Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 36

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 36
B J Ö R G U N A R A F R E K Sextíu ár liðin frá björgunarafrekinu mikla við Látrabjarg: „Að ná þessum kvikindum neðan“ „Þarna var aldrei neitt hik á mönnum, sem ákváðu strax að reyna björgun sem þeim líka tókst. Allir gerðu sér samt grein fyrir því að þessi leið- angur væri hættuspil og ég man að þegar karlarnir voru farnir var fullorðna fólkið óvenju hljóðlátt, enda vissu allir að enginn átti heimkomu úr bjarginu vísa,“ segir Hrafn- kell Þórðarson frá Látrum í Rauðasandshreppi hinum forna Nú í desember eru liðin rétt sextíu ár frá því bændur á Látrum og fleiri björguðu tólf skipverjum af breska togar- anum Dhoon sem strandaði undir Látrabjargi. Björgunar- afrekið við Látrabjarg hefur þessi atburður jafnan verið nefndur. Öllum ber saman um að þarna hafi verið unnið frækilegt þrekvirki, enda lifir orðsporið enn í dag. Á guln- uðum síðum dagblaða þessa tíma og í ýmsum ritum má um þetta lesa, þar sem þáttur Þórðar Jónssonar á Látrum, föður Hrafnkels, er ósmár. „Ég man hve afi minn, Jón Magnússon, var kvíðinn þeg- ar hann vissi af sínum mönn- um vestur á bjargi við þessar hrikalegu aðstæður. Enda þótt allt færi vel var hann samt sem áður aldrei samur maður eftir þetta,“ segir Hrafnkell. Innan við Stálberg Skipskaðar undan Vestfjörð- um hafa verið tíðir í tímans rás. Í Halaveðrinu árið 1925 fórust tveir togarar með 65 manns og marga fleiri atburði mætti vissulega nefna. „Síð- asta sjóslys á þessum slóðum á undan strandi Dhoon er þegar breski togarinn Jeria fórst snemma í janúar 1935 í miklu fárviðri. Haft var tals- stöðvasamband við skipverja um borð alveg fram undir það síðasta en enga björg hægt að veita. Skipið rak upp í Látrabjargið austanvert og brotnaði niður á mjög skömmum tíma, menn sáu aldrei neitt af flakinu en seinna rak eitt lík undir Kefla- víkurbjargi,“ segir Hrafnkell sem bætir við að þessi ná- lægð og barátta við hafið og reginöfl þess hafi eðlilega mótað mannlíf í sinni heima- sveit á Látrum nokkuð, með- al Útvíknamanna eins og fólk á þessum bæjum var stundum nefnt. Það var á miðjum föstu- dagsmorgni 12. desember 1947, sem Slysavarnafélagi Ís- lands bárust fréttir af því að breskur togari, Dhoon frá Fleedwood, væri strandaður vestra. Fyrstu boð voru raun- ar nokkuð misvísandi, skip- stjórinn tilkynnti að skip sitt hefði strandað innan við Stál- berg en svo nefndu Bretar Látrabjarg. Af þessu var dreg- in sú ályktun að skipið væri innan til við Skor og var því gerður út leiðangur Rauð- sendinga til að kanna aðstæð- ur við Stálfjall. Fljótlega skýrð- ust þó málavextir og var þá óskað eftir því að Látrabænd- ur könnuðu aðstæður og völdust til þeirra ferðar þeir Daníel Eggertsson, Hafliði Halldórsson, Þórður Jónsson og Halldór Ólafsson, sem þá var aðeins fimmtán ára. Ekkert áhlaupsverk „Þeir lögðu upp í þessa ferð á föstudagseftirmiðdegi,” segir Hrafnkell. „Þeir gengu út á Bjargtanga og þaðan svo inn eftir bjarginu til suðausturs. Á þeirri leið gengu þeir fram á hest sem þeir sendu Halldór með heim, enda voru þeir þá strax farnir að hugsa fyrir því að gott væri að hafa hest ef þyrfti að klyfja eitthvað út á bjarg vegna björgunar- aðgerða. Þeir faðir minn, Haf- liði og Daníel gengu svo áfram inn úr og sáu loks hvar togarinn var strandaður undir Geldingsskorardal, niður af Flugnanefi. Þá snéri Daníel til Látrabjarg á fallegum sumardegi. Það er alls fjórtán kílómetra langt og þverhnípt. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.