Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2006, Síða 41

Ægir - 01.02.2006, Síða 41
41 F I S K V I N N S L A N Áfram í þorskeldinu Undanfarin sjö ár hafa staðið yfir þorsk- eldistilraunir á vegum Þórsbergs á Tálknafirði og Oddi hefur einnig verið með þorskeldistilraunir í Patreksfirði síð- ustu fjögur ár. Nú hefur verið stofnað sameiginlegt fyrirtæki um þorskeldið á báðum þessum stöðum - Þóroddur ehf. - og hefur það félag tekið við öllum eign- um og rekstri félaganna á þessu sviði. Sigurður Viggósson segir að auðvitað hafi skipst á skin og skúrir í þorskeldinu, en smám saman hafi menn aflað sér mikillar og dýrmætrar þekkingar sem nýtist vel í framhaldinu. Hann bendir m.a. á að menn hafi smátt og smátt verið að ná tökum á fóðrun þorsksins sem og þeim þætti er lýtur að því að veiða fisk- inn í áframeldi, en þetta eru tveir af fjár- frekustu þáttum þorskeldisins. Sigurður segir mikilsvert að þau félög sem stundi þorskeldi hér á landi hafi haft með sér mjög gott samstarf og miðlað þannig þeirri þekkingu sem hafi aflast á hverj- um stað. Einnig hafi stjórnvöld stutt við þetta þróunarstarf með myndarlegum hætti, m.a. í gegnum AVS-sjóðinn. Sig- urður hefur trú á því að Íslendingar muni í framtíðinni stunda þorskeldi sem atvinnugrein, en engu að síður sé ljóst að nokkur ár líði áður en þorskeldið verði komið út úr því sem það sé í dag - þ.e. tilraunaverkefni. Í kjölfar þess að Þóroddur ehf. var stofnaður og allt þorskeldi Odda og Þórsbergs á Tálknafirði fært inn í það fé- lag, segir Sigurður að ætlunin sé að flytja allt eldi til Tálknafjarðar og hafa það á einum stað. Í því sé mikil hagræðing fólgin. Má reikna með að krónan verði áfram sterk Sigurður spáir ekki umtalsverðum breyt- ingum í ytra umhverfi sjávarútvegsins á næstunni - t.d. varðandi sterka stöðu krónunnar. Miðað við áform stjórnvalda um áframhaldandi uppbyggingu í stór- iðju sé vart að búast við miklum breyt- ingum á næstunni, þó ætla megi að krónan kunni að gefa eitthvað eftir. Hann segir erfitt að segja til um hvert óskagengi dollarsins sé fyrir sjávarútveg- inn, en veiking krónunnar um 10-15% myndi breyta miklu. „Ég held að menn verði að vera undir það búnir að krónan verði áfram sterk og rekstur sjávarút- vegsfyrirtækja verður að taka mið af því,“ segir Sigurður Viggósson. Úr vinnslusal Odda hf. á Patreksfirði. Nýja snyrtilínan frá Marel hefur skilað mjög góðum árangri. aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 41

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.