýmsa að- stoð. Sjómönnum og öðrum sem skiluðu merkjum þökkum við sérstaklega, án þeirra framlags væri rannsókn sem þessi ófram- kvæmanleg. Heimildir: Aðalsteinn Sigurðsson, 1989. Skarkolamerkingar við Ísland árin 1953-1965. Hafrannsóknir 39: 5-24. Metcalfe J.D. & Arnold G.P., 1997. Tracking fish with elect- ronic tags. Nature, 387: 665- 666. Wimpenny R.S., 1953. The plaice. Arnold, London.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.