Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.2001, Side 27

Ægir - 01.03.2001, Side 27
Æ G I S V I Ð T A L I Ð ur fóður fyrir lax, bleikju, regnbogasilung, lúðu, sandhverfu, sæeyru og þorsk. 3.100 tonna framleiðsla á síðasta ári Fóðurverksmiðjan Laxá hf. er staðsett í Krossanesi, skammt norðan Holtahverfis á Akureyri. Verksmiðj- an stendur við hlið fiskimjölsverksmiðjunnar í Krossanesi, sem nú er hluti af Ísfélagi Vestmanna- eyja. Nábýli fóðurverksmiðju við fiskimjölsverk- smiðju er mikilvægt. „Slíkt nábýli er mjög æskilegt. Ég myndi ætla að Laxá sé stærsti innlendi viðskipta- vinur loðnuverksmiðjunnar hér í Krossanesi,“ segir Valgerður. Á síðasta ári framleiddi Laxá hf. 3.100 tonn af fiskafóðri, sem er ámóta magn og undanfarin ár. Langmest af framleiðslunni fór á innanlandsmarkað, en óverulegt magn til Færeyja. Hér innanlands hefur markaðshlutdeild Laxár verið um 60%. Af stórum viðskiptavinum fyrirtækisins má nefna Silfurstjörn- una í Öxarfirði, Rifós í Kelduhverfi, sem eins og kunnugt er varð fyrir miklu áfalli fyrir nokkrum vik- um, og Hólalax. Veltan á síðasta ári var 210 milljónir króna og varð hagnaður af rekstrinum. Starfsmenn Laxár eru níu talsins. Ákveðin stöðnun Þegar sú spurning er borin upp hvort staða fiskeldis á Íslandi sé ásættanleg í dag verður Valgerður hugsi. Segir síðan. „Nei, ég tel hana varla ásættanlega. Að vísu hefur fiskeldismönnum tekist að ná fram betri nýtingu í stöðvunum og þar með hagkvæmari rekstri. Það er vissulega jákvætt. Þá hefur Fiskeldi Eyjafjarðar náð mjög góðum árangri í lúðueldi. Hins vegar erum við lítil miðað við fiskeldi í heiminum. Framleiðsla upp á um fimm þúsund tonn á ári er í raun eins og ein stór fiskeldisstöð í Noregi eða Skotlandi. Því má segja að fiskeldið hér á landi sé í ákveðinni stöðnun og greinin hefur ekki náð að blómstra og þróast eins og nauðsynlegt er.“ - Hver er ástæðan fyrir því? „Segja má að menn hafi misst trúna á sínum tíma. Ein af skýringunum er sú að bankastofnanir hafa ver- ið fiskeldinu erfiðar. Bankakerfið lokaði að verulegu leyti á fyrirgreiðslu til fiskeldisfyrirtækja. Síðan voru og eru strandeldistöðvar mjög dýrar í uppbyggingu. Ég tel að ef fiskeldið á að ná sér á strik þurfi að fara út í sjókvíaeldi og ég bind töluverðar vonir við það. Þetta segi ég bæði sem áhugamanneskja um fiskeldi og auðvitað líka sem framkvæmdastjóri Laxár. Í sjó- kvíaeldinu eru veruleg sóknarfæri fyrir okkur. Við gætum margfaldað afköstin í verksmiðju okkar frá því sem nú er, án verulegra fjárfestinga, eða úr 3.100 tonnum á ári upp í allt að 20 þúsund tonn.“ Ætlum okkur stóran hlut í sjókvíaeldinu Valgerður segist vel skilja að skiptar skoðanir séu um þau áform sem nú séu uppi um sjókvíaeldið. Þarna togist hagsmunir á. „Mér finnst vel skiljanlegt að stangveiðimenn séu hræddir og vilji vernda sitt höf- uðból. En ég tel að sjókvíaeldi þurfi ekki að hafa í för með sér stórkostlegar hættur fyrir stangveiðina, ef rétt er á málum haldið þá eigum við að geta haft þess- ar atvinnugreinar hlið við hlið í sátt og samlyndi.“ Því er ekki að leyna, að mati Valgerðar, að þekking á sjókvíaeldi mætti vera meiri á Íslandi. Mikil þróun hefur átt sér stað undanfarin ár sem við höfum ekki fylgt eftir. Því er skynsamlegt að leita í smiðju Norð- manna um þekkingu, eins og til dæmis er ætlunin að gera á Djúpavogi. Valgerður segist meta það svo að skynsemin muni ráða við þá uppbyggingu í sjókvía- eldi sem í vændum er. Innlend sjávarútvegsfyrirtæki ætla greinilega að veðja á fiskeldið, til dæmis Samherji hf. og Síldar- vinnslan hf. „Það að Samherji hf. er að hasla sér völl í fiskeldi gefur greininni byr undir báða vængi og vildi ég sjá fleiri slík sterk sjávarútvegsfyrirtæki koma inn í greinina.“ Valgerður fer ekki leynt með að forsvarsmenn Lax- ár horfa bjartsýnir til uppbyggingar sjókvíaeldis og Laxá væntir þess að ná verulegum hlut í fóðursölu til nýrra fyrirtækja í sjókvíaeldi. „Gangi öll þessi áform eftir og framleiðslan verði allt að þrjátíu þúsund tonnum, þá er verksmiðjan hér of lítil. Svo einfalt er það. Við sjáum því fram á stækkun innan örfárra ára.“ „Ég vil sjá fleiri sterk sjávarútvegsfyrirtæki koma inn í fiskeldið,“ segir Valgerður Kristjánsdóttir, framkvæmda- stjóri Laxár.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.