Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2006, Síða 26

Ægir - 01.02.2006, Síða 26
26 F I S K I V I N N S L A N Látið ykkur líða vel. Burt með blauta vettlinga og vot stígvél. Loftur er komin í skip, vinnslur, fiskeldisstöðvar, olíuborpalla, og víðar. Nú þegar hafa á annað hundrað ánægðir viðskiptavinir innan og utanlands fjárfest í LOFTI. Búnaðurinn er viðhaldsfrír. Loftur er búinn að vera til sjós í 8 ár. Þar er hann í gangi allan sólarhringinn flesta daga ársins. Þurkarinn er búinn rafmagnshitara, hitastilli og tvö- földum yfirhitavara. Búnaðurinn er viðurkenndur af DET NORSKE VERITAS og er með CE merkingu frá framleiðanda. Blautir vettlingar og vot stígvél bjóða sveppasýkingum heim og endast auk þess verr, þurrkarinn Loftur er fljótvirkur og þurrkar gegnvotan búnað á aðeins 30 mínútum. Nýjung: Höfum hafið framleiðslu á litla Loft fyrir minni báta og smábáta. Vélaverkstæði Skagastrandar ehf. Strandgötu 30, 545 Skagaströnd • Símar: 452 2689 og 863 2689 • Fax: 452 2802 • Netfang: vkb@nett.is Vettlinga- og stígvélaþurrkarinn Loftur Það hefur verið í mörg horn að líta fyrir starfsmenn Kælismiðjunnar Frosts að undanförnu, en fyrirtækið er það stærsta hér á landi í upp- byggingu og þjónustu á kæli- og frystikerfum í útgerðar- og matvælaframleiðslufyrirtækj- um. „Í janúar og febrúar voru menn frá okkur að setja upp þrjár frystipressur og tilheyr- andi búnað í nýja frysti- geymslu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Þetta var nokk- uð stórt og viðamikið verk- efni,“ segir Gunnar Larsen, framkvæmdastjóri Kælismiðj- unnar Frosts, en frystigeymsl- an er sjö þúsund fermetrar að stærð og rúmar fjórtán þús- und bretti. Uppsett kæliafl í frystigeymslunni er 615 kW. Sömuleiðis hefur Kæli- smiðjan Frost sett upp núna eftir áramótin frystikerfi - pressur og tilheyrandi búnað - í nýja uppsjávarfrystingu Saltvers í Keflavík, en sólar- hringsafköst hennar eru um 200 tonn á sólarhring. „Það hefur almennt verið mikið að gera hjá okkur og svo verður áfram. Í sjávarút- vegstengdum verkefnum get ég nefnt sem dæmi að við munum setja upp frystikerfi í vor í nýja bolfiskvinnslu sem er verið að byggja í Múrm- ansk í Rússlandi. Ég reikna með að þar verði tveir menn frá okkur í sex til átta vikur. Einnig munum við að koma að endurnýjun á frystibúnaði um borð í Guðmundi VE, en skipið verður tekið í klössun í Póllandi - m.a. lengt,“ segir Gunnar og er bjartsýnn á framhaldið. Í það heila starfa 26 manns hjá Kælismiðjunni Frosti - á Akureyri og í Garðabæ. Frostmenn ehf., sem er í eigu þrettán starfs- manna fyrirtækisins og tveggja fjárfesta, keypti fyrir- tækið seint á síðasta ári af Stáltaki. Engar breytingar urðu í rekstrinum í kjölfar eigendaskipta, fyrirtækið er eftir sem áður þjónustu- og verktakafyrirtæki fyrir frysti- og kæliiðnaðinn og veitir sér- fræðiþjónustu, tækniráðgjöf og heildarlausnir á þessu sviði fyrir sjávarútveginn, kjötvinnslur, mjólkuriðnað- inn, verslanir o.fl. Kælismiðjan Frost er víða með járn í eldinum: Leiðin liggur til Múrmansk! Tveir af stjórnendum Kælismiðjunnar Frosts - Guðmundur Hannesson, sölustjóri, (t.v.) og Gunnar Larsen, framkvæmdastjóri. aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 26

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.