Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2001, Blaðsíða 15

Ægir - 01.03.2001, Blaðsíða 15
15 S K I P A M Á L N I N G O G H R E I N S I E F N I Delta“, sérstakt duft fyrir færi- bönd í rækjuvinnslu. Efnin eru nokkuð sérhæfð, enda þarfirnar misjafnar. Þrifalýsingar hafa gefið góða raun Ásgeir segir að Sjöfn hafi lagt á það áherslu að setja upp svokall- aða þrifalýsingu fyrir sjávarútveg- inn og hún hafi gefið góða raun. „Til dæmis settum við upp þrifa- lýsingu fyrir tvo rækjutogara Ljósavíkur, sem fól í sér nákvæm- ar leiðbeiningar um þrif um borð í skipunum, hvaða efni ætti að nota á viðkomandi flöt eða hlut, hversu oft og í hvaða hlutföllum ætti að blanda þau,“ sagði Ásgeir. Hann sagði þetta hafa gefið góða raun og mælst vel fyrir. Almennt sagði Ásgeir að stundum væru menn að nota of sterkar eða rang- ar hreinsiefnablöndur, sem í sum- um tilfellum kynnu að skaða þá hluti eða fleti sem verið væri að þrífa, auk þess sem þrif yrðu ekki fullnægjandi. Þrifáætlun eða - plan gæti í flestum tilfellum, sparað tíma, aukið skilvirkni og þannig sparað fjármuni. Framtak, véla- og skipaþjónusta, selur meðal annars hreinsivörur af ýmsum toga frá UN- Iservice, sem hafa reynst vel við íslenskar að- stæður. Efnalínan frá UNIservice nær til hreinsunar og til að auka daglegt rekstrarör- yggi vélbúnaðar. Þar á meðal má nefna svokallaðan „Colorcooling“ kælivatnsbæti, sem er tæring- arvörn með basísku byggingarefni. Guðmund- ur M. Jónsson, markaðsstjóri Framtaks, segir að þetta efni hafi reynst duga vel til þess að vernda kælivatnskerfi véla og það megi nota á alla kælifleti véla. Guðmundur segir að Framtak leggi meginá- herslu á þjónustu við flutninga- og fiskiskipa- flotann. Fyrirtækið hafi innan sinna vébanda véla-, dísel- og renniverkstæði, plötusmiðju, gámaviðgerðarþjónustu og sölu og markaðs- deild. Í hreinsiefnum, sem tengjast sjávarútvegs- geiranum, er Framtak með vörur frá UNI service og eru vörutegundirnar margar. Til dæmis fljótandi bætiefni til varnar skelmynd- un í ferskvatnseimurum, bætiefni fyrir katla til varnar tæringu, útfellingu, skelmyndun og til að halda réttu pH gildi ketilsvatnsins og efni til að koma í veg fyrir gróðurmyndun í sjókælikerfum skipa. Þá er UNI-service með olíusíuhreinsi til þess að hreinsa olíusíur og olíuhitara, skilvindudiskahreinsi, sem ætlaður er til að hreinsa ryðfría skilvindudiska og ýmsar tegundir olíuhreinsa, til almennrar notkunar í vélarrúmi, til notkunar á mikil ol- íuóhreinindi og til að hreinsa olíu úr kælikerf- um. Og einnig má nefna svokallaðan örhreinsi sem er lífrænt efni, gert úr örverum, og not- að m.a. til þess að hreinsa stíflur úr rörum, halda rotþróm virkum og niðurfallsrörum hreinum. Framtak í Hafnarfirði: Hreinsivörur fyrir sjávarútveginn

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.