Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2001, Síða 46

Ægir - 01.03.2001, Síða 46
Fossá ÞH er 290 brúttótonn að stærð og er rými í lestum fyrir 100 tonn af skel. Íbúðir eru í skipinu fyrir átta manns en gert er ráð fyrir fimm skipverjum á skel- veiðunum. Áhafnarklefar eru þrír, þ.e. eins, þriggja og fjögurra manna. Við veiðar skipsins er not- aður háþrýstiplógur og sérhönnuð plógdæla. Þessi búnaður afkastar um 160 rúmmetrum á klukku- stund. Fossá er 38 metrar að lengd og 9,40 metrar að breidd. Lengd milli lóðlína er 35,5 metrar og dýpt að aðalþilfari 3,5 metrar. Skipið er tæplega 300 tonn að stærð. Aðalvél skipsins er af gerðinni Caterpillar 3512B. Hún er 738kw við 900 sn/mín, búin for- þjöppu og eftirkæli. Framan við aðalvél er gír með 3X 200 kw út- tökum við 1350 sn/mín, auk kúp- lingar. Niðurfærslugír er aftan við aðalvél með kúplingu fyrir skrúfuöxul, afturábak og áfram gír. Niðurfærslan er 5.136:1. Föst skrúfa er á skipinu 2000 mm í þvermál. Bógskrúfa er vökvadrifin 150 Hp með 0.8 m skrúfu í þvermál. Stýrisvél er af Rolls Roys gerð 3tm. Tvær ljósa- vélar eru um borð, báðar af gerð- inni 6BT 5,9-G2 90 kVA hvor við 1500 snúninga. Plógdæla skipsins er af gerðinni Fairbanks Morse 12“ DN 300/350mm 1600m3/h með 10 bar þrýsting við 1800 sn/mín. Við veiðarnar eru notaðar tvær vindur við skelplóginn og eru þær 24 tonna. Að auki eru þrjár Pullmaster hjálparvindur, tvö tonn að stærð hvor. Frá brú skips- ins er flestum vindum og dælum skipsins stjórnað. Dekkkrani er frá Palfinger, sem Atlas hefur umboð fyrir, og er hann 4,6 tonn/m miðað við átta metra bómulengd. Sjódæla fyrir lestar og sjó á dekk er Fairbanks Morse 5“ DN 125/150mm 200m3/h með 6 bar þrýsting við 1800 sn/mín. Dekkkrani skipsins er 4,6 tonna vökvakrani af gerðinni Pal- finger PK 5000 frá Atlas hf.Tvær loftpressur eru um borð og eru af gerðinni Atlas Copco og skila 40m3/h hvor við 8bar. Olíugeymir skipsins er 90 rúmmetrar að stærð og ferskvatnsgeymir tekur 15 rúmmetra. Loftræsting fyrir íbúðir er frá Unitor 1800m3/h með 2X5kW rafmagns elementum. Miðstöðvar hitakerfi er einnig í skipinu sem hitað er upp með vatni frá aðalvél og einnig með rafmagnselementum. Í brú Fossár er að finna hefð- bundinn búnað til siglinga, fiski- leitar og fjarskipta. Um er að ræða tvær ratsjár af gerðinni Furuno FR 7062, tvo dýptarmæla frá Furuno og Furuno veðurkortarit- ara. Öll koma þessi tæki frá Brim- rún hf. Seguláttaviti skipsins er af gerðinni Gillie, GPS tæki er frá Northstar og Furuno og MaxSea stjórntölva frá Radíómiðun. Fyrir heimkomu skipsins var það málað með International skipamálningu frá Hörpu hf. 46 S K I P A S T Ó L L I N N Óskum útgerð og áhöfn til hamingju með nýja skipið Stórhöfða 44, Reykjavík. Sími 567 4400. Fax 567 4410 Umboðsaðilar INTERNATIONAL PAINT á Íslandi. www.harpa.is ww w .a th yg li. is Tímariti› í sjávarútveginum Áskriftarsími 461 5151

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.