Ægir - 01.02.2006, Qupperneq 32
32
F I S K V I N N S L A N
„Almennt finnst mér að for-
svarsmenn fyrirtækja séu
mjög vel meðvitaðir um að
þessi mál þurfa að vera í lagi
og það hafa greinilega orðið
miklar framfarir í þessu, hér
áður fyrr var víða pottur brot-
inn varðandi til dæmis hús-
næði fyrir fiskverkun, en á
þessu hafa orðið jákvæðar
breytingar,“ segir dr. Róbert
Hlöðvarsson, tæknistjóri á
matvælasviði Frumherja, sem
er stærsta fyrirtækið hér á
landi í eftirliti og skoðunum í
hérlendum fiskvinnslufyrir-
tækjum í umboði Fiskistofu,
auk þess sem Frumherji sinnir
skoðunum á skipum í umboði
Siglingastofnunar Íslands,
ökutækjum, rafmagni og lög-
gildingu voga.
Virkt eftirlit
Matvælasvið Frumherja bygg-
ir á gömlum grunni, en Nýja
skoðunarstofan, sem var
stofnuð árið 1993, var sam-
einuð Frumherja árið 1997.
„Við erum með mjög virkt
eftirlitskerfi, við heimsækjum
allar fiskvinnslur fjórum sinn-
um á ári og fylgjumst þannig
með að allt sé í góðu lagi. En
ábyrgðin á framleiðslunni er
á hendi viðkomandi framleið-
anda og hans er að vera með
virkt innra eftirlit í sínu fyrir-
tæki,“ segir Róbert og bætir
við að einnig sé farið reglu-
lega um borð í öll skip og
báta stærri en fimmtán tonn
og fylgst með að þar sé öll
umgjörð með matvælafram-
leiðslunni í lagi. Minni bátar
voru einnig á hendi skoðun-
arstofanna, en 1. júní sl. voru
skoðanir á bátum undir 15
tonnum færðar undir Fiski-
stofu, sem Róbert telur að
hafi verið skref aftur á bak.
Gegnsærra kerfi
„Skoðunarstofukerfið hefur
verið í notkun í 13 ár og
reynst vel og því engin
ástæða til að færa eftirlitið
aftur til hins opinbera. Okkar
aðferð hefur vakið athygli
víða erlendis og þar eru
menn að skoða svipaðar
lausnir. Hlutleysi og hæfni
skoðunaraðilans er að mínu
mat betur tryggt með faggild-
ingu en með opinberu eftir-
litskerfi,“ segir Róbert. Hann
telur að það hafi tvímælalaust
sýnt sig að það að hafa þenn-
an eftirlitsþátt á hendi einka-
rekinna og faggiltra skoðun-
arstofa hafi verið gæfuspor.
Eftirlitið sé virkara en áður og
örugglega mun ódýra fyrir
samfélagið. „Með þessu fyrir-
komulagi er skilið með skýr-
um hætti milli þeirra sem
setja gæðakröfurnar, þ.e. rík-
isins, og þeirra sem fylgja
kröfunum eftir, þ.e. skoðun-
arstofanna. Þetta kerfi er mun
gegnsærra en áður, notendur
þjónustunnar greiða fyrir
hana í stað þess að áður var
greitt fyrir hana með skattfé
almennings,“ segir Róbert og
bætir við að auk reglubund-
ins eftirlits faggildingaraðilans
sendi Fiskistofa eftirlitsmenn
sína út í fyrirtækin reglulega
og hafi þannig eftirlit með
verklagi skoðunarstofanna.
ESA heimsækir Ísland einnig
reglulega til að hafa eftirlit
með að stjórnvöld uppfylli
ákvæði EES samningsins á
þessu sviði. Einnig sé töluvert
um að kaupendur íslenskra
sjávarafurða sendi fulltrúa
sína hingað til lands til þess
að ganga úr skugga um að
fyrirtækin uppfylli þær gæða-
kröfur sem þeir gera. „Það
má því segja að eftirlit með
framleiðslu sjávarafurða sé
margfalt og spurning um
hvort ekki mætti einfalda
það. Þegar allt kemur til alls
er tilgangur opinbers eftirlits
með matvælaframleiðslu sá
að tryggja að neytendur fái
heilnæman mat á diskinn hjá
sér. Svo einfalt er það,“ segir
Róbert Hlöðversson.
Menn eru almennt vel meðvitað-
ir um mikilvægi eftirlitsins
– segir dr. Róbert Hlöðvarsson, tæknistjóri á matvælasviði Frumherja hf.
Dr. Róbert Hlöðversson, tæknistjóri á matvælasviði Frumherja.
Fornubúðir 3 - 220 Hafnarfjörður - Sími 555 6677 - oli@umb.is
aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 32