Ægir - 01.03.2001, Síða 30
30
K Ú F I S K V E I Ð A R
Guðrún G. Þórarins-
dóttir, doktor í sjávar-
vistfræði á Hafrann-
sóknastofnun, þekkir
bærilega vel til atferl-
is kúskelja, enda hef-
ur hún rannsakað
kúskelina, eða kúf-
skelina eins og hún
segist oftast kalla
hana, síðustu ár.
Ýmsu hefur verið safnað í visku-
skjóðuna um kúskelina, þetta „af-
skaplega merkilega fyrirbæri“,
eins og Guðrún lýsir henni, en
margt er óljóst og því eru frekari
rannsóknir nauðsynlegar.
Rannsóknir Hafró
á kúskel
Rannsóknir á kúskel eiga sér ekki
ýkja langa sögu hér á landi. Árið
1964 kannaði Unnur Skúladóttir
á Hafró efnainnihald kúskelja á
mismunandi árstímum. Rúmum
áratug síðar voru svæði könnuð á
Faxaflóa og úti fyrir Austfjörðum.
Árið 1987 var þráðurinn tekinn
upp að nýju, er útbreiðsla og
stofnstærð kúskelja í Breiðafirði,
Faxaflóa og við Suðausturland var
könnuð.
Árið 1994 hófust aftur rann-
sóknir á kúskel á vegum Hafrann-
sóknastofnunar við Norðvestur-,
Norður- og Austurland og var
markmið þeirra að kortleggja út-
breiðslu skeljarinnar og stofn-
stærð. Einnig voru könnuð tengsl
stærðar og aldurs við kynþroska.
Þyngstu og stærstu skeljarnar
fundust fyrir Norðvesturlandi og
mældust þær 75 mm og 126 g og
var kúskeljastofninn við Norð-
vestur-, Norður- og Austurland
áætlaður á fjórða hundrað þúsund
tonn. Út frá rannsóknum á
Breiðafirði og suðausturmiðum
árið 1987 var stofnstærðin á þeim
svæðum áætluð um fimm hundr-
uð þúsund tonn.
Ætlar í rannsóknaróðra
með Fossánni
Það er ljóst að margt áhugavert í
atferli kúskeljar þarf að rannsaka
betur og því hyggst Guðrún G.
Þórarinsdóttir bregða sér í sjógall-
Veiðar á kúskel:
Við verðum að nýta
þennan stofn af skynsemi
- segir dr. Guðrún G. Þórarinsdóttir á Hafrannsóknastofnun
Guðrún G. Þórarinsdóttir segir að aldur kúskeljarinnar sé kapítuli út af fyrir sig. Hún
geti orðið yfir tvö hundruð ára gömul og sé þannig í hópi langlífustu dýrategunda
jarðarinnar.
M
yn
d:
S
ve
rr
ir
J
ón
ss
on