Ægir - 01.02.2006, Page 8
8
Þ O R S K S T O F N I N N
Jónas Bjarnason spyr í nýlegri grein
(Morgunblaðið 20/12) hvort hrun þorsk-
stofnsins sé í pípunum. Ég hef reyndar
fullyrt lengi að þorskstofninn væri að
hrynja, t.d. á ráðstefnu 2001 um hvað
mætti betur fara í stofnstærðarmati Haf-
rannsóknastofnunar. Hef kannski hrópað
úlfur allt of lengi því ég spáði fyrst stofn-
hruni árið 1989 þegar ég benti á sam-
band nýliðunar og golþorskastofns. Síð-
an þá hefur stofninn minnkað enda hef-
ur Hafró lagt til meiri afla en sem svarar
afrakstri stofnsins 9 fiskveiðiár af þeim
18 árum sem síðan eru liðin. Hér virðist
ráða ákveðin bjartsýni um að það hljóti
að reddast síðar þó að veitt sé svolítið
meira en svarar afrakstri nú enda sé
sóknin að minnka og bráðum komi betri
tíð. Það komu líka stórir árgangar ‘92-’93
og ‘97-2000, langstærstu seiðaárgangar
sem nokkurntímann hafa sést. En þeir
voru ekki notaðir til að byggja upp
stofninn neitt sem heitið getur svo hann
má ekki við miklum áföllum.
Hvað má betur fara í stofnstærðarmati
Hafró?
Eitt megin inntak gagnrýni minnar á fyrr-
nefndri ráðstefnu orðaði ég sem svo:
„Fiskfræðingar eru alltaf að spá
minnkandi sókn,og svo minnkar hún
ekkert eins og þeir segja.“
Um þúsaldarmótin var sóknin í þorsk-
stofninn að minnsta kosti þreföld kjör-
sókn, sú sókn sem gefur útgerðinni
mestan arð. Það stendur þó allt til bóta
því fiskifræðingar spá enn hratt minnk-
andi sókn.
Bjartsýnir
fiskifræðingar
Mynd 1. Veiðistofn þorsks.
Mynd 2. Samanburður á fjölda 6 ára þorska samkvæmt tveimur mæliaðferðum.
Greinarhöfundur
er Einar Júlíusson,
dósent við
auðlindadeild
Háskólans á Akureyri.
aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 8