Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 13
13
- Telurðu að meira sé af
þorski í sjónum en fiskifræð-
ingar telja?
„Nei, ég þori ekki að
kveða upp úr um það, til
þess skortir mig þekkingu. Ég
tel hins vegar, í ljósi þess
hvað ég hef séð, að fiskurinn
eigi mun auðveldara með að
forðast veiðarfæri en margur
hyggur. Myndir sem ég hef
tekið staðfesta að fiskurinn á
auðvelt með að forðast veið-
arfærin, einkum þó línu og
net. Maður spyr sig því hvort
þetta eigi mögulega við um
önnur veiðarfæri. Ef fiskurinn
getur lært að stela beitu af
krókum á línunni, er þá ekki
möguleiki að hann geti lært
að forðast trollið að einhverju
leyti?“
Síðan hef ég ekki skotið sel!
- Talandi um trollið. Oft er
talað um að það fari illa með
botninn og geti auðveldlega
eyðilagt fiskislóð. Hefurðu séð
það með eigin augum?
„Nei, það hef ég aldrei séð
en að sjálfsögðu hefur trollið
áhrif á lífríki á hörðum botni.
Við rannsóknir á búsvæði
humars við Vestmannaeyjar
vorum við að mynda á tog-
slóð á 150 metra dýpi og við
þurftum virkilega að vanda
okkur til að finna far eftir
humartrollið í botninum. Eng-
ar humarholur fundust sem
voru skemmdar og í raun
sáust lítil sem engin ummerki
eftir trollið. Ég hef m.a. skoð-
að svokallaðar humarholur
við Vestmananeyjar, þar sem
var verið að toga og ekki var
hægt að greina neinar
skemmdir á holunum. Því má
ekki gleyma að mikil fram-
þróun hefur orðið í gerð
trolla og þó svo að þau hafi
mögulega skemmt mikið hér
áður fyrr eru nú aðrir tímar.
Tæknin er allt önnur.“
- Hefurðu annað viðhorf
til náttúrunnar eftir að þú
fórst að kafa?
„Það er gaman að þú skul-
ir spyrja að þessu. Ég minnist
þess að þegar ég var í laxeld-
inu var selurinn okkar helsti
óvinur og ég skaut þá ófáa.
Ég minnist þess að einhverju
sinni þegar ég var að kafa við
Vestmannaeyjar horfðist ég í
augu við sel. Síðan hef ég
ekki skotið sel!“
- Hefurðu séð miklar breyt-
ingar á lífríkinu í sjónum síð-
an þú byrjaðir að kafa?
„Það rifjast upp fyrir mér í
þessu sambandi að þegar ég
var að byrja að kafa við Hrís-
ey 1995 á átta metrum sýndi
hitamælirinn -1 gráðu en í
fyrra sá maður hitamælinn
ekki fara niður fyrir 2-3 gráð-
ur á sama svæði. Þetta eru
vissulega gríðarlega miklar
breytingar á lífríkinu á stutt-
um tíma og þær koma líka
fram í breytingu á æti í sjón-
um. Nú er orðið nokkuð al-
gengt að sjá skötusel við köf-
un, sérstaklega í Faxaflóan-
um, og í fyrra sá ég í fyrsta
skipti litla karfa í Eyjafirði og
í ár hef ég séð hann nokkuð
oft hér í firðinum.”
Margt áhugavert framundan
- Nú þykist ég vita að alltaf
séu einhver ný viðfangsefni
fyrir atvinnukafara. En sérðu
fram á einhver spennandi
rannsóknaverkefni á næst-
unni?
„Ég ásamt útgerðum og
veiðarfæraframleiðendum hef
sótt í Verkefnasjóð sjávarút-
vegsins til rannsókna á stað-
bundnum veiðarfærum – línu,
handfærum og netum. Þetta
er nokkuð stórt verkefni og
síðan er ég með eilífðar verk-
efni sem ég stend að sjálfur,
en það er að taka ljósmyndir
af sem flestum dýrum og
plöntum sem finnast í sjónum
við Ísland og gera þær að-
gengilegar á netinu ásamt
smá fróðleik. Nú er verið að
vinna um þrjúhundruð neð-
ansjávarljósmyndir, sem settar
verða á heimasíðuna mína í
byrjun nýs árs. Einnig er ver-
ið að vinna þær neðansjávar-
videomyndir sem ég hef tekið
og erum við búnir að gera
átta neðansjávarmyndir 5 mín
að lengd. Ég vona að það
verkefni geti haldið áfram og
þessar myndir geti nýst sem
fróðleikur fyrir sem flesta um
lífið í hafinu við Ísland. Ég
reikna með að Námsgagna-
stofnun fái myndirnar og þar
muni nýtast til kennslu.”
K Ö F U N
Urriði í Öxará. Myndir: Erlendur Bogason.