Ægir - 01.03.2001, Page 17
17
S K I P A M Á L N I N G O G H R E I N S I E F N I
Sveinn V. Sveinsson, tæknifræð-
ingur hjá Hörpu, segir að máln-
ingarkerfi frá International Paint
hafi verið notuð með góðum ár-
angri á íslensk fiskiskip.
Brúarfoss fyrsta íslenska
skipið með álgrunni
Hluti af þessu málningarkerfi er
svokallaður „Intershield 300“
grunnur, sem að sögn Sveins hef-
ur verið á markaði hér á landi síð-
ustu 3-4 árin með mjög góðum
árangri. Sveinn segir að þessi
grunnur sé úr hreinu Epoxy og
innihaldi hann um 10% ál, sem
geri það að verkum að hann sé
einstaklega höggþolinn og veiti
óvenju góða ryðvörn. „Þessi
grunnur var til að byrja með fyrst
og fremst notaður á nýsmíði, en
nú er einnig farið að nota hann
við viðhald skipa. Í stórum drátt-
um má segja að hægt sé að nota
þennan grunn á nánast allt skip-
ið,“ segir Sveinn.
Brúarfoss er fyrsta íslenska
skipið sem var grunnað með
Intershield 300, en það var árið
1996. Síðan hafa fjölmörg ný-
smíðaverkefni bæst við, til dæmis
Reykjaborg RE 25 og Stapavík
AK 132 hjá Skipasmíðastöð Ísa-
fjarðar hf. og Geir ÞH hjá Ósey
hf. í Hafnarfirði. Nýjasta dæmi
um íslenskt fiskveiðiskip sem var
málað með málningarkerfi frá
International Paint, er Fossá ÞH,
hið nýja kúfiskveiðiskip Íslensks
kúfisks á Þórshöfn. Þá sagði
Sveinn að í Kína væru nú fast að
tuttugu skip og bátar í smíðum
fyrir íslenskar útgerðir og í öllum
tilvikum nema tveim væri málað
samkvæmt málningarkerfi frá
International Paint. Sú staðreynd
hlyti að segja eitthvað um gæði
þessarar málningar.
Tinlaus botnvörn
Ef horft er til alls heimsflotans
kemur í ljós að stór hluti hans er
ennþá með svokallaða tinbotn-
málningu. Tinið er þó markvisst á
undanhaldi og árið 2008 skulu öll
heimsins skip máluð með tin-
lausri botnmálningu. Þróunin
hefur sem sagt verið í þá átt að
þróa umhverfisvæna botnmáln-
ingu og þar hafa fyrirtækin farið
ýmsar leiðir. International Paint,
sem Harpa hf. hefur umboð fyrir,
hefur hannað tinlausa botnvörn á
skip, „Ecoloflex“, með sömu eig-
inleika og virkni og besta tin-
málningin hafði. Í stórum drátt-
um má segja að við sjósetningu
hvarfist Ecoloflex við natríumjón-
ir sjávarins, en við það myndast
uppleysanlegt lag á yfirborði
botnvarnarinnar. Þetta lag leysist
síðan upp með fyrirfram skil-
greindum hraða og því verður
ferskt botnvarnarlagið sífellt til
staðar. Þetta leiðir síðan til minni
gróðurs á botn skipanna sem aftur
þýðir meiri siglingarhraða og
betri eldsneytisnýtingu.
International Paint hefur síðan
unnið að því að þróa algjörlega
eiturefnalausa botnvörn, fyrir skip
í áætlunarsiglingum. Þessi vörn
kallast „Intersleek 700“ og kom á
markaðinn fyrir tveim árum.
Markaðurinn kallar á umhverfis-
vænar málningarvörur og þessi
Intersleek botnvörn er svar við
þeim kröfum.
Harður markaður
Skipamálningarmarkaður hér á
landi er harður og erfiður. Sam-
keppnin er hörð og verðin hafa
farið lækkandi. Sveinn V. Sveins-
son hjá Hörpu segir að þessi al-
þjóðlegu fyrirtæki komi reglulega
með nýjungar inn á markaðinn,
einkum hafi þetta verið áberandi
með botnmálninguna, sem á
kannski fyrst og fremst rætur að
rekja til krafna um umhverfisvæn
efni.
Harpa hf. hefur umboð fyrir International Paint:
Álgrunnurinn hefur
sannað sig
Harpa hf. hefur umboð fyrir vörur alþjóðlega
fyrirtækisins International Paint, sem hefur
haslað sér völl út um allan heim í framleiðslu
og sölu á skipamálningu.
Sveinn V. Sveinsson,
tæknifræðingur
hjá Hörpu
Myndir: Sverrir Jónsson