Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 46

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 46
46 Þorkelsgerði. Altari og pré- dikunarstóll eru frá 1888. Pípuorgel kirkjunnar, 6 radda af Walker gerð, er frá 1969. Gamla orgelið frá 1898 var gefið kirkjunni 1997. Ekki stór sókn en kirkjugestir koma víða að Árið 1986 var land Strand- arkirkju girt af og hafin þar ræktun. Nú þegar hafa verið gróðursettar um fjögur þús- und plöntur og sáð um 30 kílóum af lúpínufræi. Árlega er áburður borinn á landið. Þetta hefur gefið góða raun, en hér á árum áður var sand- fok illvígt í Selvogi og ógnaði kirkjunni. Messað er í Strandarkirkju um jól og páska, að hausti, um miðja vetrarvertíð og á hálfs mánaðar fresti frá miðjum maí og út ágúst, alls um tíu messur á ári. Upp- skerumessa er í lok ágúst og þá er fagnað uppskerulokum að fornum sið. Þá hefur sá siður komist á að hafa svo- kallaða veiðimannamessu í október, sem er öllum opin, en sérstaklega hefur messan orðið til að frumkvæði veiði- manna sem veiða í Hlíð- arvatni, sem er í eigu Strand- arkirkju. Auk sóknarbarnanna, sem búa á fjórum bæjum í Strand- arsókn, sækir fólk víða að messur í kirkjunni. Ekki þarf að hafa um það mörg orð að mikill fjöldi fólks sækir kirkj- una heim á ári hverju og fer þeim fjölgandi ár frá ári. Það segir ýmislegt um þennan merka stað við suðurströnd- ina, þar sem brimið eitt rýfur kyrrðina. Hljóðar stundir fyrir framan altarið Í predkun sem Pétur Péturs- on flutti í Strandarkirkju á Maríumessu þann 20. ágúst 2006 kemst hann m.a. svo að orði: „Hingað til þessarar kirkju við Selvog beina margir Ís- lendingar bænum sínum og hafa gert svo lengi sem hún hefur staðið hér við strönd- ina. Hingað hafa verið sendar gjafir og áheit sem vitnisburð- ir um bænasvörin. Og þessar gjafir hafa verið notaðar til að prýða umhverfi kirkjunar, hindra sandfokið og byggja varnargarð gegn ágangi hafs- ins – hindra eyðingu lands- ins. Úr sjóðum kirkjunnar hér njóta aðrar kirkjur lánafyr- irgreiðslu og áheitin eru að öðru leiti vel notuð til að styrkja kristnihaldið í landinu. Fjöldi fólks hefur í gegnum árin litið á þessa kirkju sem sína þótt hún væri ekki þeirra sóknarkirkja og sóknargjöldin renni annað. Helgisagan um tilurð þess að hér er kirkjustaður á sinn þátt í því að Strandarkirkja hefur öðlast þennan sérstaka sess í vitund þjóðarinnar. Hingað kemur fólk hvaðan- æva á hverjum degi, eins og gestabókin ber vitni um, í eins konar pílagrímaferðir og á hljóðar sundir fyrir framan altarið. Það skoðar kirkjuna og finnur greinilega að það er alveg sérstakt að vera ná- lægt henni og í henni á þess- um sérkennilega eyðilega stað við úthafið. Eyþjóðin skilur þá örvænt- ingu sem hellist yfir þegar skip er í sjávarháska og sjó- mennirnir í bráðri hættu og fjölskyldur þeirra og ástvinir bíða milli vonar og ótta. Sjó- mennirnir forðum leituðu á náðir bænarinnar og í huga þeirra kom sá dýrlingur sem stóð sæfarendum næst, María móðir Jesú – María guðsmóð- ir, sem sæfarendur kalla Stella maris, stjörnu hafsins, sem er leiðarstjarna sjómanna. Þeir minnast hennar sérstaklega í bænum sínum og henni er helgaður fyrsti fiskurinn sem veiddur er. Hún var mátt- ugasti dýrlingur kristinna manna því að hún stóð frels- aranum næst.” Tilviljanir – eða hvað? Ef til vill má segja að ekki sé undarlegt þótt fólk hafi í gegnum tíðina heitið á Strandarkirkju. Hún er sveip- uð ákveðinni dulúð, sem erf- itt er að lýsa. Í samantekt Guðrúnar Ásmundsdóttur um Strandarkirkju kemur eftirfar- andi fram: „Tvisvar í gegnum aldirn- ar, hefur átt að flytja kirkjuna nær prestsetri þá þjónandi prests. Í seinna skiptið sem var á 18 öld, hafði presturinn meira segja fengið leyfi bisk- upsins í Skálholti til kirkju- flutningsins. En daginn áður dó presturinn með sviplegum hætti. Í fyrra skipti var það einn flutningsmanna sem hneig örendur niður, rétt áð- ur en rífa skyldi kirkjuna.“ Og þessi frásögn segir sína sögu: „Eitt sinn var fundur hjá safnaðarnefnd og prestinum þar í Selvoginum inni í kirkj- unni. Var fundinum að ljúka nema meðhjálparinn og presturinn urðu einir eftir til að undirbúa messu næsta sunnudag. Þegar þeir höfðu lokið sínum umræðum og ætluðu út úr kirkjunni, gátu þeir ekki með nokkru móti lokað útihurð kirkjunnar. Hvað sem þeir gerðu, þeir reyndu allt, enda stórir og sterklegir menn. Ekki gátu þeir farið heim og skilið kirkjuna eftir opna. Þeir ákváðu að fara aftur inn í kirkjuna til að ráða ráðum sínum um hvað þeir ættu til bragðs að taka til að loka kirkjuhurðinni. En þegar þeir komu aftur inn í helgidóm- inn, sáu þeir að þeir höfðu gleymt að slökkva á kert- unum á altarinu. Þeir litu hvor á annan, fóru svo upp að altarinu og slökktu á kert- unum. Gengu síðan út og kirkjuhurðin lokaðist ljúflega á eftir þeim.“ S A G A N Til Strandarkirkju Í bæn þeir lyftu huga hátt þá háðu stríð við ægis mátt, en himinn rétti arm í átt þar ítar sáu land. Það skip úr dauðans djúpi rann því drottins engill lýsa vann, svo bíður hann við boðann þann og báti stýrir hjá. Gunnfríður Jónsdóttir Séra Baldur Kristjánsson, sóknarprest- ur í Þorlákshöfn, þjónar Strandarkirkju einnig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.