Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 56
56
RE m.a. til veiða í Barentshafi
og við Máritaníu en á báðum
stöðum var aflanum landað í
verksmiðjuskipið Norglobal.
Óskar segist ekki hafa tekið
þátt í því úthaldi, heldur hafa
farið í Stýrimannaskólann árið
1971 og þaðan lauk hann
námi 1974.
,,Ég hafði reyndar áður
verið á nokkrum öðrum skip-
um en Óskari Halldórssyni,
s.s. Gullfossi á árunum 1968
til 1969 og á meðan ég var í
skólanum fór ég í túra með
Reykjafossi og Mánafossi.
Þegar ég útskrifaðist fór ég á
Akraborgina sem fyrsti stýri-
maður. Það háði mér mjög
mikið í sjómennskunni á
fiskiskipunum að ég jafnaði
mig aldrei eftir slysið á Siglu-
firði. Ég átti erfitt með gang
og fiskimennskan var það erf-
itt starf að það hentaði mér
betur að vera á annars konar
skipum. Ég kunni mjög vel
við mig á Akraborginni. Ég
varð fljótlega afleysingaskip-
stjóri og síðan fullgildur skip-
stjóri og einn helsti kosturinn
við starfið var að maður
kynntist mörgu skemmtilegu
fólki. Starfið gat reyndar verið
erfitt á veturna og ég get ekki
varist því að vorkenna þeim
sem koma til með að manna
nýjan Herjólf og þurfa að
sigla um sandana við Bakka-
fjöru í vitlausum veðrum. Ég
skil ekki af hverju menn taka
ekki af skarið og gera þarna
alvöru stórskipahöfn. Það
væri gráupplagt að hafa höfn-
ina aðeins vestar og setja þar
niður álver sem gæti tekið
þátt í að kosta hafnargerðina.
Síðan mætti setja upp raf-
magnsjárnbraut á milli Bakka-
fjöru og höfuðborgarsvæð-
isins og láta hana fara um
Grindavík. Þá kæmist sömu-
leiðis fljótlega á lestartenging
við Keflavíkurflugvöll. Með
því að byggja stórskipahöfn á
þessum stað og flytja varning
þaðan til höfuðborgarsvæð-
isins þá væri hægt að stytta
siglingarleiðina frá Bretlandi
eða meginlandi Evrópu um
240 sjómílur. Þá er ég að tala
um þann spöl sem sparast í
siglingum fram og til baka.
Afi heitinn sá þennan mögu-
leika á sínum tíma en hans
hugmynd var reyndar sú að
uppskipunarhöfn yrði gerð
við Dyrhólaey.”
Óskar hætti á Akraborginni
ásamt öðrum í áhöfninni, alls
um 36-37 manns, þegar Hval-
fjarðagöngin voru tekin í
notkun árið 1998.
,,Það var búið að segja
okkur upp með sex mánaða
fyrirvara þannig að í raun
varð okkar starfslokasamning-
ur aðeins einn dagur eftir að
Akraborginni var lagt. Mér og
öðrum voru boðin störf við
göngin en ég ákvað að af-
þakka það þar sem ég var
ekki lærður til að selja miða í
jarðgöng. Ég hafði verið bú-
settur á Akranesi á meðan ég
var á Akraborginni en eftir að
Hvalfjarðagöngin leystu skip-
ið af hólmi þá ákváðum við
hjónin að flytja til Hafnarfjarð-
ar. Þar með var ég kominn
aftur heim því ég átti sem fyrr
segir ættir að rekja til Hafn-
arfjarðar og byrjaði auk þess
minn búskap á Smyrlahraun-
inu.”
Eftir að Akraborginni var
lagt leysti Óskar af um skeið
á olíuskipunum en hann segir
að hugur sinn hafi staðið til
að komast að hjá veiðieftirlit-
inu en af því hafi ekki orðið.
Veiddum af kamarþakinu fyrir
neðan frystihúsið
Óskar hefur frá blautu barns-
beini verið mikill áhugamað-
ur um alls konar veiði og
hann var ekki gamall þegar
hann byrjaði að veiða á stöng
eða með öðrum óhefðbundn-
ari hætti.
,,Ég var alltaf veiðandi sem
krakki. Það gekk sjóbirtingur
í Lækinn hér í Hafnarfirði og
þar veiddi maður uppi við
rafstöðina eða niður við sjó
þar sem Einarsbúð er. Lands-
lagið hefur breyst svo mikið
með landfyllingum að yngra
fólk áttar sig örugglega ekkert
á því hvað ég er að segja. Þá
gat ég staðið allan daginn við
affallið úr Flygeringsfrystihús-
inu, þar sem blóðvatnið rann
út í sjóinn, og þar kom ég
mér fyrir ofan á affallsrörinu
og stakk upp þá fiska sem
sóttu í úrganginn. Aflann seldi
ég í Mjöl & lýsi þar sem hann
fór í bræðslu. Með því móti
átti maður alltaf fyrir bíómið-
um. Versti veiðiskapurinn,
sem ég lenti í á þessum upp-
vaxtarárum, var þegar við
félagarnir veiddum ofan af
kamrinum sem var fyrir neð-
an frystihúsið. Eitt skipti urðu
einhverjar stimpingar á kam-
arþakinu og einn félagi minn
datt niður í fjöruna og lær-
brotnaði. Það er versta veiði-
ferð sem ég man eftir að hafa
farið í.”
Leiðin lá víðar. Óskar var
jafnan í sveit á sumrin. Þegar
hann var 7 eða 8 ára gamall
var hann í sveit á Reykjum í
Miðfirði.
,,Ég gerði mér það til gam-
ans að fylgjast með veiði-
mönnum sem voru við lax-
veiðar fyrir neðan túnin eða
engjarnar sem tilheyrðu
Reykjum. Ég tók eftir því hvar
laxinn tók en sjálfur veiddi ég
aðeins urriða í Urriðaánni
sem rennur í Miðfjarðará.
Okkur krökkunum var hins
vegar alveg bannað að reyna
við laxinn í ánni. Eitt sinn,
þegar ég var á engjunum, sá
ég hvar maður og kona komu
á mikilli glæsikerru. Karlinn
fór að munda stöngina en
konan breiddi undir sig teppi
á bakkanum og fylgdist með.
Ég sá strax að maðurinn var
ekki á réttum stað og gat ekki
stillt mig um að benda frúnni
á það hvar vænlegast væri að
reyna. Hún hnippti í bónda
sinn og sagði honum hvað
barnið hafði sagt. Hann fór
að þessum ráðum og fékk
fjóra laxa í beit. Þegar mað-
urinn var búinn að setja þá í
skottið, kallaði konan á mig
og gaf mér stærsta laxinn.
Hann var svo stór að ég þurfti
að draga hann heim á bæinn.
Sporðurinn var reyndar orð-
inn ónýtur þegar þangað kom
og fyrst hélt húsfreyja að ég
hefði stolist í ána. Ég gat hins
vegar skýrt út fyrir henni
hvað hafði gerst og laxinn var
hafður í matinn.”
Bleikjuaflinn fyllti heila kerru
Þegar Óskar var á að giska 11
ára gamall, vann hann á síld-
arplaninu hjá föður sínum á
Raufarhöfn. Það sumar tók
hann vatn á leigu á Melrakka-
sléttu og stundaði þar neta-
veiðar.
,,Ég borgaði bóndanum,
V I Ð T A L
Lengi var Óskar í brúnni á Akraborginni. Hér siglir hún út úr höfninni á Akranesi.