Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 54

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 54
54 Óskum sjómönnum og fiskvinnslufólki gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári! VOOT IMPORT & EXPORT EHF Holtsgötu 56 -– 230 Reykjanesbær - Sími 581 2222 - Fax 581 2223 - www.edalbeita.is Bílvélin var urðuð með viðhöfn á öskuhaugunum Óskar fór fyrst til síldveiða ár- ið 1966 og þá á Óskari Hall- dórssyni RE. Þetta var 249 tonna skip og eitt af öflugari síldveiðiskipum landsmanna á þessum árum. ,,Við vorum á síldveiðum við Austfirði og einnig á haf- svæðinu á milli Jan Mayen og Svalbarða. Þar lönduðum við aflanum í skipin Haförninn og Síldina, sem voru gömul olíuskip sem breytt hafði ver- ið til síldarflutninga. Þetta var reyndar ekki í fyrsta skipti sem slíkt var gert því Óskar afi keypti vinnsluskipið Hær- ing frá Bandaríkjunum á sín- um tíma. Það var á þeim ár- um, sem síldin veiddist í Hvalfirði, en þegar skipið kom til landsins var síldin horfin úr firðinum og Hær- ingsævintýrið tókst því ekki sérstaklega vel. Annars lýsir þetta framsýni afa ákaflega vel og þetta var ekki í fyrsta skipti sem hann fór ótroðnar slóðir. Hann byggði síldarplan í Keflavík árið 1931 og sumir segja að þar með hafi hann lagt grunninn að því bæj- arfélagi. Á Raufarhöfn byggði hann bryggju á þurru landi en notaði síðan sanddælu- skip, sem hann hafði keypt í Hollandi, til að dæla jarðveg- inum frá bryggjunni og þann- ig komst bryggjan í samband við sjó og til varð ágæt hafn- araðstaða. Að sögn Óskars var stefn- an tekin til austurstrandar Bandaríkjanna eftir að síldin hvarf af Íslandsmiðum í kring- um 1969. ,,Við fórum til Bandaríkj- anna á Óskari Halldórssyni RE árið 1969. Örn KE fór fyrstur íslenskra skipa á síld- veiðar á þessum slóðum og ef ég man rétt þá var skipið þar í um eitt ár. Við vorum í fimm til sex mánuði í þessu úthaldi og veiddum síld fyrir kjúklingabú. Síldin var notuð í fóður fyrir kjúklingana. Afl- inn var ágætur en sá galli var á að íslensk stjórnvöld höfðu ákveðið að hver maður mætti ekki eyða meira en nam þremur dollurum á dag í út- löndum. Það var eyðslufé okkar og það hrökk skammt því bandarískir hafnarverka- menn voru þá með sömu upphæð í tímakaup og það kostaði fimm dollara að láta klippa sig, utan hvað snoð- klipping kostaði þrjá dollara. Ég brá því á að kaupa græjur til að klippa mannskapinn um borð og með því gátum við sparað naumt skammtaða dagpeningana. Það varð m.a. til þess að við í áhöfninni lögðum í púkk og keyptum okkur bíl, Mercury Comet, á 300 dollara. Við borguðum 150 dollara út en þegar það kom í ljós að það kostaði 300 dollara að tryggja bílinn þá sá seljandinn aumur á okkur og gaf eftir eftirstöðvar kaup- verðsins. Þennan bíl notuðum við svo úti en þegar ákveðið var að halda heim, var bíllinn bútaður niður á hafnarbakk- anum í Gloucester og síðan voru partarnir settir um borð. Þegar heim var komið tók tollurinn af okkur bílvélina, þar sem við vorum ekki með tilskilin innflutningsleyfi, og hún var síðan urðuð á ösku- haugunum með viðhöfn. Það hefði sennilega sett íslenskt efnahagslíf á endann ef vélin hefði verið notuð hérlendis. Hina hlutina úr bílnum seld- um við aðallega til leigubíl- stjóra,” segir Óskar en hann segir að það sé einkum minn- isstætt frá þessum tíma að þarna hafi hann séð hvernig togveiðarfæri voru búin að fara með hafsbotninn. Búið var að fletja allar misjöfnur út. ,,Það kom töluverður aukaafli með síldinni og m.a. fengum við þorsk, ýsu, humar og rækju. Reglurnar voru þær að við urðum að landa öllum afla í móttökuskip fyrir utan tvær mílur frá landi og ekkert af aflanum mátti fara til manneldis. Því fór allur auka- aflinn með síldinni í bræðslu og framleiðslu á fóðri fyrir kjúklingana.” Þarna lenti Óskar eitt sinn í mikilli lífshættu og segja má að hann hafi bjargast fyrir hreina tilviljun. ,,Ég var að synda í sjónum við skipið og áttaði mig ekki á því að stærðar hákarl var þar skammt undan. Fyrir hreina tilviljun kom stýrimað- urinn upp á dekkið og sá hvar hákarlinn stefndi á mig. Hann varaði mig við og ég slapp með naumindum upp í skipið. Í raun átti stýrimað- urinn ekkert erindi upp á dekk. Hann hafði verið niðri í matsal og ákvað að fara út undir bert loft til þess að kasta af sér vatni í stað þess að nota klósettið við hliðina á matsalnum. Seinna fréttum við að vegna þess hve hlýr sjórinn var þá hefðu hættu- legir hákarlar lagt leið sína inn á þetta svæði. Fólk var varað við að stunda sjóböð og einhver dæmi voru um það fólk yrði fyrir árásum há- karla við ströndina.” Það á að byggja stórskipahöfn vestan við Bakkafjöru Þegar heim var komið eftir Bandaríkjadvölina var ferð- inni heitið á vetrarvertíð en síðar fór Óskar Halldórsson V I Ð T A L Óskar fór fyrst til síldveiða árið 1965 og þá á nafna sínum, Óskari Halldórssyni RE. Þetta var 249 tonna skip og eitt af öflu- gari síldveiðiskipum landsmanna á þessum árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.