Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2001, Síða 13

Ægir - 01.03.2001, Síða 13
13 F R É T T I R „Því er ekki að leyna að skipasmíðaiðnað- urinn hér innanlands er nokkuð erfiður. Menn hafa verið með undirboð og í raun farið alltof lágt í verðum,“ segir Sævar Harðarson, framkvæmdastjóri skipa- smíðastöðvarinnar Skipavíkur hf. í Stykkishólmi. Skipavík er fyrst og fremst í viðhalds- verkefnum - hefðbundnum slipptökum. Á þessum tíma árs er frekar lítið að gera í slipptökum, en þegar sól hækkar á lofti lifnar yfir og sumarið er sá tími þegar vit- laust er að gera. „Það má segja að frá vor- mánuðum og fram í september er nóg að gera hér,“ sagði Sævar. Hann sagði að þeir Skipavíkurmenn hafi verið varfærnir í að bjóða í viðhaldsverkefni, enda séu menn að fara alltof neðarlega í verðum og fyrir vikið sé ágóði fyrirtækjanna lítill þegar reikningsdæmið sé gert upp. Í þessum efnum sagði Sævar að þyrfti í raun hugarfarsbreytingu manna í skipa- smíðaiðnaðinum. Til þess að breikka rekstur Skipavíkur hf. hefur fyrirtækið á undanförnum árum einnig teygt sig yfir á önnur svið. Þannig er Skipavík orðin stór byggingaverktaki og má ætla að sá þáttur sé ívíð viðameiri í rekstri fyrirtækisins en viðhald skipa. Þessar vikurnar er Skipavík með stórt verkefni við stækkun álversins á Grund- artanga, sem felst í því að setja niður ál- leiðara fyrir nýja potta í álverinu. Að þessu verki, sem hófst í janúar síðastliðn- um og lýkur vart fyrr en í byrjun júní, koma um tuttugu starfsmenn Skipavík- ur. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Rf rekur öfluga fræðslustarfsemi. Námskeið, skýrslur, pistlar, handbækur og margt, margt fleira. Faggiltar mælingar fyrir matvælaiðnaðinn. Mælingar á sviði örveru-, efna- og snefilefna. Grunnrannsóknir Samvinna við fyrirtæki og stofnanir. Úttekt á þrifum Athugun á geymsluþoli Skynmat Umhverfisvöktun Úttekt á vinnslurásum Ráðgjöf Skúlagata 4, Pósthólf 1405, 121 Reykjavík, Sími: 562 0240, Fax: 562 0740 Netfang: info@rf.is, Heimasíða: http://www.rf.is http://www.rf.is Rannsóknir Mælingar Fræðsla Kí ktu á n ýja he im as íð u Rf . Skaginn hf. á Akranesi hefur keypt tvö fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, annars vegar Íshrein í Kópavogi og hins vegar meirihlutann í IceTech í Garðabæ. Með þessum kaupum segir Þorgeir Jósefsson, framkvæmdastjóri Skagans hf., að verið sé að breikka grunn fyrirtækisins og fara inn á nýjar brautir, sem þó tengjast þeirri starfsemi sem fyrir er hjá Skaganum. Skaginn hf. kaupir Íshrein ehf. af Olís sem átti fyrirtækið að fullu. Í raun fela þessi viðskipti í sér skipti á hlutabréfum því Olís eignast þar með 17,5% í Skagan- um. IceTech var áður að stærstum hluta í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf. (EFA). Þorgeir Jósefsson segir að ætlunin sé að flytja starfsemi Íshreins í Garðabæ og fyrirtækin hafi þar starfsstöð undir einu þaki. Íshreinn hefur meðal annars verið að framleiða háþrýst þvottakerfi með sjálf- virkri sápublöndun undir vörumerkinu „IceClean“ til notkunar í matvælaiðnaði. IceTech hefur meðal annars verið í hönn- un og framleiðslu á krapaískerfum, ísvél- um og saltsprautuvélum ásamt hrað- pökkunarkerfum fyrir uppsjávarfiska. Þorgeir Jósefsson segir að framleiðsla fyrirtækjanna tveggja annars vegar og Skagans hins vegar skarist lítið og kaup á þessum fyrirtækjum þýði í raun umtals- verða breikkun á vörulínu Skagans hf. Þorgeir Jósefsson, framkvæmdastjóri Skagans hf. Skaginn hf. á Akranesi: Kaupir Íshrein og IceTech á Íslandi Skipasmíðaiðnaðurinn: Of mikil undirboð - segir framkvæmdastjóri Skipavíkur hf.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.