Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 36
B J Ö R G U N A R A F R E K
Sextíu ár liðin frá björgunarafrekinu mikla við Látrabjarg:
„Að ná þessum
kvikindum neðan“
„Þarna var aldrei neitt hik á
mönnum, sem ákváðu strax að
reyna björgun sem þeim líka
tókst. Allir gerðu sér samt
grein fyrir því að þessi leið-
angur væri hættuspil og ég
man að þegar karlarnir voru
farnir var fullorðna fólkið
óvenju hljóðlátt, enda vissu
allir að enginn átti heimkomu
úr bjarginu vísa,“ segir Hrafn-
kell Þórðarson frá Látrum í
Rauðasandshreppi hinum
forna
Nú í desember eru liðin
rétt sextíu ár frá því bændur á
Látrum og fleiri björguðu tólf
skipverjum af breska togar-
anum Dhoon sem strandaði
undir Látrabjargi. Björgunar-
afrekið við Látrabjarg hefur
þessi atburður jafnan verið
nefndur. Öllum ber saman
um að þarna hafi verið unnið
frækilegt þrekvirki, enda lifir
orðsporið enn í dag. Á guln-
uðum síðum dagblaða þessa
tíma og í ýmsum ritum má
um þetta lesa, þar sem þáttur
Þórðar Jónssonar á Látrum,
föður Hrafnkels, er ósmár.
„Ég man hve afi minn, Jón
Magnússon, var kvíðinn þeg-
ar hann vissi af sínum mönn-
um vestur á bjargi við þessar
hrikalegu aðstæður. Enda þótt
allt færi vel var hann samt
sem áður aldrei samur maður
eftir þetta,“ segir Hrafnkell.
Innan við Stálberg
Skipskaðar undan Vestfjörð-
um hafa verið tíðir í tímans
rás. Í Halaveðrinu árið 1925
fórust tveir togarar með 65
manns og marga fleiri atburði
mætti vissulega nefna. „Síð-
asta sjóslys á þessum slóðum
á undan strandi Dhoon er
þegar breski togarinn Jeria
fórst snemma í janúar 1935 í
miklu fárviðri. Haft var tals-
stöðvasamband við skipverja
um borð alveg fram undir
það síðasta en enga björg
hægt að veita. Skipið rak upp
í Látrabjargið austanvert og
brotnaði niður á mjög
skömmum tíma, menn sáu
aldrei neitt af flakinu en
seinna rak eitt lík undir Kefla-
víkurbjargi,“ segir Hrafnkell
sem bætir við að þessi ná-
lægð og barátta við hafið og
reginöfl þess hafi eðlilega
mótað mannlíf í sinni heima-
sveit á Látrum nokkuð, með-
al Útvíknamanna eins og fólk
á þessum bæjum var stundum
nefnt.
Það var á miðjum föstu-
dagsmorgni 12. desember
1947, sem Slysavarnafélagi Ís-
lands bárust fréttir af því að
breskur togari, Dhoon frá
Fleedwood, væri strandaður
vestra. Fyrstu boð voru raun-
ar nokkuð misvísandi, skip-
stjórinn tilkynnti að skip sitt
hefði strandað innan við Stál-
berg en svo nefndu Bretar
Látrabjarg. Af þessu var dreg-
in sú ályktun að skipið væri
innan til við Skor og var því
gerður út leiðangur Rauð-
sendinga til að kanna aðstæð-
ur við Stálfjall. Fljótlega skýrð-
ust þó málavextir og var þá
óskað eftir því að Látrabænd-
ur könnuðu aðstæður og
völdust til þeirra ferðar þeir
Daníel Eggertsson, Hafliði
Halldórsson, Þórður Jónsson
og Halldór Ólafsson, sem þá
var aðeins fimmtán ára.
Ekkert áhlaupsverk
„Þeir lögðu upp í þessa ferð á
föstudagseftirmiðdegi,” segir
Hrafnkell. „Þeir gengu út á
Bjargtanga og þaðan svo inn
eftir bjarginu til suðausturs. Á
þeirri leið gengu þeir fram á
hest sem þeir sendu Halldór
með heim, enda voru þeir þá
strax farnir að hugsa fyrir því
að gott væri að hafa hest ef
þyrfti að klyfja eitthvað út á
bjarg vegna björgunar-
aðgerða. Þeir faðir minn, Haf-
liði og Daníel gengu svo
áfram inn úr og sáu loks hvar
togarinn var strandaður undir
Geldingsskorardal, niður af
Flugnanefi. Þá snéri Daníel til
Látrabjarg á fallegum sumardegi.
Það er alls fjórtán kílómetra langt og
þverhnípt.
36