Ægir

Volume

Ægir - 01.02.2006, Page 18

Ægir - 01.02.2006, Page 18
18 G E N G I Ð „Það er ljóst að hátt gengi ís- lensku krónunnar kemur mjög illa við sjómenn og ég myndi ætla að frá árinu 2002 hafi þeir orðið fyrir hátt í þriðjungs kjaraskerðingu. Þetta sjáum við mjög greinilega af iðgjöld- um til sjómannafélaganna, sem eru 1% af tekjum. Vegna þessarar miklu kjaraskerðing- ar hafa margir góðir sjómenn, sem hafa verið á sjó til fjölda ára og vilja helst ekki annars staðar vera, hætt að róa og hafa fengið vinnu í landi sem er jafnvel betur borguð en sjó- mennskan,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands Íslands. Sjómenn eru áhyggjufullir Sævar sagði að útgerðarmenn og forystumenn sjómanna- samtakanna hafi af þessu miklar áhyggjur, enda verði menn nú þegar varir við æ vaxandi erfiðleika við mönn- un skipanna. Eitthvað sé farið að bera á því að skipin séu mönnuð erlendum sjómönn- um, en það sé síður en svo einfalt mál, enda sé lagaleg skylda að sjómenn hafi farið í gegnum nám í Slysavarna- skóla sjómanna áður en þeir fái lögskráningu. Atgervisflótti úr sjómanna- stétt „Það er klárlega atgervisflótti úr sjómannastétt og mér sýn- ist ekkert hafa gerst í þessu að undanförnu,“ segir Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna. „Það eina sem ráðamenn hafa látið frá sér fara er að sjávarútvegsráð- herra er þess fullviss að krón- an muni gefa eftir þegar líður á árið, en á sama tíma eru ráðamenn að tala um gríðar- lega stækkun á álverinu í Straumsvík og tvö önnur ný álver. Ég er að vísu ekki sér- fræðingur í þessum málum, en mér finnst einhvern veg- inn að ef þetta gengur allt eftir muni krónan verða áfram sterk og viðhalda því ástandi sem ríkir í dag og ýta undir að þessi þróun haldi áfram,“ segir Árni. Árni segist vita dæmi þess að erlendir sjómenn séu farn- ir að ráða sig á íslensk skip og hann hafi heyrt um dæmi þess að skipstjóri hafi hætt á skipi þegar sýnt hafi verið að ekki væri annað mögulegt en að ráða meira og minna út- lendinga á skipið. Hef áhyggjur af landvinnslunni „Ég skal viðurkenna að ég hef áhyggjur af landvinnsl- unni með krónuna svona sterka. Við sjáum það í okkar rekstri í Sjávariðjunni hér á Rifi að við gerum ekki betur en að láta enda ná saman,“ segir Halldór Kristinsson hjá Sjávariðjunni/Kristni J. Frið- þjófssyni ehf. á Rifi. „Menn hafa verið að skila inn vinnsluleyfum vegna þess að þeir sjá ekki til lands og ég óttast að framhald verði á því. Hér á Snæfellsnesi er og hefur sjávarútvegurinn verið okkar stóriðja og okkur þykir að vonum súrt ef áframhald- andi uppbygging stóriðju verður til þess að krónan helst áfram sterk og kraftur- inn verði dreginn úr öðrum útflutningsgreinum - t.d. sjáv- arútvegi og hátækniiðnaðin- um. Mér finnst að stjórnvöld séu haldin ákveðinni mein- loku hvað það varðar að gleyma hreinlega að hlúa að því atvinnulífi sem fyrir er, en einblína á uppbyggingu stór- iðju. Stóriðjan skapar vissu- lega ný störf, en það er stór- hætta á því að fleiri störf tap- ist í öðrum atvinnugreinum. Við höfum viljað halda úti landvinnslunni hér, en hér erum við að vinna flugfisk og sköpum tæplega tuttugu manns vinnu, en það er ljóst að væntanlega myndum við hafa meira út úr því að flytja fiskinn óunninn út í gámum, eins og sum fyrirtæki eru að gera. En það ætlum við hins vegar ekki að gera, heldur halda áfram að reka land- vinnsluna og skapa þannig vinnu hér í landi líka, auk út- gerðar þriggja báta. Á meðan við höfum gaman af þessu, þá höldum við áfram,“ segir Halldór. – en hátt gengi íslensku krónunnar er helsta ógnin „Sjávarútvegurinn er okkar stóriðja“ aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 18

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.