Ægir - 01.03.2001, Qupperneq 35
35
U M R Æ Ð A N
um til þess að hægt verði að vinna
að uppbyggingu greinarinnar á
markvissan og skynsamlegan
hátt. Taka verður tillit til hags-
muna fiskeldismanna, veiðiréttar-
hafa og náttúrunnar sjálfrar
þannig að staða hvers þessara
hagsmunaaðila sé ljós. Fiskeldis-
menn eru reiðubúnir til þess að
takast á við þessi mál á ábyrgan
hátt enda fara hagsmunir þeirra
saman við hagsmuni hinna aðil-
anna. Það eru hagsmunir fiskeld-
ismanna að fiskeldi valdi sem
minnstri umhverfisröskun, að
komið sé í veg fyrir sjúkdóma og
að eldisfiskar sleppi ekki úr eldis-
stöðvum. Fiskeldismenn munu
verða fyrir fjárhagslegum skaða ef
fiskar þeirra vaxa ekki vegna
mengunar og sjúkdóma eða ef
þeir tapa fiski. Því eru fiskeldis-
menn reiðubúnir til þess að
standa að því að settar séu ákveðn-
ar reglur um það hvernig standa
skuli að fiskeldi og að komið sé á
virku eftirliti með fiskeldisstöðv-
um.
Innra umhverfi
greinarinnar
Það er ekki bara ytra umhverfi
fiskeldisins sem þarf að bæta,
miklvægt er að innra umhverfi
fiskeldisins verði byggt frekar
upp. Eigi fiskeldi að halda áfram
að vaxa á Íslandi er mikilvægt að
fiskeldismenn bindist sterkari
samtökum en áður og meiri sam-
vinna sé höfð um markaðssetn-
ingu og gæðamál. Það hefur sýnt
sig að afurðir íslenskra fiskeldis-
stöðva hafa fengið góðar viðtökur
á mörkuðum erlendis og almennt
virðast menn vera að bjóða mjög
góða vöru. Því er það mikilvægt
að merkja íslenskan eldisfisk sér-
staklega og kynna hann undir
einu vöru- eða gæðamerki sem
væri eins konar regnhlíf fyrir
markaðssetningu á íslenskum eld-
isfiski. Þetta hefur komið Skotum
vel því t.d. eru neytendur í Frakk-
landi tilbúnir til að greiða um-
talsvert hærra verð fyrir meiri
gæði skoskan laxins en þess
norska. Til þess að þetta sé hægt
verður að þróa frekar gæðastaðla
og gæðaeftirlit og koma á meira
samstarfi um markaðssetningu
meðal íslenskra fiskeldismanna.
Þetta er einkar brýnt núna þegar
eldisframleiðsla er í örum vexti, á
Íslandi jafnt sem annars staðar, og
þessari auknu framleiðslu verður
að finna nýja markaði. Vonandi
tekst hér að virkja þá viðamiklu
þekkingu sem fyrir hendi er á
markaðssetningu sjávarafurða á
Íslandi. Það hefur gengið misvel
að fá íslenska fiskeldismenn til
þess að starfa saman og úr því
verður að bæta sem fyrst.
Leggja verður höfuð-
áherslu á áframhaldandi
rannsókna- og þróunar-
vinnu
Það má segja að vöxtur íslensks
fiskeldis í dag sé að stórum hluta
að þakka rannsókna- og þróunar-
vinnu sem unnin hefur verið í
fiskeldisfyrirtækjum og rann-
sóknastofnunum á undanförnum
tíu árum. Hér má nefna frum-
kvöðlastarf um eldi á nýjum teg-
undum eins og lúðu, bættar eldis-
aðferðir og ýmsar nýjungar tengd-
ar endurnýtingu vatns. Einnig má
nefna kynbótastarfsemi og tengd-
ar rannsóknir sem þegar eru að
skila okkur bættum eldisstofnum.
Hverjum hefði dottið það í hug
fyrir tíu árum síðan að Íslending-
ar ættu eftir að flytja út þekkingu
á sviði fiskeldis eins og nú er
raunin. Það sýnir sig einnig að
það rannsókna- og þróunarstarf
sem hér fer fram nýtur virðingar á
alþjóðlegum vettvangi því vel
hefur gengið að afla styrkja úr
Evrópskum sjóðum. Öflug þróun-
arvinna er forsenda frekari vaxtar
fiskeldis á Íslandi og þar má
hvergi slaka á. Þvert á móti þarf
að leggja aukna áherslu á þetta
svið.
Menntunarmál
Það er fyrirsjáanlegt að skortur
verður á hæfu starfsfólki ef fisk-
eldisstöðvum fjölgar jafnmikið og
spáð er. Alls hefur á annað hund-
rað manns aflað sér einhverrar
menntunar í fiskeldi þó fæstir
þeirra starfi nú við greinina. Lík-
legt er að einhverjir þeirra muni
koma til starfa við fiskeldi og þörf
er á endurmenntunarnámskeiðum
fyrir þennan hóp. Það verður líka
þörf á því að mennta nýtt fólk til
starfa í greininni og ástæða er til
þess að hvetja ungt fólk til þess að
afla sér menntunar á þessu sviði.
Vinna við fiskeldi er skemmtileg.
Greinin er í örri þróun og þörf er
á rösku fólki, sem er tilbúið til
þess að fylgjast vel með nýjung-
um.
Vegna þess hve fiskeldi á Ís-
landi verður fjölbreytt er nauð-
synlegt að grunnmenntun fiskeld-
ismanna sé breið. Menn þurfa að
kunna skil á hefðbundnu eldi lax-
fiska, bæði í kerjaeldisstöðvum og
í kvíum. Einnig þarf að undirbúa
fólk til starfa við eldi hinna nýju
tegunda þar sem kunna þarf m.a.
skil á vandasömu lirfueldi fiska og
skeldýra ásamt þekkingu á flókn-
um endurnýtingarkerfum. Meðal
Það er ekki bara ytra umhverfi fiskeldisins sem þarf að
bæta, miklvægt er að innra umhverfi fiskeldisins verði
byggt frekar upp. Eigi fiskeldi að halda áfram að vaxa á Ís-
landi er mikilvægt að fiskeldismenn bindist sterkari sam-
tökum en áður og meiri samvinna sé höfð um markaðssetn-
ingu og gæðamál.
Vöxtur fiskeldis á Íslandi mun byggjast á traustri kunnáttu
fiskeldismanna ásamt öflugu rannsókna og þróunarstarfi
fiskeldisfyrirtækja og rannsóknastofnana. Aðrar forsendur
fyrir vexti fiskeldis eru að greininni sé skapað heilbrigt
starfsumhverfi með lagasetningu og reglugerðum. Einnig
þurfa fiskeldismenn að efla samstarf og samstöðu sín á
meðal. Takist allt þetta, horfum við fram á bjarta framtíð
fiskeldis á Íslandi.