Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.2006, Side 28

Ægir - 01.02.2006, Side 28
28 H A R Ð F I S K V I N N S L A „Byggðakvótinn er ekkert nema svindl og svínarí. Ég er alveg tilbúinn til þess að taka á móti stjórnmálamönnunum og skýra þetta út fyrir þeim, ef þeir vita það ekki sjálfir,“ segir Finnbogi J. Jónasson, harðfiskverkandi á Ísafirði og fyrrum trillukarl. Verkað harðfisk í um aldarfjórðung Í aldarfjórðung eða svo hefur Finnbogi verkað harðfisk á Ísafirði. „Já, ætli ég hafi ekki byrjað um 1980 - á hinni öld- inni,“ segir Finnbogi og hlær. „Ég gerði út bát hér áður fyrr, en strákarnir mínir gera núna út bátinn, Norðurljós ÍS-3, á krókaaflamark. Kvótinn er náttúrlega alltof lítill, 120-130 tonn í þorskígildum. Jú, ef vel ætti að vera þyrfti kvótinn að vera töluvert meiri. Ég kaupi að hluta til hráefni af þeim í harðfiskinn, en einnig kaupi ég fisk hér á markaði,“ segir Finn- bogi og bætir við að hann hafi alltaf haldið sig við fornar verkunaraðferðir á harðfiski og ætli ekki að fara að breyta þeim þessi síðustu ár sem hann verði í þessu, enda sé stutt í „úreldingu“ hjá sér. „Ég hjallaþurrka fiskinn - en flestir þeir sem eru í harðfiskverkuninni í dag þurrka fiskinn inni í þurrkofnum. Það hefur verið vöxtur í ofnþurrkaða fiskin- um og að sama skapi hefur dregið úr frameiðslu á hjallaþurrkaða fiskinum, en ég held mig samt við hann. Það er alltaf ákveðinn hópur fólks sem vill heldur hjallaþurrkaða fiskinn og honum vil ég þjóna,“ segir Finnbogi og bætir við að hann verki nær eingöngu steinbít og ýsu. Aðstæður til hjallaþurrkunar á Ísa- firði segir Finnbogi að séu prýðilegar, enda loftið þar að jafnaði þurrt. Harðfiskinn í frysti! Fiskurinn er látinn hanga uppi í hjöllum í um mánuð og síðan er hann látinn jafna sig í húsi í tíu daga eða svo. Það má því segja að verkunin taki um hálfan annan mánuð frá því fiskurinn er veidd- ur og þar til að hann er orðinn söluhæf vara. Og eftir að búið er verka fiskinn segir Finnbogi mikilvægt að setja harðfiskinn í frost. Þannig haldi hann sínum ferskleika lengi. „Það er ákaflega mikilvægt að geyma harðfiskinn í frosti. Hins vegar sér maður í búðum að fiskinum er oftar en ekki komið fyrir í hillum víðs fjarri kæli- eða frystiborðum. Þetta er ekki nógu gott, enda er það svo að t.d. stein- bítur sem ekki er kældur eða frystur vill gulna, en það á hann ekki að gera ef hann er geymdur í frosti,“ segir Finn- bogi. Ísfirski harðfiskurinn í Kolaportinu Desember og janúar eru alltaf mestu annamánuðurnir hjá Finnboga. Þorrinn er að vonum töluverður sölutími, en raunar segir Finnbogi að þar sem hjalla- þurrkaði fiskurinn er með roði vilji fyrir- tækin hann síður í þorrabakkana. Því verði roðlausi fiskurinn úr þurrkurunum gjarnan fyrir valinu. Engu að síður er alltaf mikil sala á þorranum og árið um kring selur Finnbogi mikið af harðfiski um helgar í Kolaportinu í Reykjavík und- ir vörumerkinu „Harðfiskur frá Ísafirði“. Í það heila segir Finnbogi að hann verki úr 70-100 tonnum af óslægðum fiski. Hráefnisverðið hefur verið bærilega hagstætt síðustu misserin, bæði hefur ýsan og steinbíturinn verið á fremur lágu Byggðakvótinn er hrein svikamylla – segir harðfiskverkandinn Finnbogi J. Jónasson á Ísafirði „Ég hjallaþurrka fiskinn - en flestir þeir sem eru í harðfiskverkuninni í dag þurrka fiskinn inni í þurrkofnum. Það er alltaf ákveðinn hópur fólks sem vill heldur hjallaþurrk- aða fiskinn og honum vil ég þjóna,“ segir Finnbogi. Myndir: Sigríður G. Ásgeirsdóttir/Ísafirði aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 28

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.