Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 26

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 26
26 Sjávarútvegsráðuneytið hefur undanfarið ráðstafað alls 645 milljónum kr. til ýmissa verk- efna í kjölfar niðurskurðar á þorskkvóta sl. sumar. Alls 570 millj. kr. eru til komnar vegna mótvægisaðgerða og á sú tala eftir að hækka sagði Einar Kr. Guðfinnsson í ávarpi sem hann flutti á 43. þingi Far- manna- og fiskimannasam- bands á dögunum. Alls 250 millj. kr. eru til komnar vegna niðurfellingar á veiðigjaldi á þorski á þessu fiskveiðiári „… en ómögulegt er að segja til um hver upp- hæðin verður á næsta fisk- veiðiári þar sem þetta er tengt afkomu greinarinnar. 150 millj. króna kr. alls á þremur árum eru til eflingar á togara- ralli Hafrannsóknastofnunar- innar og 120 millj. kr. skiptust jafnt á milli sex rannsókna- stofnana og -setra vítt og breitt um landið,“ sagði ráð- herrann. Hann bendi einnig á þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að efla samkeppnissjóði og hækka framlög til AVS- sjóðsins í fjárlögum 2008 um 50 millj. kr. Því til viðbótar hafi verið ákveðið að verja öðrum 50 millj. kr. til AVS og sé summan því samtals 100 millj. kr. Ráðherrann vék einnig að þeirri staðreynd að fjármunir til hafrannsókna hefðu aukist verulega. Stuðlað er að meiri fjölbreytni þar með því að styrkja sjávarrannsóknasetur út um landið og fé til sam- keppnisrannsókna tvöfaldað. Þá stæði til að efla togararall Hafró, sem áður segir. „Með þessum aðgerðum vildi ég freista þess að koma til móts við vel rökstuddan málflutning forystumanna ykkar og margra skipstjórn- armanna sem ég hef rætt við á umliðnum mánuðum í kjöl- far niðurskurðar aflaheimilda. Mér er það ljóst að við verð- um að gera allt sem unnt er til að það takist að gera sem mest verðmæti úr því sem veitt er og tryggja aðgengi að þeim fisktegundum sem við viljum ná,” sagði Einar Kr. Guðfinnsson. Þ I N G F A R M A N N A - O G F I S K I M A N N A S A M B A N D S I N S Margvíslegar mótvægisaðgerðir, segir sjávarútvegsráðherra: Aukið fé til útvegsins Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.