Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 12

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 12
12 sjávar þar í ljós því það sem ég fann var straujað við klettabotninn. Ég á eftir að fara aftur á þessar slóðir því einhverstaðar liggur akkerið, skrúfa og annar búnaður úr skipinu sem sjórinn nær ekki að eyðileggja. En það er ótrú- legt að tveir enskir togarar skuli fara upp svo til á sama stað með þriggja daga milli- bili og annar í blanka logni.” Erlendur segist vita af mörgum fleiri báta- og skips- flökum sem bíði þess að verða skoðuð. Niður á mörg þeirra er ekki mjög djúpt og því telur Erlendur að þau séu nokkuð aðgengileg. „Skips- flök eru heillegri hér við land en víða erlendis, enda lætur trémaðkurinn ekki til sín taka í sama mæli hér og þekkist erlendis. Athyglisvert rannsóknaverkefni í Þistilfirði Erlendur hefur farið í ófáa at- hyglisverða köfunartúrana. Strýturnar í Eyjafirði koma upp í huga hans þegar hann er inntur eftir eftirminnilegum ferðum og þá segir hann að eitt athyglisverðasta verkefni sem hann hafi farið í séu þorsk rannsóknirnar í Þist- ilfirði. „Ég kafaði fyrst í Þist- ilfirðinum um miðjan síðasta áratug og síðan hef ég kafað á ári hverju á þessu svæði. Síðustu tvö árin hef ég fengið styrk frá Vísi í Grindavík í þetta rannsóknaverkefni. Það má orða það svo að það að kafa þarna í Þistilfirðinum, sem er þekkt hrygningarsvæði þorsksins, hafi opnað augu mín fyrir því að nánast ógjörningur er að segja til um hversu mikill fiskur er í sjón- um við Ísland. Þistilfjörður eða hafsvæðið út af Norð- urlandi hefur aldrei verið talið stórt hrygningarsvæði, en miðað við það gríðarlega magn af fiski sem ég hef upp- lifað í Þistilfirðinum, þá hlýtur maður að velta fyrir sér hversu mikið það sé þá á að- al hrygningarslóðunum við Suðurland.“ K Ö F U N Hugsa hlýlega til Jónínu Bjartmarz! „Eitt af seinustu embættisverkum Jónínu Bjartmarz sem um- hverfisráðherra var að friða strýtur við Arnarnesnafir og mun ég alltaf hugsa hlýlega til hennar fyrir það. Ég vona að kafarar og aðrir beri virðingu fyrir svæðinu og setji ekki út akkeri því þarna er mikið af smá strýtum sem ekki koma fram á mælum og auðvelt er að eyðileggja.“ (Erlendur Bogason á heimasíðu sinni - saevor.is) Hér má sjá hitauppstreymið úr hverastrýtunni við Arnarnesnafir í Eyjafirði. Þessi mynd hefur birst í því fræga tímariti Nature. Hér er kafað við hverastrýtuna við Ystuvík í Eyjafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.