Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 19

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 19
19 G E N G I Ð Það kom mörgum í opna skjöldu þegar mat Fitch á lánshæfi íslenska ríkisins varð skyndilega til þess að ís- lenska krónan féll verulega og skyndilega varð gengi dollars sem næst sjötíu krónur. Engu að síður telja sérfræðingar sem Ægir hefur rætt við að lækkun gengis krónunnar stjórnist til langframa ekki af því hvort fyrirtæki úti í hinum stóra heimi gefur út lánshæf- ismat eða ekki, stýrivextir Seðlabankans séu mest ráð- andi um hvort gengið lækkar eða ekki. „Gengi íslensku krónunnar mun að öllum líkindum lækka þegar menn telja sig sjá fram á lækkandi stýrivexti Seðlabankans og þar með minnkandi vaxtamun gagn- vart útlöndum. Við höfum talið að þetta muni eiga sér stað á síðari hluta þessa árs,“ segir Ingvar Arnarson sér- fræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka. „Áform um frekari stóriðju- framkvæmdir og hugsanleg framlenging á yfirstandandi þensluskeiði vekja hins vegar upp efasemdir um hvort sú spá muni rætast þar sem lengri bið kann að vera í vaxtalækkun en áður var talið,“ segir Ingvar ennfrem- ur. Hátt gengi íslensku krón- unnar síðustu misserin gagn- vart erlendum gjaldmiðlum hefur valdið miklum erfið- leikum í rekstri sjávarútvegs- fyrirtækja. Afurðaverð er lágt og fyrirtækin hafa þurft að leita allra tiltækra leiða við að halda sjó. En hverjar eru or- sakir hágengisins? Ræðst það af stóriðjuframkvæmdum með tilheyrandi þenslu og hefur mikil útgáfa erlendra skuldabréfa í krónum ekki mikið að segja? Ekki endi- lega, segja sérfræðingar. Mikill hagvöxtur „Hátt gengi krónunnar stafar fyrst og fremst af háum vöxt- um á Íslandi,“ segir Ingvar Arnarson. „Vextir hafa ítrekað verið hækkaðir til að vinna gegn verðbólguhættu sökum mikillar þenslu, en hún stafar ekki síst af stóriðjufram- kvæmdum. Mikil og vaxandi útgáfa krónubréfa hefur vissulega skapað viðbótar- þrýsting til gengishækkunar krónunnar. Útgáfan sem slík stafar hins vegar einnig af háum vöxtum hér á landi í samanburði við útlönd.“ Ingvar segir bein áhrif framkvæmda á Austurlandi á efnahagslífið hafa reynst minni en talið var í upphafi, einkum sakir mikils fjölda starfsmanna erlendis frá. „Væntingar manna um upp- gang í tengslum við stóriðju- fjárfestingar er hins vegar einn þeirra þátta sem leiddu til raunverulegrar aukningar á eftirspurn í hagkerfinu. Mikill hagvöxtur ríkir núna á Íslandi og atvinnuleysi er orðið lítið sem ekkert. Svigrúm fyrir stóriðjuframkvæmdir á næst- unni er þannig minna en áður og sérstaklega ef erlent vinnuafl verður ekki í aðal- hlutverki.“ Útflutningsfyrirtæki lenda í vandræðum En hafa stjórnvöld einhver augljós úrræði til þess að veikja krónuna? Ingvar segir að lækkun vaxta og hækkun skatta myndu augljóslega veikja krónuna en slíkt væri þvert á stefnu stjórnvalda. „Seðlabankinn vill í raun ekki veikja krónuna sem stendur, en hann telur sig slá á þenslu með háum vöxtum. Stefna ríkisstjórnarinnar er hins veg- ar fremur til þess fallin að auka þensluna, hvort sem það er meðvitað eða ekki. Og slíkt gerir hún með skattalækkunum og stuðningi við miklar framkvæmdir á næstu árum,“ segir Ingvar sem telur að gengi krónunnar veðri sennilega áfram hátt verði farið í þær miklu stór- iðjuframkvæmdir sem hafa verið í umræðunni, það er stækkun álversins í Straums- vík og byggingu nýs álvers á Norðurlandi og í Helguvík. „Gengi krónunnar verður sennilega áfram hátt ef í ljós kemur að af þessum fram- kvæmdum verður. Hve sterk krónan verður og hve lengi getur enginn sagt til um með vissu. Útflutningsfyrirtæki sem standa höllum fæti geta hæglega lent í vandræðum af þessum sökum, til að mynda landvinnsla sjávarafurða sem hefur meginhluta kostnaðar í krónum en nær allar tekjur í erlendri mynt. Raungengi krónunnar var síðast í grennd við núverandi hæðir á skatt- lausa árinu 1987 og á árinu 1988. Í kjölfarið fylgdu sex til sjö ár með litlum hagvexti og vaxandi atvinnuleysi, þótt or- sakir þessa hafi vissulega ver- ið margþættar. Íslenska hag- kerfið hefur þó gjörbreyst frá þessum tíma og afar hæpið er að sagan endurtaki sig með sama hætti þótt eðlilegt sé að einhver samdráttur taki við eftir mikinn uppgang.“ Mynd og texti: Sigurður Bogi Sævarsson Hágengið stjórnast af vöxtum „Lengri bið kann að vera í vaxtalækkun en áður var talið,“ segir Ingvar Arnarson sérfræðingur hjá greiningardeild Íslands- banka „Útflutningsfyrirtæki sem standa höllum fæti geta hæglega lent í vandræðum af þessum sökum, til að mynda landvinnsla sjávarafurða sem hefur meginhluta kostnaðar í krónum.“ aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.